Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 21
Laugardagur 6. jan. 1962
MORGUNBLAÐIÐ
21
Land-Rover minnti blaðamanninn á vatnahest í sjón. Af þess-
ari mynd að dæma virðist hann einnig gera það í raun.
— Land-Rover
Framh. af bls. 11.
sem þurfa þykir í þeim efnum. —
Hann benti á, að Hekla hefði nú
um tólf ára skeið annazt umiboð
fyrir Rover-venksmiðjumar á Is-
landi. — Og nú, þegar innflutn-
ingur bifreiða er orðinn frjáls
hér, mun árangurinn af hinu
langa samstarfi þessara fyrir-
tækja koona að fullu í ljós, öllum
Land-Rovereigendum á Islandi
til hagsbóta, sagði mr. Coe. —
Auðvitað eru allir Rover-menn
ánægðir yfir því, að umboðs-
mönnum okkar skuli þegar nafa
tekizt að selja 150 Land-Rover
bila — en þó þykir mér það enn
meira virði, að þeir hafa tekið
hinar ánægjulegu markaðsbreyt
ingar föstum tökum — m.a. með
sérhæfingu á starfsliði sínu, í
því skyni að fá annað hinum
auknu viðskiptum, og með því
að senda menn út til verksmiðj-
anna til tækniþjálfunar. Mr. Coe
sagðist hafa gert sér far um að
kynna sér sem bezt ástand vega
hér á landi — og eftir þá athug-
un væri hann þess fullviss, að
Land-Rover væri sá vagn, er
einna bezt mundi henta okkur til
aksturs utanbæjar á öllum árs-
tímum. Hann kvaðst hafa veitt
því athygli, að við hefðum í notk
un allmi'kið af nokkuð gömlum
bílum, sem vart uppfylltu lengur
kröfur tímans. — En tkni manna
héfir aldrei verið jafndýrmætur
og nú, sagði hann. — Ef þú átt
heima úti í dreifbýlinu — hvort
heldur sem þú ert bóndi, læknir
eða eitthvað annað — er þér
nauðsynlegt að komast frá heim-
ili þínu til vinnustaðar eða verzl
unarbæjar með svo öruggum, ó-
dýrum og hagkvæmum hætti sem
unnt er. Vegna hins sérstaka á-
stands samgönguleiða úti um
land, er mikilvægt að hafa til
umráða bíla með 4-hjóla drifi —
eins oig t.d. Land-Rover. Auðvitað
er um fleiri tegundir að velja —
en Land-Rover er sérstaklega
miðaður við hin ólíkustu og erf-
iðustu aksturskilyrði, og miér er
ekki kunnugt um, að framleidd
ur hafi verið annar vagn, er taki
honum fram að því leyti. Enda
er það mála sannast, að Land-
Rover hefir í ýmsum löndurn orð
ið eins konar strætisvagn dreif-
býlisins, ef svo mætti segja. Leyfi
ég mér að vona og ætla, að svo j
geti einnig orðið hér á landi með
tíð og tíma.
• Land-Rover kemst á
leiðarenda.
Engir ættu betur að vita það
en fréttamenn, að oftast er á-
stæða til að beita smávegis frá-
drætti, þegar menn eru að kynna
eigin framleiðslu eða verzlunar-
vöru — enda er það lélegur kaup
maður, sem lastar sína vöru. En
þá er ég enn minni mannþekkjari
en ég hefi talið sjálfum mér trú
um, ef þessi hægláti og hógværi
Englendingur er skrumari — og
ekki má treysta orðum hans
nokkurn veginn. Við fréttamenn
irnir fengum líka nokkra sönnun
þess með hinum glannalega sýni
akstri í Öskjuhlíðinni á dögunum,
að Land-Rover lætur hreint ekki
að sér hæða — og ég hygg, að
menn ættu að geta verið nokkurn
veginn öruggir um að komast á
leiðarenda í slíkum vagni á flest-
um vegum og vegaleysum á ís-
landi.
• Fannst hann vera „heima“
hér.
Það var ánægjulegt að ræða
við mr. George Coe. Hann virtist
hafa gert sér ótrúlega glögga
hugmynd um íslenzkt þjóðlíf og
íslenak málefni við mjög
skamma dvöl hér. — Hann hældi
íslendingum á hvert reipi fyrir
ljúft og kurteislegt viðmót og
ríka menningu, sem hvarvetna
setti mark sitt á daglegt líf
manna. Hann kvað Island vera
42. landið, sem hann hefði heim-
sótt á vegum fyrirtækis síns —
en hvergi hefði hann hrifizt eins
af landi og þjóð sem nér, þótt
dvöl sín hefði víða orðið lengri.
