Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 5
ALÞfÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Nokkrar staðreyndir um skólamál í Hafnarfirði Það er kunnara en frá þurfi að segja, að húsnæðis- vandamál skólanna í dag liafa að verulegu leyti orðið til fyrir öran og sífellt vaxandi straum fólks, sem flytur til Hafnarfjarðar. Stjórnin á rekstri Hafnarfjarðar hef- ur verið slík, að hingað finnst fólki fýsilegt að flytjast. Þessi þróun er að vísu gleðilegur vottur um það, hversu vel hefur verið haldið á málum hér, en skapar um leið ýmsa erfiðleika t. d. óvanalega brýna þörf fyrir öra stækkun skólarýmis. Sem dæmi um þetta má nefna, að vorið 1956 voru 219 nemendur í Flensborgarskólanum, en nú í vetur sex árum seinna eru þeir 490. Þetta dæmi sýnir vel hina öru fjölgun í skólunum. Það er ekki úr vegi, að líta snöggvast á, hverju Al- þýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir og látið gera í skóla- málum Hafnarfjarðar nú á allra síðustu árum, en það er í stórum dráttum þetta: Hamri fannst það athyglisvert Nokkur skjálfti liefur þeg- ar tekið að gera vart við sig hjá íhaldinu hér í bænum, þegar ýmsum íhaldsmönn- um hefur orðið hugsað til hins gífurlega atkvæðataps flokksins í síðustu kosning- um hér í bæ. Það varð því örþrifaráð ritstjórans í Hamri í næst síð- asta blaði sínu að bregða sér í gerfi þriggja ungra mæðra, til þess að reyna að telja kjark í samherja sína. Ferst honum hlutverkið fremur óhöndug- lega og sér vitanlega eins og áður ekkert gott við bæ- inn „sinn“, sér bar „sæluna“ hjá íhaldinu í Reykjavík. En látum nú þetta vera. Flest er hey í harðindum og von- leysið er aldrei aflvaki frjórr- ar hugsunar. En er það ekki að kafsigla sjálfan sig, þegar ritstjórinn skrifar fyrst sjálf- um sér bréf í nafni þriggja kvenna og talar þar um sig- urhorfur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum, (væntanlega til að hressa upp á vonleysi sitt og liðs- manna sinna) en gleymir sér svo, þegar hann sem ritstjóri setur fyrirsögn á bréfið sitt og kallar það athyglisvert (sem það vissulega væri, ef konurnar þrjár væru ekki rit- stjórinn) að þessar þrjár kon- ur skuli trúa því, þrátt fyrir allt, að Sjálfstæðismenn fái meirililuta? Já, svona fer, þegar menn ætla að fara að bera sig karlmannlega, en sigurvissuna vantar. Nr. 3/1962. TILKYNNING 1. I lok næstsíðasta kjörtímabils bæjarstjórnarinnar var hið myndar- lega bókasafnshús reist (vígt 1. júní 1958). Með því var rýmt handa Flensborgarskóla það húsnæði, sem bókasafnið hafði haft í skólan- um og jafnframt var iðnskólanum fengið húsnæði á lofti bókasafns- hússins. 2. Á því kjörtímabili, sem er að enda, var byggt við leikfimihúsið á skólamölinni og aðstaða til fimleikakennslu þar stórbætt. Jafnframt var húsnæði barnaskólans aukið um tvær kennslustofur. 3. Á sama kjörtímabili var komið upp myndarlegu barnaskólahúsi, Öldutúnsskólanum nýja, er tók til starfa síðastliðið haust. 4. Á þessu sama kjörtímabili var undirbúningur gerður að byggingu glæsilegs íþróttahúss og byrjað á verkinu sjálfu, og gerir þetta hvort tveggja: að bæta úr þörf skólanna og íþróttahreyfingarinnar í bæn- um fvrir fimleikahúsnæði. 5. Á sama kjörtímabili fékk fræðsluráð því áorkað, að Alþingi tók upp á f járlög fjárveitingu til viðbótarbyggingu handa Flensborgarskóla og er þess vegna hægt að hef ja framkvæmdir á því verki nú í sumar. Fjár- veiting til barnaskólabyggar í bænum hefur hins vegar ekki verið tekin upp á fjárlög. 6. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að taka einnar milljón króna fjár- veitingu til skólabygginga á fj árhagsáætlun yfirstandandi árs, en minni hlutinn — Sjálfstæðisflokkurinn — taldi þá alveg nóg að verja 400 þúsundum til þeirra hluta — og þá greiddu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, allir sem einn, atkvæði gegn einnar milljón króna framlagi til skólabygginga, töldu það þá alltof mikið, þótt þeir nú eigi varla nógu sterk orð um húsnæðisvandamál skólanna. 7. Meirihluti fræðsluráðs samþykkti fyrir skömmu að hefja byggingar- framkvæmdir handa Flensborgarskólanum fyrir 4—5 milljónir og á þetta að vera sérstakt hús á skólalóðinni með sér leikvelli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði greiddu atkvæði á móti þessum framkvæmdum. Hins vegar lögðu þeir til, að viðbygging við Öldu- túnsskóla vrði hafin, þegar á þessu vori, þótt þeir vissu fullvel, að til þess vantaði m. a. fjárveitingu frá Alþingi. 8. Fræðsluráð samþykkti á sama fundi að láta gera allan nauðsynlegan undirbúning til þess að unnt verði að hefja viðbótarbyggingu við Öldutúnsskóla jafnskjótt og kostur er. 9. Á þessu sézt, að undir forustu Alþýðuflokksins hefur skólahúsnæðið í bænum verið stóraukið á undanförnum árum, og ákveðið hefur ver- ið að gera enn mikil átök í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar aldrei borið fram raunhæfar tillögur í byggingarmálum skólanna, og meira að segja hvað eftir annað reynt, bæði beint og óbeint, að draga úr framkvæmdum á því sviði. Allir, sem vilja láta vinna með kappi og forsjá að því að bæta úr hús- Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi liámarksverð á brauðum í smásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr ... kr. 5.40 Heilhveitibrauð, 500 gr ... — 5.40 Kringlur, pr. kg ... — 16.00 Vínarbrauð, pr. stk ... — 1.45 Tvíbökur, pr. kg ... — 24.00 Rúgbrauð, óseydd,, 1500 gr. ... ... — 8.30 Normalbrauð, 1250 gr ... — 8.30 Séu nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í lilutfalli við ofan- greint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2.75, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. A þeim stöðum sem brauðgerðir eru ekki starfandi má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauð- um og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 2. maí 1962. Verðlagsstjórinn. næðisþörf skólanna í bænum, kjósa Alþýðuflokkinn. Á síðast liðnu hausti tók nýi Öldutúnsskólinn til starfa. Þetta er einn áfangi stærri skólabyggingar og er fyrirliug- að að byggja parna 8 kennslustofur til víðbótar, strax og unnt er. Hér hafa 7 og 8 ára hafnfirzkir borgarar set- ið í vetur og glímt við fyrstu viðfagnsefnin á námsbrautinni. Hér fékk lika mosaik- og sjóvinnunámskeið inni.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.