Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
— ■ ■■ ■— ■■■ - ■ -.... ■ ------------------------
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Utgefandi:
ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI
Ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON
AfgreiSsla í AlþýSuhúsinu, sími 50499
PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR HF
Misrétti útsvarsmálanna
aflétt með landsútsvörum?
Það hefur áður verið bent á þá staðreynd í þessu
blaði, að á síðastliðnum fjórum árum hefur fólksfjölg-
unin í Reykjavík hlutfallslega minnkað ár frá ári á sama
tíma og hlutfallstala fólksfjölgunarinnar í Hafnarfirði
hefur farið ört vaxandi. Það hefur verið á það bent, að
fólksfjölgunin í Hafnarfirði nú á seinni árum hafi num-
ið meiru en tölu allra íbúanna á Húsavík. Það hefur
verið bent á, að þessi öra uppbygging er dýr og vegna
þess, hve mikill hluti af fjármagni bæjarins fari í að
byggja nýjar götur og leggja nýjar að- og frárennslis-
lagnir, hafi ekki verið hægt að gera eins mikið, t. d. í
varanlegri gatnagerð og æskilegt hefði verið. Ekki virð-
ast Sjálfstæðismennirnir hafa gefið þessu gaum, held-
ur tuldrað geðvonskulega í barm sér um sæluríkið í
Reykjavík. Það hefur verið bent á hve gatnagerðin hér
í Hafnarfirði er erfiðari og dýrari en í Reykjavík vegna
bæjarstæðisins. Jú, sumir íhaldsmenn hafa látið sér skilj-
ast þetta. Það hefur verið bent á aðstöðumismun IIafn-|
arfjarðar og Reykjavíkur til skattlagningar, hvernig
Reykjavík getur lagt iitsvör á ýmis fyrirtæki og stofn-
anir, sem í raun og veru eru ekkert frekar fyrirtæki
Reykjavíkurborgar en annarra landshluta. Jú, þetta hafa
bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þótzt skilja, þegar þeir
hafa greitt atkvæði í bæjarstjórninni með Jdví að skora
á Aljúngi að samþykkja lög um álagningu landsútsvara,
til þess að ráða bót á þessum misrétti Reykjavíkur ann-
ars vegar og hinna ýmsu sveita- og bæjarfélaga hins
vegar.
Þegar svo hefur komið að Jiví að ákveða útsvarsupp-
hæð hverju sinni, hafa Jreir alveg gleymt Jressum stað-
reyndum — eða a. m. k. látist gleyma Jreim. Þá hafa
Jreir sagt: „Það verður að leggja á eftir sömu reglum
hér og í Reykjavík“. „Já, víst ætti J>að réttu lagi að
vera,“ segja menn, „en þar sem Reykjavík hefur ennþá
allt aðra og betri möguleika á tekjuöflun, eins og viður-
kennt hefur verið af sjálfu Alþingi, með því að gera ráð
fyrir Jirenns konar útsvarsstigum landsbúum til handa,
verðum við þá ekki að gjalda Jiessa misréttis að ein-
hverju leyti?“ Við Jiessu fæst ekkert svar frá Sjálfstæðis-
mönnum. „Eigum við kannski að láta íbúum okkar bæj-
ar minni Jrjónustu í té en Reykjavík?“ spyrja menn enn.
En það heyrist ekkert svar frá Sjálfstæðisflokknum. Al-
þýðuflokkurinn hefur sagt nei við þessari spurningu.
Hann hefur sagt: Við verðum að reyna að kveða Jætta
misrétti niður, eins fljótt og við getum, og Jrá getum við
fyrst verið fyllilega sambærilegir í Jiessu efni. Við vilj-
um ekki stöðva uppbyggingu Hafnarfjarðar. Við viljum
ekki minnka þjónustu bæjarins við borgarana í bænum.
Þess vegna höfum við orðið að Jiola það, að útsvarsstig-
inn er heldur óhagstæðari skattgreiðendum hér en í Rvík.
