Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR j Ww I srurru MALI Hraunprýðiskaffi á föstudaginn TVÖ NÝ HLUTAFÉLÖQ hafa verið stofnuð í Hafnarfirði til kaupa og útgerðar á tveimur nýfum 165 tonna vélbátum frá Noregi. Bátarnir verða afhentir í maí 1963 og gerðir út frá Hafnarfirði. Nöfn pessarra nýýfu hlutsfélaga eru Hrímir hf. og Ögri hf. UNGLINGAVINNA fijrir drengi verður rekin í Krýsuvík í sumar, líkt og verið hefur og mun Haukur Helga- son skólastfóri sfá um starfsemi þessa fijrir bæinn eins og áður. HESTAMANNAFÉLAGIÐ SÖRLl hefur fengið lóð hfá bænum í austanverðri Mosalilíð. Þar ætla félagsmenn að koma sér upp hesthúsi. Á FUNDI bæfarstfórnar 8. maí síðastliðinn var samþykkt, að fyrirliuguð bátabryggfa verði reist út af Óseyrar- tanga. Jafnframt var bæfarstjóra heimilað að taka 1,5 milljón króna lán til hafnarframkvæmda lifá Atvinnuleýsistryggingar- sjóði. FYRSTU-VERÐLAUNAHAFINN í hugmynda- samkeppninni um skipulag miðbæjarins, Jón Haraldsson, arki- tekt, hefur verið ráðinn, til þess að vinna að endanlegu skipu- lagi miðbæfarins í samvinnu við skipulagsyfirvöld ríkis og bæfar. NÆSTKOMANDI sunnudag verður sýning í Flensborgarskólanum á handavinnu og teikningum nemenda. Það er alltaf gaman að 'skoða sýningar sem þesisar, og munu eflaust margir bæjarbúar leggja leið sína upp í Flensborg á sunnudaginn. ★ AÐSÓKN að kvikmyndinni „Hafnarfförður fyrr og nú“ hefur verið góð og hafa þegar á fimmta þúsund manns séð myndina. Mikið hefur verið um myndina rætt, og eins og gengur finnst einum vanta þetta í myndina og öðrum hitt, en myndin í heild fær góða dóma. Sýningum á myndinni fer nú að fækka. Hinn árlegi fjársöfnunardagur Hraunprýðiskvenna verður á föstudaginn kemur. Þá gefst Hafnfirðingum tækifæri til þess að njóta hinna ágætu og al- þekktu veitinga, sem konurnar í Hraunprýði hafa ætíð haft á boðstólnum á þessum degi. — Kaffisala kvennanna verður að venju bæði í Alþýðuhúsinu og Sjálfstæðishúsinu á föstudaginn, frá klukkan 3—11,30 síðdegis. Slysavarnadagurinn hefur allt- af sett sinn svip á bæinn og Hafnfirðingum er sómi að því, hversu drengilega þeir hafa stutt gott málefni þennan dag. A fimmtudagskvöldið, eftir klukkan 8, verða slysavarnar- félagskonur í Sjálfstæðishúsinu og taka á móti kökum og öðrum framlögum frá velunnurum sín- um. Fé það, sem núna safnast, hyggjast konurnar nota til þess að efla slysavarnir hér í okkar eigin bæjarfélagi. Komum því öll í Hraunprýð- iskaffið í Alþýðuhúsinu og Sjálf- stæðishúsinu á föstudaginn og styðjum með því eina hina göf- ugustu hugsjón þjóðarinnar, slysavarnirnar. Stuðningsmenn A-listans Munið kosninga- sfóðinn. Framlögum veitt móttaka á kosn- ingaskh'fstofunni Alþýðuhúsinu. ★ Munið, að margt smátt gerir eitt stórt. '0»3«»3*3»3»3*3»3»3»3»3«*3»3«3*3»3»3*3»3í»3t3« Virkjun jarðhitans í Krýsuvík eitt stærsta hagsmunamál Hafnfirðinga Ar§þing: I. B. H. Sejtjáiula ársiþing: fþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldið dagana 33. marz og: 5. apríl s.l. Aðilar að bandalaginu eru félög með samtals 872 meðlim- um. Af myndarlegri ársskýrslu, sem íþróttabandalag Hafnar- fjarðar hefur látið prenta, sést að starf bandalagsins og hinna ýmsu félaga innan þess hefur verið hið blómlegasta. Munu skýrslur sem þessi verða mörg- um iþróttaunnendum fýsilegar til fróðleiks bæði nú og síðar og verður þessi skýrsla eflaust mikið lesin af íþróttamönnum og kannski sumt úr henni lært utan bókar. Hér verður ekki rakið efni skýrslunnar, enda munu margir hafa hana með höndum. Helztu tillögur 'sem sam- þykktar voru á þinginu eru þessar: 1. Samþykkt að stofna 'slysa- tryggingarsjóð fijrir Í.B.H., en fafnframt að gerast aðili að slysatryggingarsfóði Í.S.