Good-Templar - 01.07.1902, Qupperneq 5

Good-Templar - 01.07.1902, Qupperneq 5
77 þessa eða treysti sér til þess. Til þess að geta það, þurfa flestir töluverða æflngu og auk þess venjulega meiri þekkingu á málefninu, heldur en almenningur hefir. 2. Höf. heldur því fram, að það só sjaldgæft, að menn gangi í féiagið fyrir tilstilli vina og vandamanna, og þótt þeir geri það, komi það ekki að tilætluðum notum. Þessu leyfum vór oss að mótmæla, því vér vitnm þess fjöldamörg dæmi, að hið gagnstæða eigi sér stað og hafi vel gefist, enda virðist höf. síðar í greininni vera á þeirri skoðun, að það geti þó kom- ið fyrir, að menn gangi í fólagið einmitt fyrir tilstilli vina sinna og vandamanna. B. Þvi fer svo fjarri, að vór geturn talið þann, sem kem- ur fram eins og Pétur í sögunni, áhugalausan Templar, að vér viidum þvert á móti óska þess, að enginn væri áhugaminni en hann. Það þarf sannarlega alt annað en litinn áhuga til þess að get.a stöðugt verið að tala við vini sína og vandamenn um bindindi og hvetja þá til að ganga í það, og það án þess að fá neina uppörfun til þess á fundum. Og vér fáum, satt að segja, ekki skilið hvers vegna Pétur sótti ekki fundi, með þeim áhuga, sem hann hlýtur að hafa haft. Yér verðum að ætla að annað hvort hafi staða hans verið svo vaxin, að hon- um hafi eigi verið það mögulegt, eða þá, að honum hafi fund- ist áhugaleysi stúkufélaga sinna koma svo mjög í Ijós á fund- unum, að hann hafi þess vegna ekki getað unað sér þar, og því setið heima. 4. Aðalatriðið og frumskilyrðið fyrir því að menn geti verið góðir og gagnlegir bindindismenn álítum vér ekki það, að þeir sæki alla fundi — þótt það só auðvitað gott og gagnlegt—, og ekki heldur það, að þeir tali opinberlega um bindindismálið — þótt það só líka gott og gagniegt, sóu menn til þess fallnir—, heldur einmitt það, að þeir haldi vel sitt bindindisheit, afneiti áfenginu. Eftirdæmið, sem slíkir rnenn gefa, er að öllu sam- anlögðu fult eins notadrjúgt eins og langar bindindisræður. Gamlir drykkju'menn, sem tekið hafa sinnaskifti, gengið í bind- indi og- haldið það vel, eru hin beztu meðmæli með því mál- efni, þótt afdrei hafi þeir neina bindindisræðu haldið. 5. Það lýsir ekki áhugaleysi hjá Pétri, að hann gyllir um of félagsskapinn fyrir Páli. En vonbrigðin eru meira stúk- unni hans kenna, en honum sjálfum. Iiér kemur það aftur

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.