Morgunblaðið - 03.08.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 03.08.1960, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik’udagur 3, ágúst 1.96.0 «r Týndir Washington, 2. ágúst (NTB) TVEIR ungir Bandaríkja- menn, sem starfa við upp- lýsingaþjónustu hermáiaráðu neytisins í Washington, hafa horfið. Bandaríkjamennirnir, Wiliiam Martin og Vernon Mitchell, fóru í siumarleyfi í lok júnímánaðar sl. og sögð- ust þá ætla til Kyrrahafs- strandarinnar. Rannsókn hermálaráðuneyt isins hefur leitt í ijós að þeir fóru aldrei til Kyrrahafs- strandarinnar, en fóru með bandariskri flugvél til Mexi- kó hinn 25. júlí. Talið er sennilegt að þeir hafi farið þaðan tii Havana á Kúbu. Martin og Mitchell eru báðir stærðfræðingar og hafa unn- ið við upplýsingadeild her- málaráðuneytisins frá því ár- ið 1957. 'y~NA /5 hnútar | SV 50 hnúfar X Snjókoma 9 05i \7 Skúrir K Þrumur Vsra'bi. 1 Kuldaskll Hitaski/ H Hm» L Lrngi I GÆR var hæg suðlæg átt hér á landi, léttskýjað á Austfjörð- um og Norðausturlandi, en dumbungsveður með nokkurri rigningu á vestanverðu land- inu. í innsveitum norðanlands varð víða hlýtt síðdegis. Klukk an þrjú voru 19 stig á Akur- Tvö norsk sildarflutningaskip hefja síldarflutn- inga af austur- miðum Síld fyrir austan — dautt nyrðra SÍLDARVERKSIVÍIÐJURN- AR á Hjalteyri og Krossa- nesi hafa tekið á leigu tvö norsk skip til síldarflutninga af fjarlægum miðum til verk- smiðjanna. Kom það fyrra, „Aska“, til landsins sl. laug- ardag og hófst löndun í það á Seyðisfirði í gær. En hitt, „Basto“, hefur sennilega lagt af stað til íslands í gær og getur þá verið komið til Seyð- isfjarðar eftir 2—3 daga. Eru þar með hafnar fyrstu til- raunir til að láta sérstök flutn- ingaskip taka við síldinni af síldveiðibétunum og losa þó þannig við töfina, sem af þvi leiðir af þurfa að sigla langar leiðir til verksmiðjanna. Hafa verksmiðjurnar styrk frá Al- þingi og frá Í'iskimálasjóði til þessara tilrauna. Á áttunda tímanum i gær- kvöldi fór „Aska“ að taka á móti síid á Seyðisfirði. Fjögur skip höfðu þá tilkynnt, að þau myndu losa um horð í skipið, sem getur athafnað tvo samtímis. Skipin voru Heimir SU með 850 mál, Sunnutindur SC með 600, Stíg- andi ÓF með 500 og Helga ÞH með 500. Taka 3500 mál hvert „Jolita“, skipið sem upphaf- lega hafði verið leigt til þess- ara síldarflutninga í sumar tafð- ist í viðgerð og þar sem líða tek- ur á síldarvertíð flaug Vésteinn Guðmundsson, verksmiðjustjóri á Hjalteyri utan um miðjan mán- uðinn og fékk „Aska“ í staðinn, en það hefur fram að þessu ver- ið í síldarf 1 utningum fyrir Norð- menn. I viðtali við blaðið í gær kveðst Vésteinn áætla að hvort skip geti flutt 3500 mál síldar. Er ætlunin að þau liggi í land- vari fyrst um sinn þar sem síld- ar er helzt von, og verði landað yfir í þau með „grabba" úr síld- veiðibátunum. Meðan síldin er fyrit austan jand, mun ferðin frá síidarverksmiðjunum eftir síld- inni alltaf taka þrjá sólarhringa, jaínvel þó flutningaskipin fái strax fullfermi er á miðin er keuuið. Aðeins komin 14500 mál Til samanburðar má geta þess að afköst Hjalteyrarverksmiðj- unnar eru 9000 mál á sólar- hring, ef allar vélar eru í gangi, og full afköst Krossanesverk- smiðjunnar upp undir 5000 mál á sólarhring. 1 sumar er Hjált- eyrarverksmiðjan þó aðeins bú- in að fá 14600 mál síldar. ^ A báðum skipunum verða norskar áhafnir, en Finnur Daníelsson, skipstjóri, er um borð í „Aska“ og sér um af- greiðsluna. £ eyri, 17 á Egilsstöðum, 16 í Möðrudal og 15 á Sauðárkróki. Á Seyðisfirði a.m.k. komst hitinn upp í 20 stig. í sunnanverðri Skandínavíu var hlýtt meginlandsloft, sem komið var austan yfir Eystra- salt, f Osló var 27 stiga hiti og Stafangri um hádegið, eins og sjá má á veðurkortinu. í Mið- Svíþjóð var þrumuveður. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Norðurlands og SV-mið til Norðurmiða: Hæg- viðri ,skýjað, en úrkomulítið. NA-land og Austfirðir, NA- mið: Hægviðri, úrkomulaust og víða léttskýjað. SA-land, Austfjarðamið og SA-mið: Hægviðri, skýjað en víðast úrkomulaust. Höfðu góð áhrif FULLYRÐA má að hinar stöðugu orðsendingar til ökumanna, um verzlunarmannahelgina, hafi haft góð áhrif á umferðina á veg- unum. Engin meiriháttar óhöpp urðu. Og hjá umferðardómstóln- um hér í Reykjavík, lá ekki fyrir neinn tiltakanlegur fjöldi ákæra fyrir of hraðan akstur eða þess háttar, er dómstóllinn tók aftur til starfa í gærmorgun. Nei, það hefur oft verið meira að gera eftir venjulega helgi, sagði einn af starfsmönnum dómsins í gær í símtali við Mbl. I GÆRDAG fréttist um vaðandi síldartorfur 35—40 mílur suð- austur af Gerpi á Reyðarfjarðar- djúpinu. Nokkur skip höfðu þeg- ar kastað, þegar síðast fréttist, og tilkynnt komu sína tii lands með saltsíld. I gær var nokkur veiði austan- lands, en fyrir norðan mátti alit heita dar.tt. ★ NESKAUPSTAÐUR, 2. ágúst. — 17 skip komu hér að í dag með um 7000 mál og tunnur. Þessi voru aflahæst: Hjálmar NK 800 mál og tunnur, Stefán Ben NK 700 mál og tunnur, Srnári TH 600 mál og Húni HU frá Skagaströnd 560 mál. Svo mikil síld hefur borizt að undanförnu, að síldarverksmiðj- an hefur ekki undan að bræða. Eru því þrærnar næstum alltaf fullar. Gífurleg vandræði eru með geymslu á mjöli, þar eð skemma verksmiðjunnar er allt of lítil, svo að mjölinu hefur orðið að koma fyrir víðs vegar í bæn- um, þ. á. m. í húsum, sem eru í smíðum, svo sem Félagsheimil- inf og Gagnfræðaskólanum. Þetta hefur að sjálfsögðu mikinn auka- kostnað í för með sér ,sem varla var á bætandi vegna hins lága Á FÖSTUDAGINN var komu nokkrir ferðagarpar frá Húsa- vík, Akureyri og Mývatnssveit og venjast loftslaginu — efi ekki lengri tíma. En það var frólegt og gagnlegt að kynn- ast því sem fyrir augun bar í þessari för. — Ertu með annað skákmót í huga? — Nei, sagði Friðrik. Og hér skýrði hann frá þvi sem til tíðinda telst: — Ég ætla að átta mig dá- lítið á hlutunum, — um fram- tíð mína hef mjög í hyggju að að hvíla mig á skákíþróttinni — helzt algjöra hvíld. — Þú ætlar að gefa þig að lögfræðinni? Ég er að visu innritaður í lögiræði við háskólann, en um þetta allt þarf ég að gefa mér tíma til að hugsa gaum- gæfilega. Annars gæti ég verið að tefla á ýmsum mót- um, t. d. Olympíumótinu, fram til næstu áramóta. En nú má ég ekki vera að þessu, þarf að sækja pabba. — Vertu blessaður. Þar með var hinn 25 ára gamli stórmeistari rokinn af stað. , mjölverðs. Stór mjölskemma er í smíðum, en ekki var hægt að hefja smíði hennar, fyrr en mjög seint, vegna þess hve erfiðlega gekk að fá lán til hennar. Sagt er, að enn reynist erfitt að afla lánsfjár til að Ijúka byggingu hennar, en leysist þetta vandamál ekki fljótlega, má búast við því, að verksmiðjureksturinn dragist nokkuð saman eða stöðvist jafn- vel alveg, því að allir mjöl- geymslustaðir, sem til greina gætu komið, eru að fyllast. Lýsisgeymar verksmiðjunnar eru líka næstum fullir, en í dag eru hér 2 skip, sem taka síldar- lýsi. Það er norskt skip, sem tekur um 200 tonn og Kyndill, sem tekur um 650 tonn. Lýsið verður flutt til geymslu í Vest- mannaeyjum. — S.L. Aðrar fréttir Á Seyðisfirði komu 4 bátar með alls 2450 mál í gær (þriðjud.). Það voru Heimir, Sunnutindur, Stígandi og Helga. Síldarflutn- ingaskipið Aska tók við þeim afla handa Eyjafjarðarverksmiðjun- um (sjá frétt annars staðar í blaðinu). í gær var saltað í 400—• 500 tunnur. Allar þrær eru fullar. Frh. á bls. 18. úr öræfaferð. Höfðu þeir meðal annars farið yfir Þjórsá a gúminíbáti. 