Morgunblaðið - 03.08.1960, Page 16
16
M O fí C, V W n r * f) t fí
M18v)ku(Sag«r S. 3gílst ltMMt
PATRICIA WENTWORTH
G
amlor syndir
34
Og Maud Silver sem var að
fitja upp á litlum rauðum sokk-
um, sem áttu að fylgja peys-
unni, var ágætis áheyrandi. Þeg-
ar hún hafði látið þess getið, að
hn sjálf og frú Castelton og frú
Field væri gamlir vinir, þurfti
Maisie ekki meira, og bunan
stóð jafnskjótt út úr henni svo að
Maud Silver varð að hafa góða
gát á lykkjunum sínum, meðan
hún var að segja hehni frá for-
eldrum Carmonu.
— Já, hann Georg Leigh var
með fallegustu mönnum. Carm-
ona er svo sem ekkert sérstak
á því sviði, en það var hann.
Allar stelpur voru skotnar í hon-
um. Hún hló eins og feimnis-
lega. — Að minnsta kosti var ég
það. En það er nú svo langt um
iiðið,að ég get vel sagt frá því.
En það var Adela, sem hann var
skotinn i . . . leit ekki á neina
aðra, fyrr en Geoffrey Castle-
ton tók hana frá honum, enda
miklu ríkari, og þá snéri hann
við blaðinu og giftist Moniku i
snarkasti. Ekki veit ég, hvað
hann sá girnilegt við hana, saman
borið við Adelu. Þetta var að
visu sæt stúlka, en Adelá var svo
miklu meira.
— Þegar fólk hefur svo margt
og mikið til brunns að bera, verð
ur það stundum drottnunar-
gjarnt, sagði Maud Silver.
Maisie Trevor glennti upp aug-
un. — Ég hef nú víst aldrei hugs-
að um það þannig, en þetta er
Hklega einhver harka í Adelu.
Kannske hefur það verið af því
að hún gat svo margt og mikið,
og gerði það vel. Því að það
gerði hún. Dans, tennis, sund,
skylmingar . . . allt þetta virt-
ist liggja henni í augum uppi.
Ég man eftir, að einhver sagði
við mig . . . ég man ekki, hvort
það var Jennifer Rae eða Mary
Bond eða það hefði líka getað
verið Jósephine Carstairs . . . við
vorum allar í sömu klíkunni . . .
svo að það hefði getað verið
hver þeirra sem var . . . bara
ekki Ester, því að hún sagði
aldrei neitt misjafnt um neinn . . .
en það hefur þá verið einhver
hinna . . . æ, hvað ætlaði ég að
segja . . . ?
— Eitthvað, sem sagt var um
frú CasUeton.
— Já, það var líka satt, og nú
man ég líka,. að það var Jane
Elliott . . . af því að hún var
bálskotin í Georg Leigh, og af-
brýðissöm við Adelu. Sem sagt
Jane sagði . . . ég er alveg viss
um, að það var hún...........Þú
getur ekki gert svona margt og
svona vel, og haft neinn tíma
afgangs fyrir venjulegar mann:
legar tilfinningar“. Og þetta var
að vissu leyti satt. Henni þótti
ekki vænt um neinn og varð
aldrei ástfangin, eins og við hin-
ar . . . hún skaraði bara alltaf
áberandi fram úr, og hún skeilti
sér’líka í álitlegasta hjónaband-
ið, sem hanni bauðst. Geoffrey
var í utanríkisþjónustinni, skiljið
þér, og allir spáðu honum glæsi-
legri framtíð, en svo dó hann ung
ur og hún gitist aldrei aftur. í
rauninni hafði hún engan áhuga
á manneskjum, heldur málefn-
um. Hún hafði mikilvægt verk
á hendi á ófriðarárunum, og hún
talar opinberlega og tekur, þátt
í kappræðum í útvarpinu . . . og
öllu þess háttar. En hvað fólk
snertir, þá held ég henni hafi
aldrei þótt vænt um nokkra lif-
andi sálu . . . nema Irenu.
— Hver er Irena?
XXXI.