Í., þegar hann verður stofnaður. 2. Samþykkt áskorun til bæfar- yfirvaldanna að hraðað verði sem mest byggingu þess hluta væntanlegs íþróttahúss sem eingöngu er ætlaður til afnota fyrir íþróttafélögin og skóla bæfarins. 3. Ársþingið beinir því til hátt- virtrar bæfarstjórnar, að sem fyrst verði ákveðið, í sam- ráði við Í.B.H., hvar fram- tíðar íþróttasvæði fyrir bæ- inn á að standa. 4. Ársþingið þakkar bæfarstjórn ftjrir myndarleg fjárframlög til endurbóta á knattspyrnu- vellinum á Hvaleyrarholti. A þinginu var Genedikt G. Waage sæmdur æðsta heiðurs- merki I.B.H. fyrir störf sín að íþróttamálum. Núverandi stjóm Iþrótta- bandalags Hafnarfjarðar skipa: Form.: Yngvi Rafn Baldvinisson. Ritari: Jón Egilsson. Gjaldkeri: Gunnar Hjaltason. Varaform.: Kjartan Markússon. Meðstjórn- endur: Ami Þorvaldsson, Hjör- dís Guðbjömsdóttir og Garðar Sigurðsson. Sá atburður gerðist haust- ið 1950 að stórfenglegt gufu- gos kom úr iðrum jarðar í Krýsuvík við boranir sem þar var þá verið að 'framkvæma fyrir atbeina Alþýðuflokks- ins og að tilhlutan bæjarins. Þessar framkvæmdir vom unnar gegn andstöðu Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, sem hafði samþykkt á sam- eiginlegum fundi í öllum fé- lögum sínum hinn 21. marz 1949 tillögu þess efnis að réttast væri að fresta öllum frekari borunum í Krýsuvík. Til þess tíma að hið mikla gufugos kom haustið 1950, hafði Sjálfstæiðsflokkurinn ekkert séð nema myrkur og vonleysi í Krýsuvík. Þegar Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir að Hafnarfjarðarbær eignaðist Krýsuvík 1937, sýndi íhaldið því máli fyllsta tómlæti. Sjálfstæðisflokkurinn var því flemstri sleginn við hið mikla gos 1950. Eftir þann atburð verður fyrst vart sýnd- aráhug hjá þeim flokki fyrir fyrir þeim miklu auðæfum, sem Hafnfirðingar eiga í iðr- um jarðar í Krýsuvík. Það tók þannig 13 ár að sannfæra íhaldið um gullnámu Hafn- firðinga í Krýsuvík. Og nú telur Sjálfstæðisflokkurinn sér umhugað um frekari hita- rannsóknir í Krýsuvík!! ins unnið að jarðhitarann- sóknum. Eftir að hafa rætt m. a. um nýtingu jarðhitans í Krýsuvík segir hann orð- rétt um jarðhitarannsóknir í Krýsuvík: „Að sjálfsögðu þurfa að fara fram miklu víð- tækari rannsóknir en hingað til hafa átt sér stað á ýmsum hliðum þess, áður en ákvarð- anir er hægt að taka, og óhjá- kvæmilegt er að slíkar athug- anir taki alllangan tíma“. Þessi orð hefur Hamar eft- Fyllsta tómlæti Sjálfstæðismanna í jarðhitamálnm Krýsnvíknr í þessu sýnir sig enn einu sinni afstaða Sjálfstæðis- flokksins til nytjamála fólks- ins: Fyrst vera á móti málun- um, síðan drattast með, og svo þegar málin eru orðin vinsæl, þá sér þau. Hinn 14. des. sl. átti Ham- ar viðtal við Svein Einars- son, alþingismann Sjálfstæð- isflokksins og verkfræðing hjá jarðborunardeild ríkisins, en hann hefur á vegum ríkis- ír helzta sérfræðingi Sjálf- stæðisflokksins í jarðhitamál- um. Þetta álit er mjög sam- hljóða umsögn dr. Gunnars Böðvarssonar forstöðumanns jarðborunardeildar ríkisins um jarðhitamál Krýsuvíkur. reyna að eigna Þó hafa fyrir frumkvæði AI- þýðuflokksins verið gerðar margþættar og mjög fjárfrek- ar rannsóknir og jarðboranir á jarðhitasvæðinu í Krýsu- vík. Árið 1946 voru þessar rannsóknir hafnar á vegum (Framháld á bls. 2) ð»3*3*3*3*3*3*3*3»3*3«3»3*3»3*3*3«3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3»3»3*3*3*3*3*K»3*3*3*3*3*3*3»3*3»3*3*3*3*3»3*3»3*3*3»3*3*3*3«3*3*3*3*3*3»3»***** Árshátíð Alþýðnflokksfélaganna, sjá bls. 4

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.