Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ IIAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Utgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritstjóri og úbyrgðarinaSur: HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON Afgreiðsla í Alfnjðuhúsinu, simi 50499 PHENTSMIÐJA HAFNAHFJAHÐAH H.F. Njálfstæði§menn Sregm Hafnarfirðl Það vakti nokkra furðu hér í bænum, þegar Hamar sagði að Sjálfstæðismenn vildu „eingöngu með brögð- um bæta vígstöðu sína.“ Það hafði ekki verið venja þeirra íhaldsmanna að tala svona hreinskilnislega um starfsaðferðir sínar. Þeir höfðu ekki fyrr kosið sér slíkt kjörorð, þ. e. a. s. „engin ábyrgð, bara brögð“ í kosn- ingum hér í Hafnarfirði. En ef til vill hefur ritstjóra Hamars fundizt að hér hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið búinn að ganga svo langt í þessum efnum, að það þýddi ekkert að vera að fara dult með þessa starfshætti flokks- ins lengur. Og það er ekkert undarlegt, þó að maður, sem kemur í bæinn og fer að kynna sér bæjarmálefni Hafnarfjarðar, verði gripinn þessari tilfinningu á eftir, þegar t. d. þetta er haft í huga: 1. Sjálfstæðismenn hafa lagt mikla stund á að ófrægja bæinn sinn, hvatt menn til þess að flytja burtu úr honum, varað menn við að flytjast með atvinnurekst- ur sinn hingað, verið á móti flestum stærstu fram- faramálum Hafnarfjarðar í fyrstu, en snúizt svo þeg- ar málin hafa komist í framkvæmd og orðið vinsæl, og þá látið sem þeim þætti allt vangert í þessum efnum. 2. Sjálfstæðismenn hafa verið á móti Bæjarútgerðinni, þegar illa áraði með togaraútgerð, en með henni þeg- ar hagur hennar hefur staðið með mestum blóma. Þeir hafa bæði í tíma og ótíma, þegar erfiðleikar hafa steðjað að Bæjarútgerðinni, sett upp sakleysissvip og beðið um hinar og þessar upplýsingar um reksturinn, til þess að þeir „gætu komið með ráð til bjargar“, en ráðin hafa aldrei komið og allar upplýsingar sem þeir hafa fengið, bæði rangfærðar og reynt að gera þær tortryggilegar. Þannig hafa Sjálfstæðismenn alltaf grafið undan Bæjarútgerðinni. 3. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti byggingu Bæjarbíós í upphafi. En þegar bíóið var komið á fót og réttmæti þess búið að sýna sig, þá var hann í orði með bíóinu, en sælgætissöluna þar átti auðvitað einn af gæðingum hans að fá. Það fannst Sjálfstæðismönnum ekki nema sjálfsagt! 4. Sjálfstæðismenn höfðu allt á homum sér um Krýsu- vík. Þar sáu þeir ekkert annað en vonleysi. Þeir vildu helzt los bæjarfélagið við þennan „vandræðastað“. Þeir voru á móti borununum í Krýsuvík og beittu áhrifum sínum til þess að þeim væri hætt. En svo kom stóra gufugosið og þá áttu Sjálfstæðismenn ekki orð yfir það, hve illa væri að málum þessum unnið. 5. Sjálfstæðismenn hafa talað um það fjálglega, að þeir vilji vinna að því, að Flensborgarskólinn heimti aftur hina „gömlu reisn sína“. En þegar að því kemur, að auka á húsnæði skólans og bæta þannig aðstöðu hans til þess að „heimta aftur reisn sína“, þá mega Sjálf- stæðismenn ekki heyra það nefnt. Það hafði ekkert verið byggt við Flensborg í aldarfjórðung og hvers vegna að vera þá nokkuð að hagga því? Þessi hugs- un virðist móta skoðun þeirra. Það er ekki von, að fólkið vilji svona