Nú varð ein af þessum þögn-
um, sem geta gert jafnvel
heimskustu manneskju skiljan-
legt, að ræðumaður hefur hlaup-
ið á sig og sagt of mikið. Þarna
þurfti ekki annað en Maud Sil-
ver endurtæki nafnið. Hún hafði
ekki séð neina ástæðu til að stilla
sig, og þá heldur ekki gert það,
en frú Castleton, kom inn og var
Ef ég væri þú hefði ég keypt skóna einu númeri stærri.
komin inn á mitt gólf áður en
setningunni var lokið.
— Hver er Irene?
Maud Silver var mjög skýr-
mælt, að öllu jafnaði, en þarna
var eins og hún talaði óvenju-
lega skýrt. Hefði frú Castleton
verið komin skemmra inn í stof-
una, hefði kannske verið hægt
að láta spurninguna eins og vind
um eyru þjóta og henni hefði
þá heldur aldrei verið svarað, en
þarna mátti segja, að hún fengi
spurninguna beint i andlitið. Hún
stanzaði snöggvast hávaxin og
tíguleg í dökka kjólnum, og svar-
aði síðan með miklum virðuleik í
rödd og fasi:
— Frú Trevor hefur víst ver-
ið að tala um hana systur mína,
sem dó fyrir tiu árum . . . Síðan
gekk hún áleiðis til Ester Field,
sem stóð við opnar garðdyrnar.
Maisie Trevor var sýnilega of-
urlítið hvumsa við, en sagði
samt: — Okkur þótti öllum svo
vænt um hana . . . og sló síðan
út í aðra sálma. En ekki voru
hinar tvær fyrr gengnar út um
garðsdyrnar en Maud Silver hall
aði sér að henni og sagði:
— Ég vona, að ég hafi ekki
verið að angra frú Castleton með
þessari spurningu minni ?
— Það er nú engin hægðar-
leikur, að slá hana út af laginu
— og ég efast um, að það sé
nokkurs manns meðfæri. Þá set-
ur hún bara upp höfðingjasvip-
inn og siglir fram hjá manni, eins
og hún gerði áðan.
Maud Silver horfði um stund
gaumgæfilega á umferðirnar,
sem komnar voru á prjónana
hennar, og sagði síðan:
— Það kemur manni stundum
á óvart að heyra allt í einu nefnt
nafn einhvers nákomins, þegar
maður býst ekki við því. Mér
þætti leiðinlegt ef ég hefði ver-
ið að ýfa upp eitthvert gamalt
sár hjá frú Castleton.
Maisie Trevor lækkaði rödd-
ina. — Já, náttúrlega var það
voðalega sorglegt. Hún var svo
ung og falleg — miklu fallegri
en Adela, fannst mér nú alltaf,
miklu mjúklyndari og ekki eins
afskaplega fullkomin á öllum
sviðum.
— Og svo dó hún? Það var
sorglegt.
— Hn drukknaði. Synti of
langt til hafs. Það var sagt, að
hún hefði fengið sinadrátt.
Maud Silver var aldrei al-
mennilega vess um, hvort dálítið
sérstök áherzla var lögð á þetta
„sagt“, en mikil var hún að
minnsta kosti ekki.
Maisie Trevor óð elginn áfram.
Það var svo hræðilegt að fá sina-
drátt. En kannske ættu þær ekki
að tala meira um þetta, ef frú
Castleton skyldi koma inn aftur.
Henni hafði þótt svo vænt um
Irenu. „Hún á engin börn sjálf,
skiljið þér . . . og sumar konur
virðast taka sér það nærri, þó
að ég geti nú aldrei skilið í því,
og ég veit svo sem ekki heldur,
hvort Adela hefur gert það í raun
: og veru. Aldrei eignuðumst við
Tom neitt barn, og ég hef aldrei
harmað það. Krakkar eru svo
sóðalegir, og þegar þeir stækka,
eru þeir svoddan ógurleg fyrir-
höfn. Og svo hvað verður úr sum
um þeirra. Allir þessir hjóna-
skilnaðir og strákar sem eru að
vasast í stjórnmálum eða yrkja
kvæði, sem gefa til kynna, að
þeir hvorki þvoi sér né raki sig.
