Morgunblaðið - 03.08.1960, Page 13

Morgunblaðið - 03.08.1960, Page 13
Miðvikudagur 3. ágúst 1960 MORCrrnnr 4 01» 13 Skozkur ferðamað- ur fórst í Brúará Var að fylgja brezkum skátum um hálendið Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum vikum úti i Skotlandi, þar sem þeir Stuart Mclntosh og Gunnar Bjarnason eru að sýna Philiph, hertoga af Edinborg, eiginmanni Bretadrottningar, ís- | lenzka hesta. Hertoginn er á milli þeirra á miðri myndinni. : ÞAÐ hörmulega slys skeði sl. laugardagskvöld, að skozk- ur maður, Stuart A. Mc Intosh, sem var leiðsögumað- ur brezkra skáta í ferð þeirra á hestum norður Kjöl, lenti á hesti sínum í Brúará og beið bana. Lík mannsins náðist skömmu síðar en hesturinn ekki fyrr en seinna ^g hafði hann einnig drukknað. Mr. Stuart Mclntosh var 31 árs að aldri, dýralæknir að menntun, og rak búgarð í Skot- landi, þar seiu hann hafði um 50 íslenzka hesta. Hann skipu- lagði frá búgarði sínum hesta- ferðir víða um Skotland, og höfðu skátar þeir, sem hann nú hugðist fylgja um öræfi íslands fengið nokkra æfingu í slikum ferðum hjá honum þar ytra. — Stuart ferðaðist mikið hér á landi á undanförnum árum og var þaulvanur ferðamaður. — Munu menn minnast þess, er hann einn á ferð með tvo hesta, lenti í gjá á Þingvöllum fyrir fáum árum. Mr. Mclntosh læt- ur eftir sig konu og eina dótt- ur rúmlega 5 vikna gamla. Leiðangur skáta Nánari tildrög þessa atburðar eru sem hér segir: Sl. fimmtudagskvöld kom hihgað til Reykjavíkur með flug- vél Flugfélags Islands hópur skáta undir fararstjórn Mr. G. T. H. Burtons skólastjóra. með honum var kona hans og auk þess læknir leiðangursins, en hitt voru 32 skátar frá Epson College Senior Scout Troop í Epson á Englandi. Hópurinn hélt þegar til Þingvalla og með hon- um Gunnar Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur og Stuart Mc Intosh, sem hér hafði dvalizt undanfarnar vikur til þess að undirbúa leiðangurinn. Ingvar Magnússon á Hofstöð- um í Stafholtstungum og Þor- kell Bjarnason á Laugarvatni sáu um hesta fyrir leiðangurinn. Frásögn Gunnars Bjarnasonar Eftir að slysið hafði hent átti blaðið tal við Gunnar Bjarna- son sl. sunnudag, þar sem hann þá dvaldi að Geysi í Haukadal og fórust honum orð á þessa leið: Ferðin frá Þingvöllum til Laugarvatns . gekk mjög vel. Nokkrir strákanna duttu af baki en enginn meiddist. Svo rann upp laugardagurinn bjartur og fagur. Við riðum inn Laugardal- irm ira kl. 17.00 síðari hluta dágsins og allt gekk eins og í sögu, enginn datt af baki og skap allra var eins og bezt getur orðið í stórum hóp í góðu veðri og fögru umihverfi. Stuart fannst við fara heldur hratt og vildi hafa forystuna. Hann hafði riðið þessa leið áður og var öllu kunn ugur. Við áðum hjá Efstadal og þar ræddum við um, hvernig fara skyldi yfir brúna á Brúará. Við ætluðum að vera tveir sam- an við brúarsporðinn og láta einn og einn hest fara yfir í einu. Er við nálguðumst brúna var Stuart fremstur með nokkr- um strákum. Ég var í miðjum hóp og hafði teymt hryssu frá Laugarvatni, en rétt áður en við komum á hæðina við brúna setti hryssan af sér beizlið, sem var bandbeizli, svo að ég var með kaðalinn í hendinni. Er ég reið fram á hæðina og kom í hóp drengjanna, sá ég þá með stein- gerð andlit, spurði einhvern, hvort ekki væri allt í lagi en hann benti þá óttasleginn út í ána.