Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 1

Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 1
OOD-TEMPLAH BLAÐ STÍ)R-ST(jKU ÍSLANDS AP I. 0. G. T. VI. ÁRG. REYKJAVÍK, JÚLÍ 1902. | 7. BLAÐ. Blndindisáhugi og fundarsókn. —:o:— Um þetta atriði eru skoðanir manna mjög skiftar. Til eru þeir menn, sem halda því fram, að menn geti haft áhuga á hindindismálinu eða hverjum félagsskap, sem er, þótt menn sæki ekki fundi eða tali fyrir máli sínu opinber- lega. Vil eg þvi einu þar til svara, að þeir, sem þannig lag- aðan áhuga hafa, hafa ef til vill gagn af honum sjálfir, en aðrir ekki. Enn eru nokkrir, sem segja, að þótt menn ekki sæki fundi eða styðji félagsskapinn opinberlega, geti þeir þó gert mikið gagn, með því að þeir leiði vini sína og vandamenn í félagsskapinn og sýni í því mikinn áhuga. En það er sjald- gæft, að menn gangi í félagsskapinn fyrir tilstilli vina og vauda- manna, og þótt þeir geri það, kemur það ekki að tiiætluðum notum. Ef menn ganga ekki í félagsskapinn af fúsum og frjálsum viija, af hvöt frá sínu eigin brjósti, þá mun áhuginn verða lítill, og skal hér sett smásaga ein, sera er sönn, og sem er dæmi því til sönnunar, að þeir, sem ekki ganga i fé- lagsskapinn af fúsum og frjálsum vilja og ekki sækja fundi né taia opinberlega fyrir máli sínu, hafa ekki sannan áhuga á bindindismálinu. En það, sem hér er sagt um bindindismálið, má auðvitað heimfæra upp á allan féiagsskap. Pétur og Páll voru góðir vinir. Pétur var í Good-Templ- arstúku, en kom nær aldrei á fundi, talaði aldrei opinberlega fyrir máli sínu og þagði venjulega, þegar hann heyrði félags- skapinn lastaðan. En væri hann staddur hjá einurn einstök- um vini sínum eða vandamanni, þá var hann stöðugt að tala um bindindið og hvetja liann til að ganga í það. Hann hélt vel

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.