Mr. Coe lauk viðtalinu með því
að láta í ljós þá von, að hann
mætti brátt eiga erindi á ný til
íslands — „þar sem mér finnst
sem ég sé „heima“, eftir aðeins
nokkurra daga dvöl“.
Ég gekk af fundi Englendings-
ins með þá tilfinningu, að hann
væri örugglega kominn í hóp
hinna margumræddu íslandsvina.
— H. E.
Skrifstofustarf
Þekkt útgerðarfyrirtæki hér í bæ óskar eftir að
ráða nú þegar eða, sem allra fyrst mann vanan
skrifstofustörfum. Þarf að vera vanur bókhaldi og
vélritun auk þess að hafa nokkra kunnáttu í ensku
og dönsku. Tilboð er greini fyrri s'örf og meðmæli
ef til eru sendist afgr. Mbl. merkt: „7294“.
Vélskip til leígu
Hefi verið beðinn að selja á leigu 250 tn. vélskip.
Upplýsingar gefur
JÓN N. SIGURÐSSON, HRL.
Laugaveg 10, sími 14934.
- ,Gamli maðurinn'
Framhald af bls. 10.
Það er sárgrætilegt að við
skulum ekki fá að sjá þetta
hérna, myndir eftir snillinga
eins og t.d. Antonioni. — En
svo við víkjum að „Gamla
manninum og hafinu“ þá
fannst mér hún ekki nógu
mikil kvikmynd; ekki hafa
nógu mikið kvikmyndalegt
gildi. Mér finnst sagan hjá
Hemingway vera betri bók-
menntir heldur en fram kom
í þessari mynd. Ég held að
átakið hafi verið mest í and-
litinu á Spencer Tracy, sem
manni var ósköp hlýbt til í
þessu hlutverki, eins og reynd
ar í öðrum hlutverkum, sem
hann hefur leikið. Að ýmsu
leyti var myndin frá tækni
legu sjónarmiði stórgölluð í
skiptingu og fleiru.“
SIGURÐUR GRÍMSSON.
segir m.a.: „....gildi hennar
(myndarinnar) er fyrst og
fremst í þeim táknræna
sannleika, sem að baki sögu-
þráðinum býr.... Mynd
þessi hefur hvarvetna hlotið
mikið lof fyrir listræna gerð
hennar og leikur Spencer
Tracy’s í hlutverki gamla
mannsins hefur vakið mikla
aðdáun allra, sem myndina
hafa séð, enda er leikur hans
alveg frábær1* — Sjá enn-
fremur umsögn á bls. 6.
Dr. GUNNLAUGUR
ÞÓRÐARSON.
Ég bjóst við því að mynd-
in væri langdregin, því að
sagan er í sjálfu sér ekki
efnismikil, en mjög hugstæð.
Myndin fannst mér skemmti-
leg og sérlega vel tekin. 12
ára sonur minn, sem var með
mér, og er mikill fiskimaður,
hafði mjög gaman af því að
horfa á þessa baráttu gamla
mannsins við stóra fiskinn.
SIGURÐUR A.
MAGNÚSSON.
— Mér finnst myndin mjög
falleg sem einskonar „mynd-
skreyting" á sögu Heming-
way’s, en sem kvikmynd
finnst mér hún missa marks;
það vantar í hana einhverja
„plastiska“ fyllingu. Sagan er
svo innhverf, að hún kemur
ekki að fullu til skila í kvik-
mynd, enda er augljóst að
lestur sögumanns er neyðar-
úrræði. Gamli maðurinn í
myndinni hefur engan veginn
þá reisn, sem hann hefur í
sögunni.
— hh.
— Gifurleg hálka
Framh. af bls. 24.
eyjargötunni í átt að miðibæn-
um, en þegar bíllinn var kominn
til móts við húsið nr. 23, segir
bílstjórinn að sér hafi virzt
hægra framhjól bílsins festast.
Snarsnerist bíllinn þá til hægri
og lokaði götunni fyrir Volks-
wagenibjl, sem hann var að mœta.
Skipti engum togum að Volks-
wagenbíllinn skall með miklu
afli á vinstri framihlið leigutoíls-
ins, sneri honum langsum á göt-
unni, þannig að leigutoíllinn sneri
í öfuga átt við upphaflega
stefnu.
Við áreksturinn lenti höfuð
ökumanns Volkswagentodlsins á
framrúðunni og kom gat á hana
við höggið. Skarst hann á höfði
af glerbrotunum. Einnig var
stýri Volkswagenbílsins brotið
og gengið alveg fram að mæla-
borðinu, og bakið á framsætinu
lá niðri. Báðir bílarnir stór-
skemmdust, eins og sjá má af
forsíðumynd, og var leigutoíllinn
Með KIWI gljá
skórnir betur og
endast lengur
Með KIWI naest gljálnn
ekki aðeins fljótast
heldur verður hann þá
einnig bjartastur.KIWl
verndar skóna fyrir sól
og regni. Ef þér notið
KIWI reglulega, munuð
þér fljótt sji hversu
mikið lengur skórnir
endast og hve þeif
verða snyrtilegri.
