Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Page 14

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Page 14
14 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR >'ÞF,ÓT^ ✓ - Músík&Sport |) Reykjavíkurveg 60 52887-54487 o; Gleöilegjól við ____ Reykjavíkurvegi 50 M’ALNUR^ 220 Hafnarfirði Sími50230 aíaésaíia;- Gólfdúkur, Veggstrigi, Málningarvörur, Hárblásarar, Hárliðunarjárn og ýmsar Rafmagnsvörur tilvaldar til jólagjafa Gleöileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða HÚSGAGNAVERSLUNIN DÚNA Síðumúla 23 - Sími 84200 Gleöileg jói Farsælt komandi ár Þökkum viöskiptin á árinu sem erað líða SIGURÐUR OG JÚLÍUS Byggingarverktaki - Sími 52172 Viðtalstími bæjarfulltrúa Eitt af því sem Alþýðuflokk- urinn lagði mikla áherslu á fyrir bæjarstjórnarkosningar- nar í vor var að auka og efla sambandið á milli bæjaryfir- valda og íbúa bæjarins al- mennt. Var þá á það bent, að yfirvöld bæjarins gerðu litið til þess að gefa bæjarbúum kost á að fylgjast með því sem væri helst á döfinni í bænum á hverjum tíma, að ekki væri nú talað um tækifæri fyrir hinn al- menna bæjarbúa í hinum ýmsu bæjarhverfum til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld og afstöðu sinni til hinna ýmsu fram- kvæmda, sem snerti þá sérstak- lega. í samræmi við þetta fluttu bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins þeir Hörður Zóphaníasson og Jón Bergsson eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi hinn 7. nóvember síðastliðinn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur áhuga á að auka og efla samband og upplýsingastreymi milli bæjaryfirvalda annars vegar og bæjarbúa hins vegar. Með tilliti til þessa sam- þykkir bæjarstjórn eftirfar- andi: a) Upp skulu teknir vikulegir viðtalstímar tiltekinn dag og tiltekinn tíma. Þessir við- talstímar skulu vera fyrir hinn almenna bæjarbúa og skulu bæjarfulltrúar skipt- ast á um að vera í þessum viðtalstímum, tveir í hvert sinn. í þessum viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að koma á framfæri við bæjar- stjórn áhugamálum sínum eða spyrjast fyrir um fyrir- ætlanir og framkvæmdir ýmissabæjarmála. Skráð skulu í þar tilgerða bók nöfn og erindi þeirra sem koma og skal sú skýrsla liggja frammi á næsta bæjar ráðsfundi á eftir, þar sem bæjarráði gefst tækifæri til að fjalla um hana, ef því finnst ástæða til. Bæjarráði og bæjarstjóra er falið að skipuleggja þessa viðtalstíma og koma þeim á. b) Bæjarstjóra í samráði við bæjarráð er falið að undir- búa og skipuleggja opinbera fundi í hinum ýmsu hverf- um bæjarins í mars og apríl 1979, þar sem íbúum við- komandi hverfa er kynnt hvað helst sé á dagskrá hjá bæjaryfirvöldum sem sér- staklega snertir hverfið og íbúa þess. Jafnframt gefist þátttakend- um þessara funda tækifæri til þess að koma fyrirspurn- um á framfæri við bæjar- yfirvöld, svo og ýmsurn þeim hugmyndum sem þeir kunna að hafa um það sem til framfara horfir í hverf inu.“ Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs en kom aftur til bæjarstjórnar á fundi 5. des- ember síðastliðinn. Þar lagði bæjarráð til að tillagan yrði samþykkt með þeim breyting- um, að viðtalstímar skyldu verða hálfsmánaðarlega í stað vikulega og að hverfisfundirnir skyldu verða á tímabilinu mars til maí 1979. Var tillagan sam- þykkt samhljóða þannig breytt. Hafnfirðingar athugið Bókin Bœr í byrjun aldar er uppseld, en af bókinni 100 Hafnfirðingar I og II eru enn nokkrar bækur óseldar. Þeir sem hafa hug á að eign- ast þessar bækur eða gefa þær í jólagjöf geta fengið þær keypt- ar hjá mér. Magnús Jónsson, Skúlaskeiði 6, Sími 52656 TIL LESENDA! Alþýðublað Hafnarfjarðar bið- ur lesendur sína afsökunar á þeim leiðu villum, sem eru á bls. 9. Vegna þess hve mistökin komu seint í Ijós, reyndist ekki unnt að leiðrétta þessar leiðu villur. — Ritstj. eik Strandgötu 31 Hafnarfirði Simi 53534 Höfum œtíð ó boðstólum þoð nýjasta, sem er að ske í tískuheiminum. Fyrir dömur og herra. Sportjakka, peysur, skyrtur, buxur Jólin nálgast

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.