Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 1
1 ofnaðarstefnan er stefna alþýðunnar. ALÞYDUBLAD Alþýðublað Hafnarfjarðar kemur næst út miðvikudaginn 16. maí IHI/\IF IF JJ AJRtiD)AJRl XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 9. MAÍ 1962 9. TÖLUBLAÐ Kristinn Gunnarsson skrifar nm Bæjarútgerðina - Síðari grein. Hafnfirðingar munu ákveða framtíð Bæjarútgerðarinnar nú sem fyrr Skip koma og fara. Nýi hafnarbakkinn skapaði aðstöSu til þess, að nú er hér vaxandi inn- og útflutningshöfn. Togaraútgerð á Islandi er aðeins rúmlega hálfrar ald- ar gömul. Á þessum tíma hefur togaraútgerðin stund- um húið við uppgripaafla og hátt verðlag, einnig kynnst aflaleysi ásamt verðfalli afurða og allt þar á milli. Trú manna á framtíðar togaraútgerðar hefur sveiflast mikið á skammri sögu hennar hér á landi. Skoðanir á mögu- leikum togaraútgerðar hafa eðlilega mótast af ástandi og horfum hverju sinni. Ýmist hafa togararnir verið tald- ir til hinna eftirsóknarverðugustu og afkastamestu at- vinnutækja þjóðarinnar, en á stundum metnir sem nær verðlaust járnarusl. Vegna framsýnnar fornstu Alþýðnflokksins er Hafnarfjarðarhöfn að verða stærsta inn- og útflutningshöfn utan Reykjavíkur Á þessu kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hafa bæjarbúar fylgst með því af miklum áhuga, hversu stórstígar framfarir hafa átt sér stað í hafnar- málum Hafnfirðinga. Bygging nýja hafnarbakkans og breikkun syðri hafn- argarðsins voru að vísu fjárfrekar framkvæmdir, en með þeim urðu líka þáttaskil í sögu hafnarinnar. Hafnfirðingar sjá nú nær daglega stór vöru- flutningaskip koma og fara. Höfnin þeirra er orðin að líflegri inn- og út- flutningshöfn. En hver er forsaga þessa máls? Það er fróðlegt að athuga og skulu nú rifjuð upp helztu atriði í sögu hafnarmálanna á þessari öld og verður þá aðeins stiklað á stóru. Þegar bæjarstjórnarmeirihluti Álþýðuflokksins stofnaði bæjar- útgerðina árið 1931, þótti mörg- um í mikið ráðist og spáðu illa fyrir. Árferði var óhagstætt, heimskreppan í hámarki, afli tregur og Mgt verðlag afurða. T ogaraútgerðarfijrirtæki hér í bæ ný hætt rekstri sökum fjár- hagsefiðleika og atvinnuleysi al- mennt. Fyrstu ár bæjarútgerðarinnar voru óhjákvæmilega afar erfið. Auk mikiUa fjárhagserfiðleika var þá engu síður en nú hald- ið uppi hatrömmum pólitízkum árásum á bæjarútgerðina af and- stæðingum Alþýðuflokksins Samt var ekki gefizt upp og erfiðleikar þeirra ára voru að lokum leystir. Þar kom að- allega tvennt til. Annars veg- ar afburða dugnaður og vilja- festa Ásgeirs G. Stefánssonar og á hinn bóginn fullur stuðn- ingur meirihluta bæjarbúa við bæjarútgerðina, enda var þá flestum ljós þýðing hennar fyr- ir atvinnulíf bæjarfélagsins og hag þess beint og óbeint. Þegar bæjarútgerðin hafði starfað í sjö ár, munaði þó mjóu, að saga hennar yrði endaslepp. Sjálfstæðisflokkurinn hér í bæ hafði þá krafizt þess um nokk- urt skeið, að bæjarútgerðin væri lögð niður og jafnframt dró flokkurinn fulltrúa sína í útgerðarráði til baka. í bæjarstjómarkosningunum í janúar 1938 hélt Alþýðuflokk- (Framhald á bls. 2) íhaldið lét hyggja Gömlu hryggjuna ár- ið 1912 og seldi liana kaupmanni nokkr- um sex árum síðar. Það lofaði að and- virði Gömu hryggjunnar skyldi varið til nýrra hafnarmannvirkja. En allt var það svikið. Söluandvirðinu eyddi íhaldið í hæjarreksturinn á næstu árum, svo að hægt væri að lækka útsvörin á hátekju- mönnunum. * * Alþýðuflokkurinn hins vegar hreytti um stefnu í hafnarmálunum, þegar hann komst til valda 1926. Hann lét hyggja Nýju hryggjuna 1930 og kaupa Gömlu bryggjuna árið 1945. * * íhaldsgæðingarnir stofnuðu hlutafélag- ið Skipahryggju 1924, til þess að reka höfnina framvegis sem einkafyrirtæki. Þessu fyrirtæki sínu komu þeir svo, að miklu leyti, í hendur erlends auðvalds. Þá ráðstafaði einnig íhaldið heztu hafn- arlóðunum gegn vægri leigu til ijmissa gæðinga sinna, sem síðan endurleigðu sömu lóðirnar sem mest til útlendinga, fyrir okurgjald. * * :: Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar unnið að því, að hærinn endurheimti aft- ur lóðirnar, sem að höfninni liggja, eins og sjálfsagt var. En hún er húin að vera (Framháld á hls. 4) < : KosningasUrifstofa Alþgðu- floltltsins í Hofnnrfirði er í Alþýðubúinu Símnr: £1498 91499 ogr er opin alla dag;a frá kl. ÍO árdegis til kl. lö slðdegris: : : Sf uðiiiiigrsinenii A-lisfans eru hvaúir fil að hafa tsamkand við skrifsfofuna

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.