Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritetjóri og ábyrgOarmaður: HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON AfgreiÓsla i Alþýðuhústnu, sími 50499 PRENT8MIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. VöruhappdræUi S.Í.B.S. Ítorkostleg: fjölgrtin vÍHninga á ariiiu 1903 Nýr meirihluti - Breytt steína Ýmsir bæjarbúar hafa undanfarið verið að leita að helztu framkvæmdum hins nýja bæjarstjórnarmeirihluta og þeirri stefnubreytingu, sem hann hafi markað í sögu bæjarmálanna. Hefur þetta helzt orðið fyrir þeim: 1. Hærri útsvarsálögur en nokkru sinni fyrr, samfara þeirri stefnubreytingu að þyngja skattbyrði launþeg- anna, en létta á fjáraflamönnunum. 2. Aðgerðarleysi núverandi meirihluta á öllum fram- kvæmdum á vegum bæjarins. Aðgerðarleysið afsakað með peningaleysi bæjarsjóðs. 3. Reynt að svíkja hafnfirzka íþróttamenn í íþróttahúss- málinu, og vegið sérstaklega að hafnfirzkum hand- knattleiksmönnum með því að ætla að minnka stærð leikvangsins í salnum úr 20X40 m. 4. Gífurlegar hækkanir á kaupi yfirmanna bæjar og bæjarstofnana. (Þá er ekki minnst á að litlir peningar séu í bæjarsjóði og þær ábendingar Alþýðuflokks- manna, að eðlilegt sé að hækka laun allra starfsmanna bæjarins jafnt hlutfallslega, ef bærinn hafi ráð á að auka launagreiðslur sínar, fá engan hljómgrunn hjá meirihlutanum. Nei, hækkunin skal vera hjá gæðing- unum einum og hún ekki lítil!) 5. Pólitískar atvinnuofsóknir sbr. t. d. fyrrv. skrifstofu- stjóra bæjarins, verkstjórann hjá bæjarútgerðinni, framfærslufulltrúann o. fl. 6. Starfsmaður bæjarins, sem hefur stóra fjölskyldu á framfæri sínu auk þess að vera öryrki að verulegu leyti vegna vanheilsu, rekinn úr starfi. Þetta verk meirihlutans mætti svo mikilli andúð bæjarbúa, að hann sá sér þann kost vænstan að taka manninn aftur í vinnu, enda höfðu þá ýmsir bæjarbúar sent bæjaryfirvöldunum áskoranir um það og Öryrkja- samband íslands skorizt í málið. Þetta er ekki fagur listi, en þetta er það, sem þeir menn finna, sem leita að „afrekum“ núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta. Viðskilnaðurinn nú og þá Árið 1926 tóku Alþýðuflokksmenn forystu í bæjarmál- um Hafnarfjarðar, en þá höfðu íhaldsmenn haft forystu á þessum vettvangi í 18 ár. Síðan hafa Alþýðuflokks- menn haft óslitið forystu í Hafnarfirði þangað til í sumar sem leið, að íhaldið fékk á ný forystuhlutverkið í sínar hendur. Það er ólíku saman að jafna þegar Al- þýðuflokkurinn lét af völdum í sumar og þegar Sjálf- stæðisflokkurinn skilaði bænum úr heljargreipum sín- um. Þegar Alþýðuflokkurinn lætur af stjórn er skuldlaus eign bæjarsjóðs kr. 34,4 milljónir. En skuldlaus eign bæjarsjóðs var 45 þúsundir króna, þegar íhaldið skildi við hann. Nú reka íhaldssprauturnar upp mikið ramakvein um skuldir bæjarsjóðs, þegar Alþýðuflokkurinn fer frá völd- um. Þó nema skuldir bæjarsjóðs í árslok 1961 ekki nema tæpri útsvarsupphæð bæjarbúa í eitt ár. Hins vegar voru skuldaklafar íhaldsráðsmennskunnar í árslok 1925 orðn- FJÓEtÐI HVER iniDI VljNNUU AD JAFXADI Fjárhæð vinninga vex svo milljónum króna skiptir. [jp^sp Samanlögð fjárhæð vinninga er kr. 23.400.000.oo og hefur vaxið um nær 5 milljón kr. frá fyrra ári. Hæstu vinningar eru: 1/2 niilljón kr. Lægstu vinningar: 1. þús. krónur. Vinningar ársins eru 10250 að iölu og hefur fjölgað um 4250. 1354 vinningar útdregnir að meðaltali á mánuði hverjum. Happdrætti S.Í.B.S. er við allra hæfi, þeirra sem spila vilja um stórvinninga og hinna, er heldur kjósa að vinningar séu sem flestir. Kynnið yður vinningaskrána hjá umboðsmönnum happdrættisins. Verð miðans í 1. fl. og við endumýjun er 50 krónur. Tala útgefinna miða er óbreytt. UMBOÐ í HAFNARFIRÐI: Fclagrið Bcrklavörn, afg-r. Sjjúkrasamlag Ilafnarfjarðar. Hafnarframkvæmdum má ekki hraða, segir nýi meirihlutinn (Framhald af bls. 12) ætlað mun að verulegu leyti til hafnarframkvæmda. Tillögur þessar sýna, svo að ekki verður um villzt, að þótt Alþýðuflokkurinn sé kominn í minnihluta í bæjarstjórninni, markast aðgerðir hans af alvöru og ábyrgðartilfinningu og temur hann sér því vinnubrögð, sem eru gerólík þeim., sem Sjálfstæð- isflokkurinn hafði, þá er hann var í minnihluta. Hefði því mátt ætla, að hinn nýi meirihluti fagnaði slíkum breytingum á vinnubrögðum minnihlutans. En það var nú öðru nær. Sjálf- stæðismennirnir og Jón 5. gátu ekki hugsað sér að samþykkja, að byggingu vöruskemmanna yrði hraðað eftir því, sem frek- ast er hægt. Það var svo fjarri þeirra hugsunarhætti, að þeir vísuðn tillögunni frá. Og ekki vildu þeir heldur samþykkja að hraða sem mest mætti verða byggingu smábátabryggjunnar. Nei, hraði í framkvæmdum ir slíkir, að þá þurfti útsvör 6 ára til þess að greiða skuldirnar. Þessi er munurinn á stjórn Alþýðuflokksins og íhalds- ins. Og það er kannski ekki nema von, að ótti og tauga- titringur, ofsi og upphrópanir, fari um íhaldsherbúð- irnar, þegar á borðinu liggja staðreyndir, eins og að eignir bæjarsjóðs hafi meira en tvöfaldast á síðastliðnu kjörtímabili bæjarstjórnarinnar. Það eru slíkar stað- reyndir, sem stinga á íhaldsblöðrunni og taka úr henni vindinn. má ekki verða, jafnvel þótt það sé hægt. Tillögunni um dráttarbraut- ina var vísað til hafnarnefndar. En fjórðu tilögunni um það, hvernig skuli leitað eftir fjár- magni til hinna aðkallandi hafn- arframkvæmda, var vísað frá. Hinn nýi bæjarstjórnarmeiri- hlnti virðist því, af þessu að dæma, ætla að sýna sama sinnu- leysið og ábyrgðarleysið í bæjar- málum Hafnarfjarðar og minni- hluti Sjálfstæðisflokksins sýndi áður. Stórbættar... (Framhald af bls. 1) áður var og veitir almenningi miklu fullkomnari bætur en þa gerðist. Enn er unnið að breytingum og Iagfæringum á þessari lög- gjöf í milliþinganefnd, og er til- lagna frá henni að vænta i byrjun næsta árs.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.