Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Oi'isóknarherferðiii heldur út'ram \ú er það Þórður — Hrer verður næistur? Þau fáheyrðu tíðindi gerð- ust á síðasta bæjarstjómar- fundi, að íhaldið hér í bæ lét Jón 5. samþykkja með sér að leggja niður istarf fram- færslufulltrúa bæjarins. Er engu líkara en meirihlutinn í bæjarstjóminni hafi viljað undirstrika með þessum að- gerðum sínum hug sinn til þeirra, sem minnst mega sín. Og tíminn er einnig smekk- lega valinn, þ. e. a. s. sjálfur jólamánuðurinn. Starf framfærslufulltrúa Hafnarfjarðarbæjar var þeg- ar tekið upp fyrir valdatöku Alþýðuflokksins í bæjar- Stjórn. Ihaldsmennirnir fyrir 1926 sáu þá þegar þörfina fyrir þennan starfsmann bæj- arins, en síðan hefur bærinn stækkað og margfaldazt, og framfærslufulltrúinn þess vegna greitt götu æ fleiri bæjarbúa. En nú skal sú þjónusta skert. Hafnfirzka íhaldið í dag er enn hatramm- ara og þröngsýnna en það var 1926, og fannst mönnum þá þó nóg um, sem vonlegt var. Það var vitað áður, að íhaldinu hér er Iítið um Þórð Þórðarson gefið. Hann hefur orðið að þola það, sem marg- ir mætir borgarar þessa bæj- ar hafa orðið að þola, að vera hundeltur og níddur af íhaldinu. En þetta hefur ekkert bitið á Þórð. Verk haiis hafa talað gegn mold- viðri íhaldsins. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryllzt í ofstæki sínu og vill nú hefna sín á Þórði með því að hrekja hann úr starfi. Og það var nú kannski ekki annað en það sem vænta mátti af Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. En menn vænta þess, að hann gerði það þá beint og krókalaust, í stað þess, eins og nú er komið í ljós, að níðast um leið á þeim, sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu, svipta þá þeirri þjónustu sem þeir hafa notið undanfarna ára- tugi. Sá verknaður er verri en menn höfðu vænzt, jafnvel af Sjálfstæðisflokknum hér í Hafnarfirði. Hinar ofsafengnu pólitísku atvinnuofsóknir íhaldsmann- anna hafa vakið reiði og furðu bæjarbúa, eins og áð- ur er sagt, og er nú algeng- ast að maður spyrji mann: HVER VERÐUR NÆST- | UR? MENN hafa verið að sptjrja: Hvers vegna fer ekkert starf fram hjá Æskultjðsráði Hafnarfjarðar? Hvers vegna eru engin námskeið eins og í ftjrra? Hvers vegna er ekki hús- njmið í t. d. Öldutúnsskólanum, þar sem sjóvinnunámskeiðið og mosaiknámskeiðið voru í ftjrra, notað til sams konar starfsemi nú? Hvers vegna liggur allt æskulýðsstarf á vegum bæjarins niðri? — Svarið er einfaldlega það, að bæjarstjórnin hefur ekki einu sinni haft svo mikið við að skipa æskuhjðsráð bæjarihs. Sýnir þetta dæmi m. a. Img hinna nýju bæjanjfirvalda til bæjar- æskunnar. Það er því ekkert undarlegt, þótt menn með þvílíku hugarfari sýni ftjrirhuguðu æskuhjðs- og tómstundaheimili ftjllsta tómlæti, ef ekki beina andstöðu. ★ MIKLAR Itreinsanir og stórorrustur eru nú háðar innan Sjálfstæðisflokksins hér í bæ, sem m. a. hafa komið fram í því, að Matthías A. Mathiesen felldi Stefán fónsson, forseta bæjarstjórnar, úr formannssessi í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks- ins. Virðist Matthías vera að reyna með þéssu að treysta aðstöðu sína til þess að hljóta sæti ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor. ★ ÞAÐ ER ekki laust við, að hinir heiðarlegri íhaldsmenn liér í bænum beri nokkurn kinnroða, þegar atvinnu- ofsókn íhaldsins á hendur Þórðar Þórðarsijni ber á góma, svo og niðurfelling á starfi framfærslufulltrúa. Vefst þeim þá tunga um tönn, en segja síðan: „Við gátum ekkert að þessu gert. Fram- sókn vildi þetta endilega. Og eitthvað verða nú Framsóknar- menn að hafa upp úr samstarfinu. Einhverju verður hún þó að fá að ráða, eða a. m. k. að halda að hún ráði.“ Það var og, Framsóknarmenn. \yi meirihlutinn vísar frá að hraða hafnar- framkvæmdum Á síðasta bæjarstjórnarfundi báru bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins fram fjórar tillögur um hafnarmál Hafnfirðinga. Alþýðu- flokkurinn hefur alltaf haft skýra og afdráttarlausa stéfnu í hafn- armálunum, eins og glöggt kom fram í stefnuskrá flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Þar markaði Alþýðuflokkurinn stefnu sína, en á sama tíma sat Sjálfstæðisflokkurinn ráðlaus og stcfnulaus og sveikst undan þeirri sjálfsögðu skyldu sinni, að birta stcfnuskrá og segja þannig kjósendum sínum, hvað hann hygðist gera eftir kosningarnar. Enda hefur eftirleikurinn hjá íhaldinu orðið eftir því: ráðleysi og framkvæmdaleysi. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins báru fram eftirfarandi til- lögur á fundi bæjarstjórnarinnar hinn 4. desember s.l.: 1. Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarnefnd að hraða eftir því sem frekast er hægt byggingu fyrirhugaðrar vöru- skemmu og uppfyllingar í norðurhöfninni. Kjördæmisráðsfundur Fundur var haldinn í Kjör- dæmaráði Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi sl. sunnu- dag. Þar fluttu ráðherrarnir Em- il Jónsson og Guðmundur I. Guðmundsson fróðlegar ræður um stjórnmálaviðhorfið. Stjórn kjördæmaráðsins var endurkjör- in, en hana skipa: Þórður Þórð- arson, form., Axel Benedikts- son, ritari, og Ásgeir Einarsson, gjaldkeri. Mikill áhugi ríkti á fundinum. 2. Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarnefnd að hraða sem mest má verða fyrir- hugaðri smábátabryggju og smábátahöfn í suðurhöfninni. Á Hlífarfundinum hinn 10. desember s.l. lýstu fundarmenn andúð sinni á atvinnuofsóknum Sjálfstæðisflokksins hér í bæn- um. Töluðu þar m. a. nokkrir flokksbundnir Framsóknannenn og voru ómyrkir í máli um þennan samstarfsflokk Fram- sóknar í bæjarstjórninni. Meðal þeirra var Markús B. Þorgeirs- son og þótti fundarmönnum ýmsar upplýsingar í ræðu hans hinar fróðlegustu. Hann sagði m. a.: „. . . Það var klukkan 8 að 3. Bæjarstjórn samþykkfr að fela hafnarnefnd að hefja nú þegar nauðsynlegan undir- búning og áætlun um bygg- ingu dráttarbrautar á vegum Hafnarfjarðarhafnar, sem geti tekið upp allt að 500 rúm- lesta skip. Ennfremur sé gert ráð fyrir í þeim áætlunum að byggja nauðsynlega hlið- argarða og nauðsynlegar byggingar. 4. Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarnefnd og bæjar- stjóra að afla nauðsynlegrar aðstoðar ríkisstjórnar um ríkisframlag o. fl. til framan- greindra hafnarframkvæmda. Ennfremur sé þeim falið að leita eftir nauðsynlegum lán- um og meðal annars að sækja um lán af því fé, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt að taka að láni í Englandi og (Framhald á hls. 6) morgni. Hlíf hafði boðað sam- úðarverkfall með verkalýðsfé- lögum Suðurnesja. Verið var að lesta fisk á vegum Þorleifs Jóns- sonar í erlend fiskmóttökuskip, er hér var í höfn. Bílaröð Suð- urnesjamanna náði orðið að búð Jóns Mathiesen kaup- manns. Allir voru bílar þessir fullir af fiski. Þá víkur Þor- Icifur sér að Hermanni Guð- mundssyni, sem þá var formað- ur Hlífar eins og í dag, og segir: „Þú ert ákveðinn að láta bílana (Framhald á bls. 7) „Leiðir þeirra fara ekki saman^ *XM*x*xxxxxxM*WXM***M****:*X*x**:*:*J*:#y*****J*:******x********»**M*:****M**:*X*>. Þeir íá kauphækkun! Það verður ekki annað sagt, en hinir ungu forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði kunni lagið á því að koina sér vel fyrir á þeim stöðum, þar sem þeir geta skákað í skjóli meirihlutaaðstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri fær rúmar -16 þúsundir króna í föst mánaðar- laun og samkvæmt upplýsingum Páls V. Daníelssonar á svo bæjarstjórinn að fá að auki ýmsar aðrar greiðslur, svo seni niður- jöfnunarnefndarlaun o. fl. Og svo sam- kvæmt sömu heimild, auðvitað kauphækkun við fyrsta tækifæri. Það er ekki nema sjálf- sagður hlutur, segir Páll. Svipuð laun munu Ottari Hanssyni ætl- uð, framkvæmdastjóra bæjarútgerðarinnar. Þessum ungu mönnum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn Sótti til Reykjavíkur til þess að hafa í forystu um bæjarmál Hafnarfjarðar, er þannig óneitanlega vel borgað fyrir störf sín í þágu Hafnfirðinga. Og nú vill Matthías Á. Mathiesen, al- þingismaður og sparisjóðsstjóri, ekki vera minni maður. Hann vill ekki þola það, að hann verði neinn eftirbátur Reykvíking- anna í kaupkröfupólitíkinni. Ilann mun hafa sótt það mjög fast að fá verulega kaup- hækkun í Sparisjóðnum og fékk hana eftir nokkurra vikna þjark og þref. Kaup hans mun nú vera 15 þúsund krónur á mánuði og að auki þúsund króna bílastyrkur á mánuði. Það verður ekki annað sagt en þessar greiðslur til alþingismannsins séu mjög rausnarlegar, þegar þess er gætt, að Matthías vinnur ekki í sparisjóðnum nema hálft starf mikinn hluta ár.sins, vegna starfa sinna á alþingi. Þegar þingfararkaupið og aðrar aukagreiðslur bætast svo við þessi laun Matthíasar, þá munu mánaðarlaun hans nema á milli 20—30 þúsunda króna. Nú er eftir að vita, hvort ráðamenn bæj- arins og sparisjóðsins sýna öðrum starfs- mönnum sínum sarns konar rausn og áður- greindum forstöðumönnum og liækki laun þeirra eftir sömu hlutföllum. Eða er bæjar- búum kanski ætlað að horfa á með auð- mýkt og virðingu með tvær hendur tómar, glaðir í hjarta sínu yfir því að þegar bet- ur sé að gáð, þá séu það reyndar þeir, sem greiða kauphækkanir þessara stór- menna? t3*3*3*3*3*3*3*3*3*3«3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*3*#3**3*3«3*3«3***J3*3*3*3«3*3**3*j*3*:*j*3«*3*3*;***j*3«3*3*j*j«3*3*:**j*3«3«3*3*3*3*

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.