A]J)ýðuflokksmönnum hefur gramizt Jretta misrétti
og krafizt Jress um margra ára skeið að misréttið væri
leiðrétt. Og nú er svo komið að þessar sanngirniskröfur
eru í Jrann veginn að komast í framkvæmd. A Bæjarmála-
ráðstefnu AlJ)ýðuflokksins upplýstu ráðherrar flokksins,
öllum AIþýðuf]okksmönnum til mikillar ánægju, að rík-
isstjórnin væri nú með löggjöf um landsútsvör í undir-
búningi og væri stjórnarfrumvarp um það efni væntan-
legt bráðlega. Þarna er árangur að margra ára bar-
MINNINGARORÐ:
Páll Sveinsson, yfirkennari
Sú fregn barst mér til eyrna
sl. sunnudagskvöld, að vinur
rninn Páll Sveinsson hefði lát-
izt þá um morguninn að heim-
ili sínu hér í bæ, Sunnuvegi 7.
Mér brá, því þá fyrir nokkrum
dögum höfðum við spjallað
saman í shna kvöldstund eina.
Og þá eins og oftar um hugðar-
efni okkar beggja. En J)ar sem
hann er nú allur, þykir mér rétt
að biðja Alþýðublað Hafnar-
fjarðar fyrir nokkur minningar-
og kveðjuorð um þennan látna
vin minn.
Ég kynntist Páli heitnum
fljótlega, eftir að ég fluttist
hingað í bæ 1931, en aðallega
hófust kynni okkar í 15 ára sam-
starfi í stjórn Byggingafélags
alþýðu. Minnist ég jafnan Jæss
samstarfs með ánægju, og þá
sérstaklega. að félag þetta hóf
starfsemi sína á miklu kreppu-
árunum um miðjan fjórða tug
þcssarar aldar. Voru mörg erfið
vandamál við að glíma á frum-
býlingsárunum, en með sam-
stilltum kröftum stjórnar félags-
ins og með aðstoð ýmissa góðra
manna, óx félagið og dafnaði. Er
nú félag þetta orðið öflugt og
þróttmikið. Mun engum eins
mikið að þakka frami J)essa fé-
lags og Páli heitnum, sem var
gjaldkeri þess frá upphafi til
æviloka.
Ég hygg og veit raunar með
öruggri vissu að fátt gladdi Pál
meira, en sjá og vera aðaljrátt-
takandi í að færa fagra hugsjón
í framkvæmd, en ég hika ekki
við að fuliyrða að starf þessa
félags hér í bæ hefur verið fög-
ur og þörf hugsjón, sem hundr-
uð bæjarbúa liafa notið góðs af.
Og Jrað var ríkur eðlisþáttur
í fari Páls, að vinna jafnan fyrst
og fremst í J>águ þeirra, er erfið-
asta áttu aðstöðuna í Jjjóðfélag-
inu. Lífsstarf hans var barna-
kennsla og var hann Jrar ábyggi-
lega á réttri hillu. Hann reynd-
ist því góður leiðbeinandi ung-
dómsins hér í bæ og hefur starf
hans í rúman aldarþriðjung ver-
ið fólgið í einlægu og fórnfúsu
starfi, að fræða og upplýsa ungu
kynslóðina hér í Hafnarfirði.
Margir foreldrar minnast
þess jafnan með þakklæti,
þegar hann lagði leið sína út á
land á sumrum, á stríðsárunum,
og veitti forstöðu sumardvalar-
heimili barna hér úr bænum.
Páll Sveinsson.
Páll vann mörg verk fyrir
þetta bæjarfélag. Hann var í
mörg ár heilbrigðisfulltrúi, í
stjórn Sjúkrasamlags Hafnar-
fjarðar, ritari V.M.F. Hlífar
1926—1927. Formaður Alþýðu-
flokksfélags Hafnarfjarðar um
fjögurra ára skeið. Yfirkennari
við Barnaskóla Hafnarfjarðar
hin síðari ár. Var samvmna
skólastjóra og yfirkennara með
ágætum.
Páll Sveinsson gekk ekki heill
heilsu til starfs og sízt hin síð-
ustu ár, en lítt hafði hann á orði
slíkt. Það var honum allt að
árangur yrði af starfi hans.
Hann hlífði sér lítt í starfi, þótt
veill væri.
Hann var reglumaður í starfi
og allri umgegni og var góð fyr-
irmynd ungu kynslóðarinnar, er
naut leiðsögn hans um tugi ára.
Ekki má gleyma barnabókum
Páls heítins, sem hann ritaði
áttu að koma í Ijós. Vegna þeirrár baráttu er Jiess að
vænta að Hafnfirðingar geti bráðum setið við sama borð
og Reykvíkingar í útsvarsmálunum og er J>að vel.