menn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Það hafnar þeim, sem vinna svona gegn hagsmunum Hafnarfjarðar. Það tryggir hagsmuni bæjarfélagsins og kýs Alþýðuflokkinn, A-listann. Á þessu kjörtímabili, sem nú er að enda var Jiessi fallega bygging tekin í notkun. Þarna er bókasafnið okkar til húsa og á efri liæðinni starfar iðnskólinn. Virkjun jaröhilnns í Krýsuvik . . . (Framhald af bls. 6) bæjarins með jarðbor sem Hafnarfjarðarbær keypti til landsins og síðar með öðrum tækjum. Ymsir sérfræðingar innlendir og erlendir hafa verið fengnir til þess að at- liuga hina ýmsu virkjunar- möguleika. A þessu kjörtíma- bili, sumarið 1960, var stór- virkur jarðbor við boranir í Krýsuvík í 4 mánuði. Þá voru boraðar þrjár holur. Frekari boranir eru nauðsynlegar og er nú beðið eftir að hinn stórvirki jarðbor fáist aftur til Krýsuvíkur. I vetur var unnið að gera jarðvegskort af jarðhitasvæðinu í Krýsuvík. Alþýðuflokkurinn telur virkjun jarðhitans eitt stærsta hagsmunamál Hafnfirðinga. Boranir og rannsóknir þar hafa leitt í ljós gífurleg nátt- úruauðæfi, sem verður að hagnýta m. a. til hitaveitu 'fyrir Hafnfirðinga og að öðru leyti til liagsældar fyrir bæj- arbúa í iðnaði og til stuðn- ings öllu atvinnu- og efna- hagslífi Hafnarfjarðar. Alþýðuflokknum er bezt treystandi til þess að leiða þetta mál til lokasigurs. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ýmist verið á móti jarðhitarann- sóknum í Krýsuvík, eða hann hefur sýnt því máli fyllsta tómlæti, eða þá í mesta lagi hefur hann verið með sýnd- aráhuga, eins og nú síðustu árin, en þó reynt að torvelda framkvæmdir við jarðhita- rannsóknimar, til þess að þjóna ímynduðum pólitískum hagsmunum sínum þegar hann hefur þorað. Sú afstaða Sjálfstæðisflokksins kom skýrt fram hjá Páli V. Dan- íelssyni bæjarráðsmanni vor- ið 1960, þegar stórvirki jarð- borinn fékkst til Krýsuvíkur til borana á kostnað ríkisins. Þá lagði hann til að bæjar- sjóður yrði látinn greiða kostnaðimi um 5 milljónir króna, vitandi þó að þeir peningar voru ekki á fjár- hagsáætlun bæjarins. Hann ræddi jáfnvel þessa hugmynd sýna við Ingólf Jónsson ráð- herra. Hvar var þá umhyggja þessa Sjálfstæðismanns fyrir traustri fjármálastjórn bæjar- ins og útsvörum bæjarbúa? Ef þetta áhugamál Páls V. Daníelssonar hefði náð fram að ganga, hefðu engar jarð- boranir verið framkvæmdar í Krýsuvík árið 1960. Og ætli það hafi ekki verið tilgang- urinn með þessari tillögugerð bæjarráðsmannsins? Allur skollaleikur Sjálfstæð isflokksins í jarðhitamálum Krýsuvíkur er svo augljós að hann getur engan blekkt. Hreinn meirihluti Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn er ör- uggasta tryggingin fyrir því að jarðhitinn í Krýsuvík verði virkjaður til hagsældar fyrir Hafnarfjörð í náinni framtíð. X A-Iistann. TÉKKNESKIR OG RÚSSNESKIR hjólbarðar óvallt fyrirliggjandi JAPÖNSKU hjólbarðarnir (Bridgestone) væntanlegir næstu daga Gerum við og sjóðum einnig í dekk ÁvnlU fljót oq qóö þjónustfl Hjólbarðaviðgcrðill Strandgötu 9 Hafnarfirði ^Bmum Orðsending frá Sundhöll Hafnarfjarðar: Hafnfirðingnrf AÖ gefnu tilefni biðjum vér yður að at- huga, hvort símanúmer vort er greinilegt í símaskrá yðar, en það er: 5-00-88

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.