Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.05.1962, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Frá Flensborgarskóla. Sýning á handavinnu og teikningum nemenda Flensborgar- skólans verður í skólanum næstkomandi sunnudag (13. maí). Opin kl. 10—12 og 13—22. Skólastjóri. TILKYNNING um lóðahreinsun í Hafnarfirði. Samkvæmt II. kafla heilbrigðissamþykktar Hafnarfjarðar- kaupstaðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þriflegum. Eigendur og umráðamenn lóða eru því hér með áminntir um að flytja burt af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði eða óprýði og hafa lokið því fyrir 20. maí n. k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað lóðareigenda. Að marggefnu tilefni skal það tekið fram, að óheimilt er að fleygja í lækinn, höfnina innan hafnargarðanna, í fjöru eða annars staðar á landi bæjarins, neinum úrgangi eða rusli og óþverra og er aðeins heimilt að losa slíkt rusl, þar sem sorp bæjarins er látið í sjóinn, fyrir sunnan Hellnahraun. Hafnarfirði 27. apríl 1962. Heilbrigðisfulltrúi. Hvers virdi er innbiíid mitt? Látið það ekki henda yður að innbúið, þar með talin sængurfatnaður og föt sé óvátrygrgt eða langrt undir sannvirði. Hafið samband við okkur. Við aðstoðum yður. Hafnarfjarðarhöín að verða stærsta inn- og útflntningshöfn utan Reykjavíkur - Ahyglisverð saga hafnarmálanna aqíslands' UMBOÐSSKRIFSTOFA Lögfræðiskriíslofa Árna Grétars Finnssonar Strandgötu 25 - Sími 51177 (Framhald af hls. 4) Hafnarfjarðarbæ ærið clýr, þessi lóða- ráðsmennsku íhaldsins. Alþýðuflokkurinn lét á árunum 1930— 1941 gera ítarlegar rannsóknir um það, hvernig bezt i/rði fijrirkomið uppbygg- ingu hafnarinnar svo að hún kæmi að full- um notum í framtíðinni og árið 1941 var hafin bygging Norðurgarðsins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á síðustu ár- um valdatíma síns hér í Hafnarfirði látið gera hafnaráætlanir, sem reyndust vera fjárhagslega óframkvæmanlegar og síðar kom í Ijós við atlmganir, rannsóknir og mælingar á höfninni og botnlagi hennar sérstaklega, að þessar áætlanir voru einn- ig tæknilega óframkvæmanlegar, með þeirra tíma tækni. Þetta viðurkenndi Sjálf- stæðisflokkurinn með því að koma með nýja hafnaráætlun 1939 um að byggja lítinn hafnargarð, eða réttara sagt grjót- garð meðfram Gömlu bryggjunni út frá Svendborgarplaninu. Þetta var nú allur stórhugur Sjálfstæðisflokksins þá, og hefði höfnin verið stórskemmd, ef þarna hefði verið farið að ráðum hans. íjí >Jc Alþýðuflokkurinn lét hefja undirbún- ing að byggingu Suðurgarðsins árið 1947 og lét síðan byggja hann. Suðurgarður- inn er eini hafnargarðurinn á íslandi, þar sem stór olíuskip geta lagzt upp að. Jafnvel í „sæluríki“ Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík, geta skip eins og t. d. Hamra- fellið hvergi lagzt að bryggju eða hafnar- garði. Á seinasta kjörtímabili hefur svo eins og áður er sagt, Alþýðuflokkurinn beitt sér fyrir, að byggður var nýi hafnarbakk- inn og Suðurgarðurinn breikkaður. Með jmí náði Alþýðuflokkurinn því takmarki sínu, að Hafnarfjarðarhöfn yrði sam- keppnisfær inn- og útflutningshöfn. * ❖ Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessum sama tíma ekkert vitað livernig hann ætti að láta í þessum málum. Hann liefur ekki þorað að vera á móti málunum en ýmist rokið upp til handa og fóta og gambrað af miklu ábyrgðarleysi um að framkvæma á stundinni liluti, sem kosta tugmilljónir króna og voru þess vegna óraunhæfir, eða hann hefur reynt að tefja raunhæfar áætlanir með sýndartillögum og teikn- ingum. * * Alþýðuflokkurinn hefur birt stefnuskra sína. Þar sést vilji hans í Hafnarmálum Hafnfirðinga. Hann fagnar þeim þátta- skilum, sem urðu í liafnarmálum Hafn- firðinga á síðasta kjörtímabili bæjarstjórn- arinnar, hinni bættu aðstöðu báta, togara og kaupskipa í Hafnarfjarðarhöfn. Hann fagnar því, að Hafnarfjörður er að verða önnur stærsta inn- og útflutningshöfn landsins. Alþýðuflokkurinn vill styðja og flýta fyrir þessari þróun með stækkun hafnarbakka, vöruskemmuhyggingum, auknu afgreiðslu- og viðleguplássi fiski- skipa, ásamt smíði smábátabryggju og verbúða. Alþýðuflokkurinn er þess full- viss, að allir þeir, sem kynna sér sögu hafnarmálanna í Hafnarfirði fijrr og nu, eiga ekki nema eitt svar til að því loknu en það er: Fimm Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ÁRSHÁTTÐ Alþýðufloltksfélagaiufa I Hofonrfirði verður n. k. laugardag i Alþýðuhúsinu og hefsí kl, 8,30 síðdegis Fjölbregtt skemmtifttriði Alli sluðningsfólk A-lisíans velkomið meðan húsrúm leyfir NEFNDTN

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.