Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Qupperneq 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.02.1962, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Starfsemi Sólvangs eykst með hverju ári ^ Á Syrsta heila starfsári heilsuverndar- stöðvarinnar komu til skoðunar 599 börn og 220 barnshafandi konur. Bólusetningar voru 998. Nýlega gaf Jóhann Þorsteinsson, forstjóri Sólvangs, hæjarstjóra og bæjarráði skýrslu um starfsemi Sólvangs á árinu 1961. Þar sem Álþýðuhlað Hafnarfjarðar veit, að margir hæjarhúar hafa gaman af að fylgjast með starfinu á Sólvangi, hitti Alþýðuhlaðið Jóhann Þor- steinsson að máli og áitti við hann viðtal það, sem hér fer á eftir. — Hvcrnig hefur aðsóknin að Sólvangi verið á sl. ári? — Aðsóknin á sl. ári var svo mikil að ekki var hægt að full- nægja eftirspurninni. Á árinu innrituðust 242 sjúklingar og af þeim voru 88 Hafnfirðingar. Legudagar á árinu 1961 urðu 45.139 eða 4.477 legudögum meira en á árinu 1960. Hins vegar voru sjúklingar 8 færri en árinu áður. Eins og kunnugt er þá er Sólvangur sjúkrahús jafn- framt því að vera ellihejmili og á sl. ári útskrifuðust 92 sjúkl- ingar af Sólvangi. — Hvað er að segja um starf- semi fæðingardcildarinnar? — Aðsóknin að fæðingar- deildinni minnkaði frá árinu áðf ur. Orsök þess er sú, að kon- ur úr Reykjavík sóttu mjög hing- að vegna þess að fæðingardeild Landsspítalans annaði ekki eftirspurn um sjúkravist, eins og ég sagði í upphafi. — Hvernig var hægt að taka á móti þessari aukningu, varð einhver breyting á húsrými? Allmargt starfsfólk, sem bjó á Sólvangi hefur nú flutt í burtu. Þetta fólk bjó á efstu hæðinni, en nú hefur sú hæð verið tekin fyrir vistfólk og búa þar nú um 40 vistmenn. Sumt af þessu starfsfólki býr nú i Hörðuvalla- húsinu, en það hús keypti bær- inn á árinu 1960. Það er þessi breyting, sem liefur gert þessa aukningu mögulega. — Árið 1961 cr fyrsta heila starfsár heilsuverndarstöðvar- innar, hvað er helzt að segja um það? — Eins og kunnugt er starfar barnahjúkrunarkona á vegum heilsuverndarstöðvarinnar og bæjarins og fylgist hún með - Er það bara fyrir sjúkra- húsið eða líka fyrir almenning? Ilvorutveggja. Á árinu 1961 voru teknar röntgenmyndir af 463 einstaklingum þar af voru 121 sjúklingar frá Sólvangi. Þá er líka starfrækt stofa fyrir ljós- böð, stuttbylgjur og hljóðbylgj- ur. Er það bæði fyrir sjúklinga Sólvangs og aðra. Á árinu sem leið komu þarna samtals 137 sjúklingar í 3.303 skipti. — Hafa einhverjir sérstakar framkvæmdir verið gerðar á Sólvangi sl. ár? — Já, það var gert bílastæði fyrir urn 30 bíla, en því er þó ekki alveg að fullu lokið. Stétt var lögð umhverfis norðurenda hússins og lokið var byggingu setustofu á suðursvölum 3. hæð- ar, og hún tekin í notkun. Þá var og setustofa tekin í notkun á 4. hæð seint á árinu. — Hvað er hægt að gera íólkinu til dægrastyttingar? — Guðþjónustur voru öðru hverju allt árið. Þá komu ýmsir góðir gestir í heimsókn á árinu og styttu fólkinu stundir, svo sem fólk úr K.F.U.M. og K., Karlakórinn Þrestir, Friðrikskór og Lúðrasveit Hafnarfjarðar. — Alþýðuflokksfélögin og stúkan Daníelsher buðu fólkinu á jóla- trésskemmtanir og kvikmyndir voru sýndar hálfs mánaðarlega mikinn hluta ársins. Þá hefur bókasafnið mikið gildi fyrir vistmenn. Kennsla í föndri fór fram 144 daga á árinu, 4 stund- ir á dag, eða samtals 576 stund- ir. Voru þar unnir bæði margir og fjölbreytilegir munir. Nokkr- ir vistmenn fengust við að mála. Alls voru skráðir á sl. ári 556 munir og hafa þeir nær allir verið seldir. Á árinu sem leið var tekin í notkun önnur vinnustofa, þar sem unnið er að hnýtingu neta, Gamla fólkið undir sér vel á Sólvangi. spyrðubanda o. fl. — Hvað vinnur margt starfs- fólk á Sólvangi? — Tala starfsfólks í árslok var 71, af þeim voru 25, sem ekki unnu fullan vinnudag. Af þessu fólki eru t. d. þrír læknar, 10 hjúkrunarkonur, ein nudd- kona og 41 starfsstúlka, svo eitt- hvað sé nefnt. Þrír sem starfa við heilsuverndarstöðina eru ekki innifaldir í tölunni 71, þannig að í rauninni eru starfs- mennirnir 74. —- Er það svo eitthvað, sem þú vilt taka frarn að lokum? Já. Á árinu 1961 gaf Lions- klúbbur Hafnarfjarðar Sólvangi leðurvinnutæki, Eiríkur Smith listmálari gaf stórt málverk, Kaupfélag Hafnfirðinga gaf stofnuninni klukku og blóma- körfur bárust Sólvangi frá Landsbanka Islands og Sverri Magnússyni lyfsala. Allar