Morgunblaðið - 03.08.1960, Síða 11
Miðvik'udagur 3. ágúst 1960
MORGUNBLAÐIÐ
11
Eiðurinn er
æðsta heit
Ræða Ásgeirs Asgeirssonar
forseta íslands við embættis-
innsetningu 1. ágúst
Góðir íslendingar!
ÉG HEFI nú undirritað eiðstaí
og veitt kjörbréfi viðtöku. Mér
er það fagnaðarefni, að byrja
nýtt kjörtímabil án þeirra á-
taka, sem jafnan fylgja kosn-
ingum. Af hræðrum huga þakka
ég það traust, sem mér er sýnt,
og þann góða hug í garð okkar
hjóna, sem við sízt getum án
verið. Ég heiti því enn, að gera
mér far um að rækja forseta-
störfin til heilla fyrir land og
Þjóð.
Allsherjargoðinn vann í
heiðnum sið eið að baugi, kristn-
ir lögréttumenn síðar bókareið,
en sá eiður, sem mér var staf-
aður, hljóðar á þessa leið: „Ég
undirritaður, sem kosinn er for-
seti Islands um kjörtímabil það,
er hefst 1. ágúst 1960 og lýk-
ur 31. júlí 1964, heiti því, að
viðlögðum drengskap mínum
og heiðri, að halda Stjórnarskrá
Lýðveldisins Islands“. Þennan
eið vinna þeir allir, sem fara
með umboð þjóðarinnar á Al-
þingi, í stjórn landsins, dómara-
stöðu og forsetaembætti. Form-
ið skiptir ekki aðalmáli, hvort
heldur er unninn lögeiður að
baugi, eiður með hönd á helgri
bók eða drengskaparheit. Eið-
urinn er hið hæsta heit, sem
heiður manns leyfir ekki að
sé rofið. Vér höfum, allir þeir
sem ég áður taldi, heitbundið
oss til „að halda Stjórnarskrá
Lýðveldisins íslands". Ég veit
þess ekki dæmi, að einn eða
neinn hafi færzt undan þeirri
heitstrenging. Vissulega er það
skýr vottur þess, að vér Islend-
ingar séum einhuga um stjórn-
skipun lýðveldisins í aðaldrátt-
um. Er það mikill styrkur og
stoð fámennrar þjóðar, sem ný-
lega hefir endurheimt sitt full-
veldi.
Að sjálfsögðu hindrar þetta
drengskaparheit engan frá því
að berjast fyrir breytingum á
stjórnskipunarlögum landsins.
En það bindur alla jafnt við að
fara að lögum eftir réttum þing-
ræðisreglum í baráttu fyrir
breytingum og umbótum. Ég heíi
ekki orðið þess var, að komið
hafi fram tillögur um breyting-
ar, sem varða grundvallaratriði
stjórnskipunarinnar. Tillögur
um takmörkun eða afnám kosn-
ingaréttar væru þess eðlis. Höf-
uðátökin um stjórnskipun lands-
ins hafa síðustu þrjátíu árin
staðið um skipun kjördæma og
kosningaréttar, en ætíð stefnt til
jöfnunar, en ekki ójafnaðar. Ný-
lega hefir þessi deila verið leyst
til nokkurar frambúðar, að ég
ætla. Og á ég þó ekki við, að
aldrei þurfi að lagfæra það, sem
úr skorðum gengur. Löggjafar-
starfi frjálsra manna er aldrei
lokið til fulls.
Höfuðbreytingin á stjórn-
skipulagi íslands frá því er
stjórnarskrá var gefin, er, eins
og öllum er ljóst, endurreisn
lýðveldis árið 1944. Um það
var íslenzk þjóð einhuga, þrátt
fyrir ágreining um aukaatriði.
En þær raddir heyrast fram á
þennan dag, að lítt sé við un-
andi, hvað dregizt hefur, að
færa stjórnskipunarlögin í heild
til samræmis við lýðveldis-
stofnunina. Ég fæ ekki betur
séð, að lengur þurfi að tefja,
nú, þegar kjördæmamálið er
leyst, og rutt úr vegi annarra
umbóta, sem minni ágreining
valda.
■ Ég hefi fullyrt ,að lýðræði og
þingræði, sem er grundvallar-
regla íslenzkrar stjórnskipunar,
standi hér föstum fótum. ísland
hefir reynzt oss „farsælda Frón“
frá því þjóðin öðlaðist fullveldi
árið 1918, og lengur þó. Sama
verður, því miður, ekki sagt um
allar þjóðir, sem fengu skamm-
gott fullveldi á þeim árum.
Nú fer önnur frelsis- og full-
veldisalda um heiminn, og er
þess óskandi að hinar mörgu
nýlenduþjóðir, sem nú eru leyst-
ar úr böndum, reynist vaxnar
þeirri ábyrgð, sem frelsinu
fylgir. Nýlendupólitík átjándu
og nítjándu aldar var svartur
blettur á hinum hvíta kyn-
stofni, og hefur þó snúizt mjög
á betri veg, víðast hvar, á þess-
ari öld. Það, sem mestu veld-
ur er, að hugarfarið er breytt
frá því sem áður var, á ein-
veldis- og landvinningatímum.
