Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 8
80
í bága við stórstúkuna. Ætlar hún sér iíka að lifa vel og
lengi, svo að gjöf þessi geti henni að sem mestu gagni komið.
Meðal meðlima stúkunnar eru margir ötulir og áhuga-
miklir bindindismenn. Starfið gengur yfirleitt vel og samkomu-
lag er hið ákjósanlegasta. Allir láta sér sameiginlega ant um
heill og framfarir stúkunnar.
Ekki er enn farið að safna undirskriftum undii' áskoran-
irnar um aðflutningsbann á áfengi. En ekki mun stúkan láta
sitt eftir liggja í því efni.
Þótt eg fyrir mitt ieyti sé ekki eindregið með sölubanns-
eða aðflutningsbannslögum á áfengi, þá mun eg þó gera mitt
til að leita eftir vilja aimennings í því máli. En eðlilegii ieið
virðist mér bindindisleiðin, að gerast sjálfur bindindismaður og
gera aðra að bindindismönnum þvingunarlaust. Það viiðist
eitthvað ósjálfstætt við það, ef menn viija fá víninu útrýmt úr
landinu með bannlögum, en vilja þó ekki sjálfir hætta að kaupa
það, á meðan það fæst. Það er sama sem að segja: „Vér
getum ekki stiit oss um að drekka nje haft vit fyrir oss sjálfir,
og verðum því að snúa oss til löggjafarvaldsins og biðja það
að taka burt frá oss það, sem vér getum skaðað oss á og höf-
um ekki vit á með að fara“. Margir munu segja, að úr því
að menn vilji láta taka mögulegleikann burt, þá sé ekki hyggi-
iegt frá bindindislegu sjónarmiði að sleppa því tækifæri úr
höndum sór, að nota sér ekki það vopn, sem þannig er lagt
upp i hendur bindindismannanna. Getur vel verið. En á
hverju byggist sá viiji þjóðarinnar, að vilja ekki hætta vin-
kaupum, en vilja þó helzt ekki geta fengið vín keypt? Hætt
er við því, að þessi vilji sé ekki á mikilli hugsun eða sannfær-
ingu bygður, og annar viiji verði svo efst á blaði, þegar til
framkvæmdanna kemur. Auk þess verður jafnan álitlegur
minni hluti innflutningsbanni andstæður. Á engan gaum að
gefa að skoðun hans? Þvi mun verða haldið fram, að minni
hluti í þessu máli verði að sætta sig við að lúta meiri hlut-
anum, og er það ekki annað né meira en það sem venjulegast
á sér stað. En er það heppilegt fyrir bindindismálið ? Er það
hyggilegasta leiðin?
Nei, bindindisleiðin er að mínu áliti réttasta og heppileg-
asta leiðin. Ekki það, að lögbanna kaupmönnum að flytja
vín, heldur að lofa þeim að flyfija svo mikið af því, sem þeir