Snyrtimenni um
allan heim nota
KIWI
O. Johnson & Kaaber h/f Reykiavik
HOTEL
HAFNIA
við Ráðhústorgið - Kþbenhavn V.
Herbergi með nýtízku þægindum.
GÓÐ BÍLASTÆÐI
Veitingahús - Tónleikar
Samkvæmisalir
Sjónvarp á barnum
Herbergi og borðpantanir:
Central 4046
LÆKKAÐ VERÐ UM VETRARTfMANN.
fjarlægður af kranatoíl. — Öku-
maður Volkswagentoílsins, Reyn-
ir Guðmundsson, Barmahlíð 45,
var fluttur á slysavarðstofuna og
fór síðan heim eftir að búið hafði
verið um sár hans.
Nokkrir metrar milli
árekstra
Á meðan lögreglan var að
vinna við áreksturinn á Sóleyj-
argötunni, varð árekstur nokkra
metra frá, vesfcar á götunni. Þar
var maður á ferð í Volkswagen-
bíl á mjög lítilli ferð, en skyndi-
lega snarsnerist bíllinin og öku-
maður missti algjörlega vald á
honum. Rann bíllinn að gang-
stéttinni og lenti þar á kyrrstæð
um bíl, en skemmdir urðu frem-
ur litlar. Má af þessu ráða hiví-
lík hálka hefur verið,
Á sleða fyrir bíl
Um klukikan hálf sjö voru
tveir strákar að renna sér á
skíðasleða eftir Langagerði að
Réttarholtsvegi. Kom bíll á móti
þeim og misstu strákamir vald
á sleðanum. Lentu þeir framan
á bílnum, sem þá mun hafa ver-
ið stöðvaður. 5 ára drengur. sem
sat framan á sleðanium var flutt-
ur á slysavarðstofuna. Mun hann
hafa meiðzt eitthvað, en ekki
alvarlega.
Búizt við hálku í dag,
akið varlega
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar var það fyrst og
fremst hálkan, og of hraður
akstur miðað við hana, sem flest-
um slysunum og árekstrunum
olli í gær. í gærkvöldi var enn
hálka víðvegar um bæinn. en
kólnað hafði.
Spáð er að hitastig hækki
nokkuð í nótt og má því búast
við hálku í dag. Eru ökumenn
áminntir að gæta ítrustu varúðar
í akstri og taka fullt tillit til
hálkunnar og reynslunnar frá í
gær.
Samkomur
Filadelfía
Sunnudagaskólahátíð barn,-
anna verður á morgun kl. 2.
Kristiboðssambandið
Almenn samkoma í Kristniboðs
húsinu Betaníu í kvöld kl. 8,30.
„Kristileg sikó‘lasamtök“ koma í
heimsókn. — Nýjar fréttir frá
Konsó. Hugleiðing: Jóhannes Sig
urðsson. — Á morgun: Sunu-
dagaskólinn kl. 2 eh. Öll böm
velkomin.
Samkomuhúsið Zion Óðinsg. 6A.
Á morgun: Almenn samkoma
ki. 20,30. Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna
K. F. U. M.
Á morgun: Kl. 10,30 fh. Sunnu
dagaskólinn. Kl. 1,30 eh Drengja
deildirnar Amtmannsstig og
Langagerði. Kl. 8 30 eh. Fórnar-
samkoma. Nýtt verkefni. Tveir
stjórnarmeðlimir tala. Einsöngur.
Allir velkomnir.
Bifvélavirkja — Vélvirkja
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja og vélavirkja.
Mikil eftirvmna. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. þ.m.
merkt: „7456“.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 20 Síðasta almenna
jólahátíð. AHir hjartanlega vel-
komnir. Sunnudag: Samkomur
kl. 11 og 20,30.
enxisla
Tek að mér að hjálpa börnum
við heimalestur.
Guðrún Lárusdóttir — Sími 33790
Kennsla
Enska, danska. Kennsla hafin.
Nokkrir tímar lausir.
Kristín Óladóttir — Sími 14263.
RYSLINGE H0JSKOLE
3 og 5 mdr. hojskole
fra 3. maj. Udvidet undervisniing: Gymnasfíí:,
musik, sprog. Forberedelse til sygeplejeudd.
Plan sendes. G. Damgárd»Nielsen, tlf. 234.
UNGAN VERKFRÆÐING
með 2 börn vantar 3—4
herbergja íbúð strax. —
Upplýsingar í síma 37041.