Stórveldi, sem áður voru misk-
unnarlítil, vilja hvorki né
treystast lengur til að halda
niðri gulu og blökku fólki með
vopnavaldi. Þéssi alda fer nú
með miklum þyt og hraða um
allar álfur, og finnst mörgum
nóg um. En það er erfitt að
dæma um það, hvenær þjóð sé
búin að ná fullum þroska til
sjálfstjórnar, og vísast að svo
verði ekki fyrr en eftir að öll
tjóður eru leyst. Vér megum
Forseti íslands flytur ræðu sina eftir embættistökuna. Til hægri eru forsetafrú, forsætisráð-
herra, forseti hæsjtaréttar og íorseti Sameinaðs þings.
ekki heldur halda, að vort vest-
rærta skipulag henti öllum bezt,
hversu fjarskyldir sem eru.
Því minnist eg þessa, að Is-
land var einnig svokölluð ný-
lenda um langt skeið. En vér
erum þjóð, sem á sögu, sem vér
kunnum að rekja. Vér höfum
ríka ástæðu til að þakka, frið-
samlega þróun vorra mála fram
á þennan dag. Vér höfum rika
ástæðu til að lofsyngja forfeður
vora og örlög, svo sem þjóð-
skáldin hafa gert. Lýðræði og
þingræði er hér ekki innfluttur,
erlendur varningur. Þó hin nor-
ræna þingstjórn og eigið lög-
gjafarvald gengi hér til viðar
um stund, varðveittist betur 1
Englandi og yngdist upp aftur
í frelsisstríði Bandaríkjanna og
með franskri stjórnbylting — þá
tók krafan um endurreisn Al-
þingis síðar lýðveldis með vorri
þjóð á sig svip Úlfljóts og hins
forna þjóðveldis. Þegar grafið
var fyrir hornsteinúm nýrrar
stjórnskipunar, kom niður á
gamlan grunn, traustan og vel
hlaðinn. Það er því, sér vér eig-
um að þakka betri aðstöðu en
ýmsar aðrar þjóðir, sem þó þrá
frelsi jafn heitt.
Hin fornu goðorð og þing
svara til kjördæma. Goðunum
var skylt að vernda hag og rétt
sinna þingmanna, en þeim aftur,
* * * * * » 0..,* 0 0 & 0 + * * 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0.
heimilt, að segja sig í þing með
öðrum goða, ef vanhöld yrðu á.
Slíkt þegnfrelsi var áður ó-
þekkt, og svarar til þess að geta
kosið frjálst um fulltrúa til Al-
þingis.
Alþingi fór í upphafi með lög-
gjafar- og dómsvald, þó það sé
nú aðskilið að ráði erlendra
stjórnspekinga. Þó er þing-
mennska og dómarastarf ná-
skylt, ef betur er að gáð og vel
á að fara. Fyrir dómstól eru
mál sótt og varin. Dómarinn er
bundinn af gildandi lögum, en
getur þó beitt þeim með lin-
kind. Lög eru almenn og geta
aldrei komið að fullu í stað
mannúðar og vitsmuna.
Á Alþingi eru mál einnig sótt
og varin. Þá er lýðræði og þing-
ræði hætta búin, ef menn missa
trúna á það, að frjálsar, opin-
berar umræður í blöðum, á
mannfundum og Alþingi hafi
nokkurt gildi. Alþingi setur lög,
sem binda dómsvaldið að vissu
marki, lög, sem fjalla um öll
mannleg skipti, og lög til varn-
ar áfellis eftir hegðun manns.
Hver þingmaður er í senn mál-
færslumaður og dómari. Mála-
fylgjan má því aldrei kæfa
dómgreindina, ef jafnvægi og
réttlæti á að ríkja með þjóð-
Því minna sem jb/ð
talið um handritin
ERIK ERIKSEN, fyrrver-
andi forsætisráðherra
Danmerkur, var einn vara-
forseta Norðurlandaráðs-
þingsins á dögunum. Erik-
sen hefur setið á þingi frá
1933, varð landbúnaðar-
ráðherra 1945 og síðar for-
sætisráðherra. Hann er
fæddur og uppalinn við
landbúnað og á enn búgarð
og dvelst á honum á
sumrin.
mótað þing ráðsins að þessu
sinni, að það var haldið á Is-
iandi. Fulltrúarnir hafa verið
mjög ánægðir með veruna hér
og viðtökur allar. Þá hafa far-
ið fram mjög gagnlegar um-
ræður um störf ráðsins og sam
starf þess við ríkisstjórnirnar.
hví fyrr fáið jbið jboi/
Ériksen er formaður vinstri
flokksins danska, en hefur
unnið mjög að samstarfi
vinstri og hægri manna í Dan-
mörku, en báðir þessir flokkar
eru nú í stjórnarandstöðu.
Við siðustu kosningar unnu
vinstri menn mest á í Dan-
mörku, og ef úrslit næstu kosn
inga verða svipuð, er Eriksen
líklegasta forsætisráðherra-
efni að kosningum loknum.
