Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 10

Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 10
10 M O P n ri v 7> r 4 n 1Ð Miðvikudagur 3. águst 1960 fltrgiuit , Otg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VOPNAÐ HLUTLEYSI ¥|ESSA dagana er íslenzka *■ kommúnistamálgagnið í hinum mesta baráttuhug fyr- ir hlutleysi, og sl. sunnudag gerir það tilraun til að líkja hlutleysisstefnu sinni við stefnu Svía og Finna í land- varnarmálum. Er því rétt að bera lítillegá saman stefnu þessara ríkja annars vegar og íslenzkra kommúnista og hinna nytsömu sakleysingja, sem þeim fylgja að málum, hins vegar. Svíar og Finnar verja, sem kunnugt er, gífurlegu fé til landvarna. Eru hernaðarút- gjöld þeirra sízt minni en þeirra þjóða, sem saman eru í hernaðarbandalögum. Þessar þjóðir reyna þannig að tryggja fullveldi sitt með miklum vopnabúnaði, en treysta ekkert á hlutleysis- yfirlýsingar. Um Finna er það að segja, að það er á almannavitorði, að hinn austræni nágranni þeirra beitir þá þvingun til að koma í veg fyrir að þeir hafi náið samstarf við vestrænar lýðræðisþjóðir. Hefur þetta glögglega sannazt að undan- fömu í sambandi við tilraun- ir Finna til þátttöku í hinu nýja fríverzlunarsvæði. Og að því er herbúnað Finna varðar, þá blandast víst eng- um hugur um það, hvorki þar í landi né annars staðar, hverjum óvinum sá her kynni að mæta, þótt vona verði að til slíkra hörmunga dragi ekki oftar. Því er aftur á móti svipað farið með Svía eins og Sviss- lendinga, að þessar tvær þjóðir hafa um langt skeið haft hinn öflugasta herbúnað, sem þekkist meðal smærri ríkja. Lega þessara landa hefur verið þeim nokkur. trygging fyrir því, að þau.' drægjust ekki inn í hernaðar- átök. Þó hefur öllum verið það ljóst, að það var fyrst og fremst herstyrkurinn, sem forðaði-þeim frá innrásum í styrjöldum. Þótt máttugri óvinir hefðu vafalaust getað sigrað þessi ríki, þá töldu þeir þýðingu þeirra ekki svo mikla, að fórnandi væri þeim herstyrk, sem þyrfti til að sigra þau. Reginmunur er á óvopnuðu hlutleysi, sem hlyti að verða hlutskipti okkar íslendinga, ef við ryfum tengslin við At- lantshafsbandalagsríkin og hinu vopnaða hlutleysi þess- ara ríkja. Hlutleysisyfirlýs- ingar eru einskis nýtt papp- írsgagn, ef þeim er ekki hægt að fylgja eftir með herstyrk. Þétta vita allir menn og líka þeir sem hér berjast fyrir hlutleysi, enda er barátta þeirra einmitt háð vegna þessarar vitneskju. UTAN UR HEIMI Farangursgeymslan var of lítil, BILAR TiTÚ um verzlunarmanna- -*•’ helgina streymdu þús- undir höfu.ðborgarbúa og íbúa annarra bæja út um landsbyggðina til að njóta hvíldar og hressingar. Voru þá flest farartæki notuð og sum býsna fornfáleg. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda veitti viðgerðarþjónustu á vegum úti, útvarpað var um- ferðarþáttum og aðvörunum og auglýsingum frá Slysa- varnaríélagi íslands. Allt er þetta góðra gjalda vert, þótt ekki hefði sakað að sumar auglýsingar Slysavarnarfé- lagsins hefðu verið skynsam- legar orðaðar. Meðal þess, sem flestar fjölskyldur þrá að eignast, er lítill fjölskyldubíll. Samt er eins og allir stjórnmálamenn séu sammála um, að bifreiðar bera að skattleggja sem hinn versta munaðarvarning. — Vegna hinna gífurlegu inn- f flutningsgjalda á bílum, er svo haldið við hér á landi 20—30 ára gömlum skrjóðum. Er vissulega tímabært að hugleiða, þegar áhrifa við- reisnarinnar fer að gæta og allur almenningur að búa við bætt kjör, hvort ekkí væri rétt að lækka gjöld á bifreið- um, svo að allur fjöldi manna gæti eignast lítinn bíl. En jafnvel þótt menn vilji að ríkið hirði áfram jafnmikil gjöld af bifreiðanotkun og nu á sér stað, þá væri samt full ástæða til að lækka innflutn- ingsgjöldin. —• - Tekjumissinn mætti bæta ríkinu með því að hækka heldur benzínverðið, sem þrátt fyrir allt er hér lægra en í nágrannalöndun- um. Þannig yrði komizt hjá þeim gífurlegu útgjöldum, sem samfara eru því að halda við úr sér gengnum bifreið- um. Er ekki vafamál að þjóð- hagslega væri það mun hag- kvæmara, og samhliða mundi öryggi stórum aukast. Keypti kádilják Kaupm.hðfn PRINSINN af Kuwait, hans hátign Sheikinn Abdallah Murabak Al-Sabah, kom - i heimsókn til Kaupmanna- hafnar í lok síðasta