jressar góðu gjafir vil ég Jrakka svo og þann hlijhug, sem að haki þeirra liggur til stofnunarinnar. Bæjarbúum öll- um þakka ég góðvild og hjarta- hhjju í garð Sólvangs. Alþýðublað Hafnarfjarðar þakkar Jóliann Þoi'steinssyni viðtalið og árnar honum gleði og gæfu í starfi og Sólvangi heilla um alla ókomna framtíð. Þakkað fyrir 50 ára . . . (Framhald af 6. síðu) Sigurðsson, Þórður B. Þórðar- son, Páll Þorleifsson, Vigfús Sigurðsson og Geir Þorsteinsson. Og Þrestir sungu. Karlakórinn Þrestir hafa oft skemmt mönnum með söng sín- um á liðnum árum. Stundum liafa leiðir þeirra legið út úr bænum og hróður þeirra hefur borizt víða um landsbyggðina. Oft hafa Þrestir haldið samsöng í Hafnarfirði og annars staðar iÞarna eru yngstu borgararnir í góðum höndum. nándar nær eftirspurninni. Nú hafa verið tekin í notkun fæð- ingarheimili í Reykjavík, sem bæta mjög aðstöðu Reykvík- inga í þessurn efnum og þurfa þeir því ekki eins og áður að leita á náðir Hafnfirðinga. Á árinu sem leið fæddu 149 konur að Sólvangi og legudagar þeirra urðu alls 1267. Þegar lit- ið er á báða þessa þætti starf- seminnar í heild hefur þó orð- ið tæplega 10% aukning frá ár- inu 1960, þar sem legudagar alls eru 4.120 fleiri á árinu 1961. En þrátt fyrir þessa aukningu hefur ekki verið hægt að nægja heilsuíari barnanna fyrstu árin. Læknir er þar til viðtals tvisv- ar í viku og hefur aðsókn verið mikil. Til skoðunar þar komu á árinu 599 börn í samtals 1347 skipti. Bólusetningar á árinu voru 998. Þá fer frarn skoðun barnshafandi kvenna á heilsu- verndarstöðinni og komu 220 konur á sl. ári til skoðunar í samtals 755 skipti. — Hvað starfa margir læknar við Sólvang? — Það starfa tveir fastráðnir læknar við Sólvang, en auk þeirra kémur læknir til að taka röntgenmyndir tvisvar í viku. Hamri ofbýður orðbragðið!!! Enn gerast skrýtlur hjá Hamri. I síðasta Hamarsblaði er kvartað undan því, hve orðbragðið á Alþýðublaði Hafnarfjarðar sé ósæmilcgt. Og sem dæmi um orð- bragðið nefnir Hamar orð eins og „blaðsnepill, einkenn- ast af einfeldni, persónuníð, misþyrmingum tungunnar, hrollur og gæsahúð.“ Hins vegar gleymdi hann „rusla- körfunni" undir orðin. En hvaðan voru orð þessi kornin? Jú, dagblaðið Tíminn hafði fengið einhverja nasasjón af ein- hverju Hamarsblaðinu og lét sér þá þessi orð um munn fara um Hamar, og síðar benti svo Alþýðublað Hafnar- fjarðar á þau. En það voru fleiri orð, sem Hamri þótti ekki til fyrir- myndar. Hann hnaut m. a. um orðið „mannorðsvíg“. Ein- hvern veginn fannst honum það ekki fara vel í munni (og Ilafnfirðingar skilja það). En hvaðan hafði það orð komið á síður Alþýðublaðsins? Jú, það var komið frá Vísi. Á einhvern liátt hafði eitt Hamarsbhiðið slysast inn á blaðskrifstofur Vísis (eins og hjá Tímanum) og þegar Vísis- menn voru búnir að lesa þetta blað flokksbræðra sinna í Hafnarfirði, þá skrifuðu þeir um það og sögðu, að sum blöð „kipptu sér ekki upp við eitt og eitt mannorðsvíg“. Hann skyldi þó ekki koma eitthvað við kaunin hjá Hamri dómur flokksbræðra þeirra í Reykjavík? á Suðurlandi. Þeir hafa sungið í útvarpi og þeir sungu með öðr- um kórum á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944. Á flestum hátíðastundum bæjarins hafa þeir sungið og þannig stuðlað að reisn þeirra og tign. Á síðastliðnu ári t. d. hélt kór- inn þrjár söngskemmtanir í Bæj- arbíó, söng tvívegis við hátíða- höldin 17. júní, söng þegar ljós- in voru tendruð á jólatrénu frá Friðriksbergi, söng á Sólvangi og St. Jósephsspítala og vakti alls staðar sólskin með söng sín- um. Afmælisfagnaður. I tilefni 50 ára afmælisins munu Þrestir efna til söng- skemmtunar í Bæjarbíói um n. k. mánaðarmót og mun kórinn flytja þar nær eingöngu lög ís- lenzkra tónskála. Mun það mörgum tilhlökkunarefni í Hafnarfirði að fá tækifæri til að hlýða á fagran söngvaklið Þrastanna í Bæjarbíói. Hinn 10. marz efnir svo kórinn til afmæl- ishófs að Hótel Borg fyrir fé- laga, styrktarfélaga og aðra vel- unnara’ kórsins. í Hafnarfirði fannst hvergi hús, sem rúmaði allan þann fríða flokk. Enn fremur mun koma út afmælis- rit, þar sem rakin er saga kórs- ins, og í því eru enn fremur greinar eftir ýmsa velunnara Þrasta. Og nú munu Hafnfirðingar fara að telja daganna til mán- aðarmóta, því að það er þá, sem þeim gefst kostur á að lilusta á Þrestina sína í Bæjarbói.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.