Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 0M3»3*3»3»3»»3»3»3«3»3»9»3»3«»3*3»3*3»3»3»3»3*3»3»3»3l3»»3»9»3»3»3*3*3»3«3»3»3»3*3»3»»3»3t 5 Vilhiálmur S. Vilhjálmsson rithöjjundur skrifar um kviknnjndina: „Ilafnar- fjörður íyrr og nú“ Ég hef haft mikla ánægju af því að sjá kvikmynd Hafnfirðinga: Hafnarfjörður fyrr og nú. Það verður að viðurkenna að Hafnfirðingum hefur tekist vel. Þeir hafa orðið til þess að búa til beztu kvikmyndina, sem gerð hefur verið hér á landi um kaupstað, sögu hans, þróun og athafnir. Það er sagt, að það sé erfitt verk að búa til fræðslu- kvikmynd, án þess að hún verði þreytandi á köflum, enda erum við alin upp við það, að kvikmyndirnar séu æfintýralegar og viðburðarríkar. En hér hefur það tek- izt. Gunnar Robertsson Hansen, Daninn ,sem setzt hef- ur að hér á landi, rithöfundur, leikstjóri og listamaður, hefur lagt mikla alúð og listrænt innsæi sitt í það, að gera myndina sem bezt úr garði. Það er áreiðanlega erfitt að segja langa þróunarsögu á táknrænan hátt, án þess að þreyta, en þetta hefur Gunnari tekizt. Þulirnir segja söguna að vísu, en smámyndir kvikmyndatöku- stjórans inn á milli, er mjög vel valdar og maður les í þeim heila sögu til viðbótar við mál þulanna. Eins má segja um seinni tímana. Allt verður þetta samfelld heild. Hafnarfjörður vex úr auðninni, í land- námið, úr sveitabænum, upp í smáþorpið — og síðan stig af stigi í þann stórmyndarlega kaupstað., sem þar er nú. Það er mjög gaman að því að kvnnast þessari þróun og standa síðan að lokum í nútímanum með sitt iðandi líf, vélar og stórframkvæmdir. A einum stað í myndskránni segir leikstjórinn: „Það er von mín, að kvikmyndin geti einnig vakið áhuga utan marka bæjarins, með því að sýna lífið í íslenzkum kaupstað, sýna hvernig bæjarfélag er myndað, og hvern- ig allir íbúarnir eru tengdir hver öðrum. Ég álít, að þarna séu ekki sízt upplýsingar fyrir þá yngstu — skóla- æskuna —- sem geta verið gagnlegar og í rauninni nauð- synlegar, um það samfélag, sem þeir lifa í.“ Og þessu er ég sammála eftir að hafa horft á mynd- ina. Hún segir raunverulega frá lífinu í íslenzkum kaup- stað, þó að sagan sé saga Hafnarfjarðar. Það er erfitt fyrir mig að dæma um töku sjálfra mynd- anna, en allar eru þær fagrar, það er að segja þær, sem geta sýnt fegurð , og hinar úr atvinnulífinu eru fróðleg- ar. Það var í mikið ráðist fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ráðast í töku þessarar kvikmyndar, því að það er erf- iðari framkvæmd, en almenningur gerir sér grein fyrir. En það er um leið sómi bæjarstjórnarinnar. í þessari kvikmynd lifir sagan og nútíminn um alla framtíð vsv. **»e»e*»e»e»e»e»e»e»e»e»e»e»e»e*»e»e»e»e»e»e»e»e»e»e»eic»e»e»c»eie»c»eie»e»e»e»e»c»c»e»e»e»c Kona óskast til starfa fyrir heimilishjálp Hafnarfjarðar. Kaup samkvæmt samkomulagi. Hafnarfirði, 2. maí 1962. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Bæjarbúar ákveða framtíð Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar (Framhald af bls. 1) urinn meirihluta sínum með 13 atkv. mun, og bæjarútgerðin hélt áfram. Nokkru síðar gjör- breyttust öll viðhorf til togara- útgerðar. Það hefði verið mikið tjón, fyrir Hafnarfjörð og Hafn- firðinga, ef Sjálfstæðisflokkur- imi hefði fengið meirihluta og þar með aðstöðu til að leggja bæjarútgerðina niður í ársbyrj- un 1938. Síðastliðin tvö ár hafa verið gífurlega erfið fyrir togaraút- gerðina. Hefur margt valdið þar um og borið skjótt að, því jafnvel árið 1958 var togaraút- gerðinni mjög hagstætt og tog- araútgerðin virtist þá standa föstum fótum. En þá kom aflabrestur á mið- um togaranna nær og fjær, út- færsla fiskveiðitakmarkanna. Næstu ár á undan hafði togur- unum verið skammtað rangt fiskverð, sem talið er hafa rýrt tekjur þeirra um 5—6 milljón- ir króna á hvern togara. Enn-| fremur hafði löndunarbann vegna fiskveiðideilunnar íþyngt þeim. Aflahrestur, togaraútgerð þurrkast út í heilum lands- fjórðungum. Þessir erfiðleikar hafa valdið því, að hér á landi hafa mörg útgerðarfyrirtæki hætt rekstri. Jafnvel í heilum landshlutum hefir togaraútgerð algerlega þurrkast út. Ekkert bæjarfélag á Islandi er eins háð togaraútgerð og Hafn- arfjörður. Hér eru 7 togarar, þar af 4 í eign bæjarútgerðar- innar. Þess vegna var það óhjá- kvæmilegt, að hin stórkostlegu vandamál togaraútgerðarinnar kæmu fram á margvíslegan hátt fyrir bæjarfélagið í heild og bæjarútgerðina sérstaklega. Fiskiðjuverið reist og skipastóllinn aukinn. Þegar aflabresturinn skall yf- ir hafði bæjarútgerðin nýbyggt glæsilegt fiskiðjuver og aukið skipastól sinn. Sumt þessa var framkvæmt með stuttum lánum. Hinn mikli tekjumissir, sem áflabrestimir hafa valdið kom þess vegna á versta tíma. Hefir bæjarútgerðin átt í miklum erf- iðleikum vegna þessa. Hinir miklu erfiðleikar tog- araútgerðarinnar eru almennt viðurkenndir. Jafnvel á Alþingi náðist óvanleg eining um sam- þykkt laga til aðstoðar við tog- araútgerðina. En samt sem áð- ur reyna forystumenn Sjálfstæð- isflokksins hér að sannfæra bæj- arbúa um það, að nær öll vandamál bæjarútgerðarinnar í dag megi rekja til óstjórnar á bæjarútgerðinni. Hoers vegna þetta hlekk- ingarmoldviðri? Það er augljóst, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hér í bæ ræðst nú venju fremur svo heiftarlega gegn bæjarútgerð- inni. Það á að blekkja bæjar- búa með stundarerfiðleikum bæjarútgerðarinnar nú til þess að afla forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins pólitískrar að- stöðu til þess að Ieggja bæjarút- gerðina niður. Hér er sagan frá 1938 að endurtaka sig. Ef Sjálf- stæðismenn hefðu fengið meiri- hluta í bæjarstjórn þá, væri nú engin bæjarútgerð. Ef Sjálf- stæðismenn fengju völd nú mundi eins fara. Enda nærtæk dæmi um endalok togaraútgerð- ar undir forystu Sjálfstæðis- manna t. d. á Isafirði. Sannleikurinn er sá, að þegar á móti hefur blásið hefur ávallt verið auðveldasta leiðin að hætta öllum rekstri. Það er sú leið, sem forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa ávallt vilj- að fara með bæjarútgerðina, þegar erfiðleikar liafa komið upp. Ekkert er hægara en að finna einhverja tilliástæðu til þess að gefast upp. Alþýðuflokkurinn hefur ekki valið þá leið og mun ekld