En Jjrátt fyrir Jrað misrétti, sem Hafnarfjörður hefur
rnátt búa við í álagningu útsvara miðað við Reykjavík
Jrolir Reykjavík ekki samanburð við Hafnarfjörð í ýms-
um efnum. Tökum varanlega gatnagerð sem dæmi.
Meðaltal íbúatölu í Reykjavík á árunum 1954—1962 var
66.423 en 6.294 á sama tíma í Hafnarfirði. Á þessu ára-
bili hafa 15.610 fermetrar af götum verið malbikaðir og
steyptir í Hafnarfirði, en 121.454 fennetrar í Reykjavík.
En í réttu hlutfalli við íbúatöluna hefði Reykjavík átt
að steypa og malbika götur að stærð 166.466 fennetra
miðað við Hafnarfjörð. Þarna vantar Jiví upp á hvorki
meira né minna en rúma 44 Jmsund fermetra til Jjess að
Reykjavík standist samanburðinn við Hafnarfjörð í Jressu
efni, þegar miðað er við fólksfjölda, eins og sanngjarnt
er. Og svona er þetta víðar. Það er kannski einmitt þetta,
sem m. a. er skýringin á því, að Hafnarfjörður vex hlut-
fallslega meira en Reykjavík.
undir nafninu „Dóri Jónsson“.
Hann var ritfær vel og hafa
þessar bækur hans náð athygli
og vinsældum, en sér í lagi hjá
yngstu lesendum. Mér var vel
kunnugt um að eftir hann komu
nokkrar blaðagreinar. Var sam-
eiginlegt með þeim öllum að
tala máli þeirra, er veikasta að-
stöðu höfðu í Jijóðfélaginu.
Páll varð sextugur 9. nóv. sl.
Hann fæddist á Kirkjubóli í
Onundarfirði 9. nóvember 1901.
Kvæntur var liann Þórunni
Helgadóttur bæjarfulltrúa frá
Melshúsum í Hafnarfirði. Heim-
ili áttu J>au gott og aðlaðandi
og eina dóttur barna.
Við vinir Páls heitins, sem enn
stöndum eftir á strönd, hérna
megin móðunnar miklu, minn-
ugir J>ess að leið okkar liggur í
sömu átt, — fyrr eða síðar, —
við geynium minningu um góð-
an dreng genginn, sem við hefð-
um allir kosið að hefði deilt
kjörum með okkur nokkur árin
enn. En örlaganornin, sem vefur
J>ræði lífsferils allra, spyr okkur
ekki ráða. Þar verða aliir jafnir
að lokum.
Við vonum að þegar starfi
Páls hér er nú lokið, J>á starfi
hann áfram á öðrum sviðum til-
verunnar og ég veit liver hugð-
arefnin verða honum J>ar kær-
komnust.
Ég sendi að lokum eftirlifandi
konu hans og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Við geymum minningu Páls
Sveinssonar og þökkum sam-
fylgdina, sem J>ví miður varð
of stutt.
7. febrúar 1962.
Oskar Jónsson.
t
Hallgrímur Jónsson
Hallgrímur Jónsson, verka-
maður, Urðarstíg 1, andaðist á
' Sólvangi að kvöldi 16. febrúar
sl. Hallgrímur vann um árabil
hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
og var einn af elztu starfsmönn-
um útgerðarinnar. Hallgrímur
heitinn var verkmaður góður
og vann öll störf sín af stakri
samvizkusemi, enda var hann
eftirsóttur í vinnu. Ilann tók
virkan J>átt í verkalýðsbarátt-
unni og átti jafnan samleið með
AIJ>ýðuflokknum í þeim málum.
Hallgrímur var kvæntur Jónínu
Jónsdóttur, mestu myndarkonu,
en hún lézt árið 1941. Þau hjónin
eignuðust þrjú börn, Margréti,
sem er gift Guðjóni Klemens-
syni lækni, Jónas, forstjóri Hús-
gagnavinnustofu Hafnarfjarðar,
og er hann kvæntur Þórunni
Jóhannsdóttur, og Sigurlaugu,
sem er bókari hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
AlJ)ýðublað Hafnarfjarðar
I vottar aðstandendum hins látna
! fyllstu samúð.