“ Frásögn Mr. Burtons Þar sem Mr. Burton var á- horfandi að slysinu, látum við hann nú segja frá því hvernig það skeði eins og hann skýrði rannsóknarlögregiunni í Reykja vík frá málinu: „Þegar við nálguðumst brúna, var Mr. Mclntosh fyrstu/r, en rétt á eftir honum þrír af drengjunum, en þar næst var ég um það bil 15 metrum á eftir þeim. Mr. Mclntosh virtist ekk- ert stanza við brúna en beygði út af veginum upp með ánni og drengirnir á eftir honum. Þeir fóru um það bil 150 metra upp með ánni en foss er í ánni um það bil 50 metra ofan við brúna. Ég sá svo, að Mclntosh reið þar viðstöðulaust út í ána en þar sem mér sýndist þetta vera hættulegt, þá reið ég nú á eftir þeim upp með ánni til þess að aðvara drengina, enda höfðu að beiðni Mclntosh stanz- að og ekki lagt út í ána. Ég sá svo að þegar Mclntosh var kominn miðja vegu yfir ána að þá var áin svo djúp að vatnið náði upp í hnakkinn. Hann reið þó áfram og ég tók eftir að hann var kominn með fæturna upp í hnakkinn. Allt í einu sá ég að hesturinn tók sundtök, en barst þó óðfluga undan straum og mjög fljótlega hurfu svo bæði maður og hestur í ána. Aðeins augnablik sá ég þá koma upp aftur en síðan hurfu þeir al- gerlega." Líkið næst Gunnar Bjarnason heldur nú áfram frásögn sinni af björgun- inni. „Ég þaut niður á brúna og sá þá mann liggja á eyri-um það bil 100 metrum neðan við brúna. Þetta hefur varla verið meira en 5 mínútum eftir að Stuart reið út í ána ofan við fossinn. Ég kall- aði á 4 skáta mér til fylgdar. Við hlupum niður árbakkann að norð anverðu og æddum út í ána, auð- vitað í brjálæði. Áin er þarna stórgrýtt og fellur í striðum straumum • eftir mjóum gjám. Einn drengjanna féll í gjána en af guðs náð tókst mér að ná taki á honum. Við stóðum þarna í hörðum streng, en þá skynja ég bandbeizlið í hendi mér. Stóðu á streng í straumnum Við tökum nú allir taki á kaðl- inum og ösluðum áfram til Stu- arts, sem lá á eyrinni að mestu í vatni. Við tveir tókum sinn und- ir hvorn arm og svo ösluðum við til lands með þeim hraða, sem við réðum yfir. Þá var þar kom- inn læknir leiðangursins og hóf strax með aðstoð skátanna björg- unartilraunir. Hann gaf mér í skyn fljótlega að höfuðkúpan væri brotin og höfuðið var ákaf- lega skaddað. Læknirinn hélt eft- ir 5 skátum en við héldum áfram að Miðhúsum með hópinn. Skát- arnir gerðu börur úr spýtum við brúna og báru Stuart langleiðis að Miðhúsum. Þorkell á Laugar- vatni reið strax að Múla, náði í hreppsstjórann Er- lend á Vatnsleysu og lækni. Um það bil 2 km frá Mið- húsum komu hreppstjóri og lækn ir til móts við skátana. Svo var haldið áfram til Geysis, en Burt- on og kona hans fóru í bíl til að finna Margaréte konuStuarts, en hún hugðist dveljast hér á landi um vikutíma. Snemma í morgun frétti ég að messað skyldi hér í Haukadal í dag. Ég talaði við prestinn, Guð- mun á Mosfelli og boðaði hon- um 35 brezka skáta til messu. Kl. 2 gengum við allir fylktu liði í kirkju í Haukadal. Prestur- inn flutti ágæta ræðu og talaði bæði á ensku og íslenzku. Þessj stund verður okkur öllum ógleyní anleg og mikil hjálp í andlegri neyð. Síðan skoðuðum við Geysi.i Nú bíðum við eftir Burton, senl: kemur í kvöld og áfram verðuf haldið á morgun sem leið liggui' norður". í, Hér lýkur frásögninni af slys- inu. í gær fór fram kistulagning og stutt minningaratihöfn um hinn látna í kapellunni í Foss- vogi. Ekkja Mclntosh fer 'utan. með lík manns síns í dag. —O— Stuart Mc Intoch var mörgum hér á landi kunnur og átti hér marga vini og kunningja. Hann kom hingað fyrst árið 1953 og dvaldist sumarlangt á Hvann- eyri. Síðan varð hann aðstoðar- maður Jóns Pálssonar, dýralækn is á Selfossi um hálfs árs skeið. Þegar í upphafi fékk hann mikinn áhuga fyrir íslenzkum hestum og hefur á undanförnum árum safnað þeim til sín í Skotlandi. Öllum, sem Stuart þekktu, og nutu glaðværðar hans, , góð- mennsku og vináttu, er hann mikill harmdauði. Konu hans og foreldrum vottum við inn.iiega samúð. — vig. í KVÖLD KL. 8.30 HEFST LANDSLEIKURINN ISLAND V.-ÞYZKALAND á íþróttaleikvanginum í Laugardal Sala aðsöngumiða fer fram í aðgöngumiðasölu tþrótta- vallarins á Melunum, við Útvegsbankann, og á Lauga vegi 25. Dómari: T. WHARTON frá Skotlandi Línuverðir: Þorlákur Þórðarson og Guðbjörn Jónsson. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 55.00, Stæði 35.00, Barnamiðar 10.00. Ferðir frá Melavellinum og B. S. í. Kalkofnsvegi. Kaupið miða tímanlega. Móttökunefndin. Í-S.Í. K.S.Í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.