29. júlí kom Ferðafélag Húsa- víkur úr sjö daga ferð um há- lendið. Farið var suður Bárðar- dal og um Sprengisand í Jökul- dal í Tungnafellsjökli. Þaðan var haldið suður að Þjórsá og farið yfir hana á gúmmíbáti skammt fyrir norðan Eyvindar- ver. Síðan var gengið vestur að Arnarfelli hinu mikla við Hofs- jökul og gengu flestir leiðang- ursmenn á fellið. Uppi á fells- brún hittu þeir hóp af ófleygum gæsum, sem nutu hins fagra út- sýnis þaðan. Sólskin var og svo mikill hiti þarna, að fólkið gekk eins léttklætt og kostur var a velsæmis vegna. Frá Þjórsá var farið að vatnaskilum í Vonar- skarði og þaðan um Ódáðahraun hjá Trölladyngju að Öskju og í Herðubreiðarlindir, en þar var gist í hinu ágæta sæluhúsi, áður en haldið var heim um Mývatns- sveit. Nokkrir Akureyringar og Mývetningar voru með í för Húsvíkinga. Aðalhvatamaður þess, að farið var á Arnarfell, var Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði. Hafði hann með sér gúmmi bátinn og ferjaði yfir Þjórsá. Einnig fór hann og 3 Akureyr- ingar á bátnum yfir Jökulsá í Krepputungu. —■ Þátttakendur voru mjög ánægðir með ferð- ina, þótt nokkuð rigndi norðan jökla. — Jóhannes. - RB-47 Frh. af bls. 1 bandaríska sendiiherrans í Moskvu. Sovétríkin hafa áður sent Bandaríkjunum tvær orðsend- ingar vegna þessa atburðar, hinn 11. og 15. júlí, þar sem borið var á móti þeirri ásökun Bandaríkjanna að flugvélin hafi verið á flugi yfir opnu útíhafi. Tveir af sex manna áhöfn vél- arinnar eru á lífi, og segja Rúss- ar að þeir, verði dregnir fyrir dóm fyrir brot á rússneskiun lögum. 0 0 0 0 0*0 0 '0 0:0 0..0 0;0,0 0 0000t& 0.0.0 Friðrik œtlar að hvíla sig á skák FRIÐRIK Ólafsson stórmeist- ari, er kominn heim úr S- Ameríkuför sinni, — af skák- mótunum í Mar del Plata og síðast í Buonos Aires. Ég flýtti mér heim. til þess að ná í sumarið því þar suður frá var vetur ríkjandi, að vísu nokkuð öðru vísi, en þegar Vetur konungur ríkir hér hjá okkur, sagði Friðrik, er tíð- indamaður frá Mbl. hitti hann í gærdag úti í Austurstræti, í rigningunni. — Rigndi hann ekki alltaf í Buones Aires úr því þar var vetur? — Nei, það rigndi ekki mik- ið? — Og hvað er um skákför- ina að segja Friðrik? — Það geta ýmsir þátttak- enda verið óánægðari en ég. Þar suður frá er loftslagið allt annað en ég hef áður kynnzt og líklega þarf maður að vera þarna í eitt ár til þess að venjast því. Það verk aði þannig á mann að þreytu gætti fljótt og eitthvert slen yfir manni, en þetta stafaði frá röku loftslagi. — Og hvað var nú bezta skákin í suðurförinnx? __ Ég hef ekki stúderað þær svo að ég geti um það sagt. En beztu skákina mína tel ég þá er ég telldi a dögun- um við Benkö. — Og hvaða stórmeistari er þér minnisstæðastur frá þessu móti? Það er Reshevsky. Hann er eitilharður. Hann og þeir sem efstir voru á mótinu voru vel að sigrinum komnir og úrslit- in sanngjörn. — Ætli skákáhugi sé al- mennur í Suður-Ameríku? — Nei, ekki mun hann vera að neinu ráði. Það eru „gamlir Evrópumenn", sem einkum ber á í Argentinu, þó að skákkunnátta sé svo al- menn að nærri því hver maður þekkir mannganginn. — Víða flækist landinn, — ekki hefur þú hitt neinn í þínu langa ferðalagi? — Jú, ég hitti Hafnfirðing einn sem hefur búið í Argen- tínu í nokkra áratugi, í bæn- um Rosario við Plata-fljótið, og heitir Ingimúndur Guð- mundsson, 55 ára, kona hans er spænsk. Hann er bókhald- ari í verksmiðjuskrifstofu og er eitthvað skyldur Emil Jónssyni ■ ráðherra. — Þá var ég á heimili verksmiðjueig- andans Gravenhorst í Buenos Aires meðan ég var þar, en kona hans er íslenzk, Erla Magnúsdóttir. — Og hvernig líkaði þér við fólkið? — Það er að öllu leyti svo ólíkt okkur Evrópu mönnum, að það tekur sennilega jafn- langan tíma að átta sig á því + + <*****■*<++ Á gúmmíbáti yfir Þjórsá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.