gera. Uppgjáfarleiðin og hags- munir bæjarbúa fara ékki saman. Hvað vill Alþýðuflokkur- inn? Alþýðuflokkurinn mun taka fyllsta tillit til breytilegra að- stæðna og breyta rekstri bæjar- útgerðarinnar eftir þeim. Það sem mestu máli skiptir er, að Hafnfirzkir sjómenn veiði og leggi hér á land svo mikinn sjávarafla, að sá afli geti verið nægilegt hráefni fyrir fjölþætt- an hafnfirzkan fiskiðnað, sem veiti mikla og jafna atvinnu. Hvort það eru togarar eða bát- ar, sem leggja þann afla hér á land skiptir ekki höfuðmáli. Þegar til lengdar lætur verður afli og afkoma hvors um sig, að skera þar úr. Líklegt er þó, að bæði togarar og bátar séu nauðsynlegir til þess að tryggja nægilegt hráefni allt árið fyrir fjölþættan fiskiðnað. Bæjarút- gerðin þarf því einnig að eign- ast nokkra báta. Það er þó ekkert höfuðatriði, að bæjarútgerðin eigi sjálf öll I fiskiskip, til öflunar nægilegs hráefnis fyrir fiskiðnað og fisk- vinnslu sína. Eins og nú horfir vilja ýmsir dugmiklir sjómenn eignast eigin skip og leggja afl- an hér á land til vinnslu. Bær- inn hefur á undanförnum ár- um veitt ýmsa fyrirgreiðslu í þeim efnum og yfirleitt gefizt vel. Fiskvinnslustöðvar í bæn- um njóta góðs af auknum afla og áhættan af útgerðinni dreif- ist á fleiri aðila en ella. Vafa- laust tekst að tryggja nægilegt hráefni frá togurum og bátum til fiskiðjuvers bæjarútgerðar- innar og annarra 'fiskvinnslu. En öflun hráefnis er ekki einhlítt. Hagkvæm vinnsla þess og fjöl- breyttni í framleiðslu er jafn- nauðsynleg. Fiskiðjuver bæjar- útgerðarinnar er þannig stað- sett og á allan hátt skipulagt og frágengið, að það getur haft hagkvæma vinnslu- og fram- leiðslu. Bæjarútgerðin mun enn- fremur vera vel á verði um all- ar nýjungar í framleiðslu, sem að gagni geta komið. Forusta um nýjungar. Óhlutdrægir menn hafa látið í ljós mikinn áhuga á þeirri nýj- ung sem bæjarútgerðin tók upp að reykja síld og sem raunar gerir kleift að reykja allan ann- an fisk einnig. Bæjarútgerðin hafði hér forystu í þessari merku nýjung. Vitað er að síld- veiðar Vestur-Evrópu hafa mjög dregizt saman undanfarin ár. Góðar horfur eru á, eftir þeim upplýsingum, sem nú liggja fyr- ir, að hægt sé að framleiða reykta síld og annan reyktan fisk fyrir tugmilljónir króna og veita f jölda karla og kvenna og unglinga stöðuga vinnu mikinn hluta árs. Víðsýni Hamarsmanna kemur vel fram í þessu máli sem öðru. Jafnvel eftir, að bæjarútgerðin hefur rutt brautina í þessu máli, hrundið því í framkvæmd, lagt grunninn að nýrri útflutnings- j grein og ómælanlegt síldarmagn er hér steinsnar frá hafnargörð- unum, sjá Hamarsmenn aðeins vinnu fyrir „örfáar stúlkur. Að lokum vil ég aðeins segja þetta: Nú sem ávallt áð- ur er það á valdi kjósenda, að ákveða hver verður fram- tíðarþróun í starfrækslu Bæj- arútgerðarinnar og bæjarmál- um almennt. Alþýðuflokkur- inn liefur þar ákveðna stefnu, sem hann hefur fylgt í meira en þrjátíu ár og henni mun hann enn fylgja, fái hann til þess umboð kjósenda. K. G. Sigur A-listans tryggir farsæla framtið Hafnarfjarðar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.