I þann mund sem Norður-
landaráð sleit þingi hittum við
Eriksen að máli í mann/þröng-
inni á göngum Háskólans.
— Hvað finnst yður hafa
verið athyglisverðast við þetta
þing Norðurlandaráðsins?
'■— Það hefur fyrst og fremst
— segir Eriksen,
fyrrv. forsætis-
ráðherra Dana
Annars stóð þetta þing stutt og
fjailaði ekki um mörg mál,
enda skammt til nSesta þings
ráðsins í Kaupmannahöfn.
★
— Er það rétt, sem heyrzt
hefur, að nýjar kosningar
muni verða í Danmörku í nóv-
ember?
— Þér skuluð spyrja Kamp-
mann forsætisráðherra um
það.
— Ég hef spurt hann um
það, en hann vildi ekki segja
neitt um það.
— Nei, hann heldur því
leyndu.
— En gerið þér ráð fyrir að
kosningar fari fram í nóvem-
ber?
— Já, ég geri frekar ráð
fyrir því.
Nú hverfur Eriksen okkur í
mannþrönginni, en á leið í bæ
inn göngum við fram á hann
meðfram tjörninni. Við spyrj
um um handritin, en sem
kunnugt er, hefur Eriksén
ætíð verið vel viðmælanlegur
í því máli. Hann segir.
— Því minna sem talað er
um handritin af Islands hálfu,
því fyrr fáið þið þau. — Svo
stanzar hann, horfin út yfir
tjörnina og segir:
— Hér er fallegt.
Við skiljum við Eriksen þar
sem hann stendur og horfir út
yfir Tjörnina.
j.h.a.
inni. Allt hið sama má segja
um framkvæmdavaldið, nema
nauðsynin á að beita þar fullri
dómgreind sé öllu ríkari.
Með lögum skal land byggja.
Þetta er norrænt spakmæli,
ævafornt og ekkert nútíma víg-
orð, — hið fyrsta boðorð þing-
ræðisins. I nærfellt fjórar aldir
höfðu Islendingar einir lög í
stað konungs. Konungdæmi
hefir hér aldrei staðið á inn-
lendri rót, enda hentar það sízt
fámennri þjóð. En lögin standa
ekki sjálf eins og innantóm her-
tygi, án nokkurs riddara. Ef
erfðavenjur og hugarfar fólks-
ins fyllir ekki í þau, þá er
hætt við eyðing og ólögum. Því
tekur það jafnan langan þroska-
feril, að skapa traust lýðræði
og öruggt þingræði. Þroski allr-
ar alþýðu manna við langvar-
andi sjálfstjórn í héraði og á
allsherjarþingi er undirstaðan.
Þingræði með almennum kosn-
ingarétti, sem er hin eina trygg-
ing til langframa gegn gerræði,
verður ekki komið á með
snöggri, blóðugri bylting. Til
þess eru dæmin ljósust, og vér
megum lagna því af heilum
hug, að þurfa ekki að grípa til
slíkra örþrifaráða. Þjóðin segir
til um sinn vilja á fjögra ára
eða skemmri fresti, og það hef-
ur enginn minni hluti á Alþingi
rétt að kalla sig þjóðina milli
kosninga. úm stytting þessa
kjörtímabils hafa aldrei komið
tillögur. Vér treystum því, að
sá hugsunarháttur hafi um ald-
ir þroskazt með þjóðinni af nor-
rænni og kristilegri rót, að
stjórnskipun vor standi af sér
hverja hryðju
Það hugarfar og sá þjóðar-
þroski, sem bezt tryggir lýð-
ræði og þingræði, leiðir einnig
af sér hæfilega dreifing auðs
og valda. Ég segi hæfilegan
jöfnuð, því það er staðreynd
að dug og gáfum verður aldrei
hnífjafnt skipt með mannfólk-
inu. En hitt er jafnsatt, að auð-
söfnun og valdagræðgi komast
oft á það stig, að ekki er í neinu
hlutfalli við neinn mannamun
þó við berum saman þann, sem
mest og hinn, sem minnst er
gefið. Þessari hættu bandar
hinn almenni kosningaréttur og
þingræðið frá þjóðfélaginu.
Það er almennt vitað og við-
urkennt, að kjör einstaklinga
og stétta eru hér á landi jafn-
ari en meðal hinna stærri þjóða.
Þó kemur mér ekki til hugar
að fullyrða, að rétt sé hlutað.
Á þessum vettvangi eru aðal-
átökin. Lífsbaráttunni er aldrei
lokið. Margur kann að vera
gramur og bölsýnn, þegar hann
ber sinn hag saman við hug-
sjón sína. En ef við berum nú-
verandi ástand saman við af_
komu almennings eins og hún
var fyrir fimmtíu árum,> að ég
ekki segi heilli öld, þá birtir
fyrir augum og kemur í ljós,
að vér erum á réttri leið, og
getum verið ásátt við það þjóð-
skipulag í höfuðdráttum, sem
skilar slíkum árangri. ,
Stéttir verða jafnan við Iýði,
Framh. á bls. 11