Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 6. jan. 1962 „Gamli maðurinn og hafið“ var örðugt viðfangsefni ' ■! ; Hemingway var sjálfur ánægður með myndina — Ummæli fimm lcvikmynda- hússgesta í LAUGARÁSBÍÓ er nú sýnd kvikm.yndin „Gamli maður- inn og hafið" eftir samnefndri Nóbels- og Pulitzerverðlauna- sögu Ernest Hemingway’s með Spencer Xracy í hlutverki gamla mannsims og Felipo Pazos í hiutverki drengsins. Hér er um að ræða kvikmynd, sem hloííð hefur lof gagnrýn- enda um heim allan, og sjálf- ur Hemingway, sem kærði sig ekkert um að sögur hans væru kvikmyndaðar og vildi ekki sjá þær, var ánægður með „Gamla mannin.n og hafið“ á léreftinu, túlkun Spencer Tracy’s og leikstjórans, John Sturges á sögunni. Hemingway þekkti fiski- mann á Kúbu, Gregorio Fu- entez, og var Gregorio jafnan með í förinni er Hemingway fór á sjóinn. Gregorio var upp alinn meðal fáta>(kra fiski- manna á Kúbu, oig hann sagði Hemingway sögu um gamlan fiskimann, Santiago, sem tal- inn var óheppnastur allra fiskim.anna, en með honum stundaði Gregorio sjóinn á unga aldri. Hemingway skrif- aði síðan bók sína, sem á skömmum tíma fór sigurför um heim allan, og nú má sjá á léreftinu í Laugarásbíó. Skipt um leikstjóra. Það voru Warner Bros, sem fengu kvikmyntdarélitinn að Spencer Tracy í hlutverki gair.ta mannsins Spencer Tracy og Hemingway ræðast við á Kúbu á meðan taka myndarinnar fór fram. sögunni, og var Hemingway sjálfur viðstaddur kvikmynda tökuna á Kúbu og í Karabiska hafinu. Lenti oft í deilum milli rithöfundarins og leik- stjórans, og lauk með því að Hemingway heimitaði leik- stjóraskipti þar eð myndin uppfyllti ekki þær listrænu kröfur, sem gera yrði til henn- ar. Kom þá John Sturges til sögunnar og byrjað var að prjóna upp á nýjan leik, með þeim árangri að Hemingway varð loks ánægður. Fiskurinn erfiðastur. „Gamli maðurinn og hafið“ reyndist örðugt viðfangsefni fyrir „meistarana" í Holly- wood, og er mælt að aðeins einu sinni hafi menn átit í hliðstæðum erfiðleikum við töku talmyndar, en það var „A Star Is Born“ með Judy Garland í aðalhlutverki. Taf- irnar, sem urðu á töku þeirrar myndar urðu vegna duttlunga Garland. Sömu sögu er að segja um „Gamlá manninn Og hafið“ að einn „leikenda" gerði strik í reikninginn — sverðfiskurinn mikli, sem gamli maðurinn glímir einn við úti á hafi. James Wong Hoe, sem tal- inn er einn bezti kvikmynda- tökumaður Hollywood tókst eftir mikið erfiði að ná frá- bærum myndum úr Kara- biska hafinu. Með margskon- ar útbúnaði tókst að ná þeim myndum, sem eiga mikinn þátt í því að gera baráttu gamla mannsins, fyrst við fiskinn og síðan hákarlana, ó- gleymanlega. Drengurinn er leikinn af 11 ára gömlum dreng frá Hav- ana, Felipe Pazos, en hann var „uppgötvaður“ í enskutíma þar í borg. Að lokinn kvik- myndun á einu atriði til reynslu var Felipe lhtli ráðinn til þess að fara með hlutverk drengsins og skilár hann því af mikilli prýði. Eins og fyrr greinir hefur kvikmyndin „Gamli maðurinn og hafið“, hvarvetna fengið mikið lof og er óhætt að hvetja fólk, sem ánægju hef- ur af góðum kvikmyndum, til þess að láta ekki hjá líða að sjá þesa mynd. Mbl. hringdi í gær til fimm manna, sem séð hafa kvik- myndina „Gamla manninn og hafið“ og spurði þá álits á myndinni og fara svör þeirra hér á eftir: KJARTAN THORS. — Mér finnst þetta vera mjög merkileg mynd og vel heppnuð í alla staði. Myndin byggist í senn á góðum leik- ara og góðri leikstjórn og hvorttveggja finnst mér vera í hámarki. Mér finnst þetta vera einhver yndislegasta mynd, sem ég hefi séð, og hún er þess virði, að allir fái að sjá hana. THOR VILHJÁLMSSON. „Mér fannst þetta að ýmsu leyti vera nokkuð geðug mynd, sérstaklega þegar mað- ur hugsar til þess svartnættis, sem ríkir á þessu sviði í Rvík! Um daginn var ég að skoða auglýsingarnar, og mér tald- ist til að það væru ein 11 eða 12 kvikmyndahús í borginni okkar, en ekki ein einasta kvikmynd, girnileg, á þeim tíma sem hvert stórverkið eft- ir annað kemur fram erlendis. Framh: á bls. 23 — Mælistikan Framh. af bls. 9. er í senn að bannlýsa rímleys- una og viðurkenna að möre rím laus Ijóð séu góð. Ummæli Nordals Vonandi verð ég ekki talinn hafa falsað skoðanir Sigurðar Nordals með því að vitna í orð sem hann lét frá sér fara fyr- ir rúmum 40 árum. Þá sagði hann m. a.: „Og þó mér auðn- ist aldrei að skrifa ljóð í sund- urlausu máli, sem