Nei, svei mér ef ég hefði kært
mig um það..
Maud Silver jánkaði því, að
þessi nútímaæska gæti verið
dálítið þreytandi og gæti verið
efni í langar umræður.
Pippa Maybury kom inn, í
skarlatsrauðum kjól, sem efri
hlutann vantaði á að mestu leyti;
að minnsta kosti lét hann lítið
á sér bera. Hún hafði líka mál-
að sig glannalega, með stóra
skugga undir augunum, og augn-
hárin svört, hörundið fölleitt,
varalit í samræmi við kjólinn og
lauf, hjarta, tígul og spaða, og
var sýnilega full áhuga á þess-
ari dægradvöl sinni.
Trevor ofursti var að lesa i
dagblaði. Hann gerði aldrei ann
að á kvöldin, nema þá sjaldan
hægt var að draga hann hálf-
nauðugan í bridge. Stundum
sofnaði hann bak við blaðið og
þá vissi jafnvel Maisie, að ekki
var ráðlegt að vekja hann. Sjálf
var hún að fletta blöðunum í
Vogue og hafa hátt um djarfar
fatateikningarnar, milli þess sem
hún dró upp myndir af sjálfri
sér íklæddri þessum nýstárlegu
fiíkum og með tilsvarandi hár-
greiðslu.
Ester hafði lagt frá sér prjón-
ana og tekið til við útsaum í
staðinn. Hún var að sauma stórt
og skrautlegt H í andlitsþurrku
fyrir Carmonu — efnið var fín-
gert damask og teikningin og út
saumurinn mjög vandaður. Hún
var ein þeirra kvenna, sem geta
sterkrauðar neglur. Darmon gekk j hvílt sig við saum. Brúnu aug-
fram á hana í dyrunum og gat
ekki stillt sig um að reka upp óp.
— Pippa!
— Ég veit hvað þú meinar:
Góða mín, blessuð farðu upp og
klæddu þig í eitthváð nógu
un horfðu á verkefnið með á-
nægju og hún fann ró og frið
í sálu sinni.
Yngra fólkið sat saman. Jam-
es Hardwik var með tímarit og
Pippa með bók, sem hún leit
sHtttvarpiö
sveitalegt. En það ætla ég ekki ekkf í. Þegar hún hafði fitlað
að gera . . . hvorki fyrir þig né j ofurlítið við blöðin, fleygði hún
neinn annan. En ef ég á að '__________________________________
fara í fangaklefa á morgun, vil
ég skemmta mér almennilega í
kvöld, skilurðu.
James Harwick kom rétt á
eftir þeim. Pippa kyssti á fingur
til hans og hélt áfram. Hann
lyfti augnabrúnum og leit á
Carmonu, „Etum og drekkum og
verum glaðir, því að á morgun
deyjum vér“.
Augu Carmonu flútu í tárum.
Hún sagði: — Já, James, en
hvar er Bill? Hún vill nú fyrir
engan mun, að hann viti af þessu,
en hann ætti nú samt að vera
kominn hingað.
Hann kinkaði kolli. — Komdu.
Við verðum að fara inn.
— En ef þeir taka hana nú
fasta, James . . .
— Það held ég þeir geri ekki.
— Ég skil ekki í öðru en þeir
geri það. Hversvegna ekki?
— Kannske vegna þess, að
hún er ekki sek.
Hún fann allt í einu til óró-
leika. — Hversvegna segirðu
það?
— Ég er líklega skyggn. Síðan
gekk hann frá henni og inn í
stofuna.
XXXII.
Margt varð til að halda áhug-
þetta kvöld. Þarna voru að
minnsta kosti þrjármanneskjur,
sem vert var að veita sérstaka
athygli. Sjálf talaði hún ekki
mikið en hlustaði þvi meira og
prjónarnir tifuðu í sífellu. Þegar
frú Castleton fór að leggja kap-
alinn sinn, eins og hún var vön
eftir mat, færði hún stólinn sinn
til hennar og horfði á leikinn
með mikilli eftirtekt. Fyrst hafði
hún afsakað sig með því að segja
lágt: — Má ég horfa á? Og hin
hafði svarað stuttlega: — Gerið
þér svo vel, og svo var ekki
meira talað þeirra milli. öðru
hvoru small í prjónunum og litli
krakkaskórinn fór smám saman
að taka á sig mynd.