mánaðar. — Hann kom til Kaupmanna- hafnar í aukavagni, sem tengdur var við járnbráutina frá Hamborg, og hélt rak- leitt til Tre Falke hótelsins, því þar hafði einn ættingja hans búið í fyrra. Úr þvi ættinginn hafði mælt með hótelinu varð sheikinn að búa þar, jafnvel þótt hann fengi aðeins eitt tveggja manna herbergi, að vísu það stærsta sem hótelið hafði upp á að bjóða, auk minna herbergis, til að matast í. Eftir þriggja daga dvöi í Kaup mannahöfn, ók sheikmn til Stokkhólms, þar sem hann ætl. ar að dveljast í tvo daga. Hætti við að sigla Ætlunin hafði verið að sigla til Stokkhólms, og í Kaupmanna höfn hafði hann árangurslaust reynt að kaupa eða fá leigða skemmtisnekkju með áhöfn. En löngun hans til að sigla hvarf þegar honum var sýnt hvar Stokkhólmur var. Hann hafði haldið að borgin væri rétt hinum megin 'við sundið. Á meðan Sheikinn dvaldist í Kaupmannahöfn fékk hann tæki færi til að fara í búðir. Einn daginn mætti hann á bifreiða- sölu Andersen & Martini og keypti þar stærstu Cadillac-bif- reiðina, sem unnt var að fá, þótt honum þætti farangursgeymslan helzt til lítil, en bifreiðin kost- aði 125 þúsund danskar krónur (ísl. kr. 691 þús.) Væn ferðataska En vegna þess hve farangurs geymslan var lítil, svipaðist hann betur um og keypti síðan tvær Opel Caravan bifreiðir undir farangunnn. Sheikinn er á ferð um Evrópu í einkaerindum. í farangri hans er stór ferðataska, sem er full af dollaraseðlum, og er þeim skipt í búnt þegar þarf að gera inn- kaup eða borga reikninga. Samkvæmt dönsku blöðunum er sheikinn mjög hrifinn af Dan- mörku og danskri byggingarlist. Hefur hann samið við danska arkitekta um að teikna hótel- byggingu í Kuwait og íbúðarhús fyrir fjölskylduna í Sviss. Ekki er þó endanlega ákveðið hvort úr þessu verður, en Danir vona að ekki fari eins og þegar sheik- inn hafði pantað bifreið af gerð- inni Rolls Royee og skyldi vatns- kassahlíf hennar vera úr skíru gulli. Þegar afhenda átti bifreið- ina, neitaði hann algjörlega að taka á móti henni, þvi maður- Abdallah prins af Kuwait inn, sem kom með hana, var svo ófríður. Góð daglaun! Prinsinn er elzti sonur kon- ungsins í Kuwait, sheiksins Ab- dulla Salim as Subah, sem er ríkasti maður veraldar, og nema daglegar tekjur hans af olíulind- um r Kuwait sem svarar ísl kr. 3,9 milljónum. Aðaláhugamál hans er bifreiðir og lengstu lúxusbílar, sem smíðaðir hafa verið, hafa lent í Kuwait. Hann hefur þann sið að gefa karlhnönnunum í fjölskyldunni 500.000 dollara í peningum þeg- ar þeir eiga afmæli. En þótt hann hafi varið ógrynni fjár til að efla velmegun í landinu með þeim árangri að hún er þar nú langt um meiri en í nokkru ná- grannalandanna, gengur þó svo mikið af, að hann leggur árlega um 4.400 milljónir króna í reikn- ing sinn hjá Englandsbanka. En það er líka nauðsynlegt að eiga smá aukaskilding ef fjölskyldan skyldi einhvern tíma verða auralaus á ferðum sínum í Evrópu! Viðiirkcnriinj;ii mótmælt Teheran, íran, 27. júlí (Reuter). ÍRAN sleit í dag stjóriimálasam- bandi við Arabalýðveldið og til- kynnti sendiherra Arabalýðveld- isins í Teheran að hann yrði að hverfa úr landi innan 24 klukku- stunda. Mikill ágreiningur hefur risið milli ríkjanna síðan íran birti fyrir fjórum dögum viðurkenn- ingu á sjálfstæði ísraels. 1 gær- kvöldi hafði sendiherra Írans hjá Arabalýðveldinu verið vísað úr iandi. AÐ BERJAST MEÐ ÓVINUM Mahmoud Shaltout, trúarlegur leiðtogi Múhamedstrúarmanna í Arabalýðveldinu, sendi írans- keisara í dag símskeyti, þar sem sagði meðal annars: „Viðurkenn ing yðar á bófaflokkinum í Ísrael hefur hryllt Múhamedstrú armenn um allan heim“. Og í símskeyti til leiðtoga Múhameds- trúarmanna í íran sagði Shaltout að viðurkenningin væri það sama og að taka stöðu við hlið fjandmannanna. Skoraði hann á leiðtoganna að grípa fram fyrir hendur keisarans til að tryggja einingu Múhamedstrúarmanna. 14 útlendir blaðamenn í TILEFNI funda Norðurlanda- ráðs hér í Reykjavík eru komnir hingað til lands fréttamenn blaða og útvarps frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Eru þeir sam- tals fjórtán, 3 fyrir tímaritið Nordisk Kontakt sem er gefið út á vegum Norðurlandaráðs, 3 frá Danmörku, 6 frá Noregi og 2 frá Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.