við má una, efast ég ekki um, að sú bók- menntagrein eigi sér mikla framtíð .... Ostuðluðu ljóðin ættu að eiga óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins, og vera gagnorð, hálf- kveðin og draumgjöful eins og ljóðin. Þau eiga sér krappa leið milli skers og báru. En takist þeim að þræða hana, verður það glæsileg sigling“. Síðan hefur hann augsýnilega breytt um skoðun eins og fram kemur í ritgerð hans, „Sam- hengið í íslenzkum bókmennt- um“, en um afstöðu hans nú er mér ekki kunnugt. Hins veg- ar er ekki ósennilegt, að hann kynni að endurskoða þau um- mæli, sem Hagalín vitnar til, með hliðsjón af því sem gerzt hefur í íslenzkri ljóðlist síðustu tvo áratugi. Hvað sem um það er, þá þykir mér ólíklegt að Sigurður Nordal telji sig óskeik ulan spámann um framtíð ís- lenzkra bókmennta, þó hann hafi verið manna glöggskyggn- astur á samhengi þeirra í for- tíðinni. Ég er Hagalín hjartanlega sammála um brýna nauðsyn þess, að upprennandi skáld bergi af bókmenntabrunnum sinnar eigin þjóðar. Ef þau gera það ekki, eru þau vissulega að svíkja lit. En ég fæ ekki séð að þjóð- leg menntun og viðhorf þurfi að stangast á við alþjóðlega yf- irsýn og hugsunarhátt — öðru nær. Samskipti okkar við um- heiminn hafa jafnan auðgað bókmenntir okkar og blásið í þær nýju lífi, en einangrunin hefur verið þeirra mesta böl. „Þjóðleg og persónuleg nauðsyn“ Guðmundur G. Hagalín er andvígur því að segja skáldum fyrir verkum, og einmitt það hefur alla tíð síðan ég fór að fjalla um bókmenntir verið af- staða mín. Ég harma það engu síður en hann, að ýmis yngri skáld skuli hópa sig saman í klíkur og ala þar upp hver í öðrum sérvizku og fordild, en þó kann slíkt háttemi að vera skiljanlegt þegar hafðir eru í huga fordómar og skilningsleysi umhverfisins. Ég hef ekki fyrr heyrt að ungu skáldin teldu rímleysuna þjóðlega nauðsyn, og held satt að segja að hér sé málum eitt- hvað blandað, en eflaust er hún þeim mörgum persónuleg nauð- syn, og sé því svo farið, er við engan að sakast nema mannlega náttúru, og bágt á ég með að trúa að Hagalín fordæmi hana! Um torræðni rímlausu ljóðanna er margt að segja og kannski ekki allt neikvætt. Það fer vit- anlega eftir stærð og vaxtarlagi viðfangsefnisins hve torrætt á- kveðið Ijóð verður. í vissum skilningi getur skáldið aldrei fullort ljóðið, heldur verður að fá til þess fulltingi lesandans. í þessu sambandi er ekki úr vegi að drepa á „rökvísina", sem Hagalín víkur að á nokkrum stöðum. Rökvísi í ljóðum eða skáldskap yfirleitt er annars konar en sú rökfræði sem num- in er í skólum eða daglegu lífi. 1 Ijóði verða tvisvar tveir ekki endilega fjórir, af þeirri flóknu ástæðu að skáldið fjallar tíðum um kenndir og stærðir sem ekki verða raktar samkvæmt einföld- um reikni- eða rök-formúlum. Hafi lesandinn ekki til að bera nokkurs konar „sjötta skilning- arvit“. sem opni honum hin sér- stæðu lögmál Ijóðsins, má búast við að hann finni ekki mikið annað en „lokað bergið’, svo gripið sé til líkingar Hagalíns. Og svo er það bölmæðin Ég mun hvergi hafa kveðið svo sterkt að orði, að mynd- sköpun væri ófrávíkjanlegt skil yrði góðs skóldskapar, en hún er að mínu viti veigamikill þátt ur í öllum meiriháttar skáld- skap, svo veigamikill að hann verður ekki vanræktur án þess ljóðlistin týni ferskleik sínum og áhrifamætti. Til kunna að vera myndlausar ljóðperlur, en þær eru þá hvorki margar né magnaðar. Hagahn verður tíðrætt um bölmæði okkar yngri manna og þykir merkilegt, að við.skulum ekki kikna undir ofurþunga svart sýninnar. Ég er ekki frá því, að þannig færi raunverulega um ýmsa, ef þeir hefðu ekki ljóð- listina til varnar. Hún greiðir okkur nefnilega leið út úr ó- göngunum og lýsir upp svart- nættið við og við; hún er sverð- ið sem heggur sundur hnútinn. Ég býst við að harmrænt ljóð lúti svipuðu lögmáli og harm- leikur á sviði: skáldið og les- andinn lifa hörmungarnar í því skyni að „hreinsast“ og eflast til átaka við lífið. Ég bið forláts ef þetta hljómar eins og dul- speki, en það er í eðli sínu mjög einfalt! Að endingu vil ég svo þakka Guðmundi G. Hagalín fyrir örv andi og eggjandi skrif um veiga mikil vandamál í bókmenntum okkar og láta í ljós þá von, að þau verði upphaf umræðna þar sem tekið verður á þessum mól- um af þeirri hófstillingu og víð- sýni, sem einkenna greinar hans. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.