Adela Castleton sat þarna í
hálfgagnsæja svarta kjólnum og
laut dálítið yfir spilin, rauð, hvít
pg svört, með fallegu höndina
með roðasteinshringnum á Jofti
yfir spilunum, lagði niður kóng
hér og drottningu þar, færði til
a
r
L
ú
ó
— Við skulum fara Barney. Ég
býst við að Bjarni þurfi ekki á
neinum að halda hér eins og er.
— Hann elskaði þennan gamla
hund sinn, var það ekki Markús?
Seinna.
.... en Bangsi vildi ekki gefast
udp og dó vjð veiðar Lisa!
— Veiztu það Markús, að ég
skil núna hvers vegna Bjarna
þótti svona vænt um hann!
Miðvikudagur 3. ágúst.
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurír.)
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00)
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Operettulög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Marokkó og nálæg lönd — erindi
(Baldur Bjarnason magister).
20.50 Islenzk nútímatónlist.
a) Sónata fyrir klarinettu og
píanó eftir Jón Þórarmscon.
— Erling Carlsen og Robert
Levin leika.
b) Fjórar abstraktsjónir efir
Magnús Blöndal Jóhannsson.
— Gísli Magnússon leikur á
píanó.
c) Barnalagaflokkur eftir Leif
Þórarinsson. — Gísli Magnús-
son leikur á píanó.
d) Tríó fyrir blásturshljóðfæri
eftir Fjölni Stefánsson. —
>— Ernst Normann, flauta, Eg-
ill Jónsson, klarinetta, o g
Han Ploder, fagott, leika.
21.20 Afrek og æfintýr; Biðin langa;
frásögn Olivers La Farges, fyrsti
hluti (Viihjálmur S. Vilhjálms-
son rithöfundur.
21.45 Stúdentasöngvar frá ýmsum lönd
um.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: ,,Knittel“ eftir Hein-
rich Spoerl, III (Fríða Sigurðsson
þýddi. — Ævar Kvaran leikarl
22.30 ,,Um sumarkvöld“: Karlakór
Reykjavíkur, Sir Harry Lauder,
Zarah Leander, Paul Rich, Torre-
bruno, Kathryn Grayson, Max
Lichtegg, Lucie Doléne og Nor-
man Ljúboí-kórinn skemmta.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 4. ágúst.
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Guðrún Erlendsd.).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kenjar jarðar IV.: Katlakenning
Golds (Hjörtur Halldórsson
menntaskólakennari).
20.55 Frægir söngvarar: Elisabeth
Schwarzkopf syngur við undir-
leik Walters Gieskings lög eftir
Mozart.
21.15 Upplestur: Filippía Kristjánsdótt
ir les frumort ljóð.
21.25 Barnakórinn í Eschwege syngur
bamalög. Stjórnandi: Kristine
Biechtler.
21.40 Veiðiskapur á Jökuldalsheiði, —
kafli' úr minningum Björns Jó-
hannssonar skólastjóra frá bú-
skaparárum hans í Veturhúsum
þar á heiðinni, — hljóðritaður að
heimili Björns í Vopnafirði.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Knittel eftir Hein-
rich Spoerl í þýðingu dr. Fríðu
Sigurðsson: V (Ævar R. Kvaran
leikari).
22.30 Sinfóníutónleikar: Frá tónlistar-
hátíðinni í Björgvin í vor: Musik
selskapet „Harmonins" Orkester
leikur. Arvid Fladmoe stjórnar.
a) Leonora-forleikur nr. 3 op. 72
eftir Beethoven.
b) Konsert fyrir fiðlu og kné-
fiðlu í a-moll op. 102 eftir
Brahms. Einleikarar: Igor Ois
trakh og Erling Blöndal
Bengtsson.
23.30 Dagskrárlok.