Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 10

Good-Templar - 01.07.1902, Blaðsíða 10
82 Aths. ritstj. Lesenduv „6ood-Templars“ munu kannast við, að vér er- um á nokkuð annari skoðun en br. E. G. En þar sem mál þetta hefir verið allrækilega rætt hér í blaðinu áður frá voru sjónarmiði, sjáum vér eigi ástæðu til að fara fleiri orðum um það að þessu sinni. Síðar mun það verða tekið tii nýrrar og rækilegrar meðferðar. Smásaga úr Reykjavtkurlífínu. [Framh.] Jón lét sem hann sæi ekki þá miklu breytingu, sem orð- in var á konu hans; hún, sem áður var ýmist gröm eða grátandi, var nú sífelt ástúðleg og vonglöð, jafnvel þótt hann kæmi stundum drukkinn heim. Annars var drykkjuskapur hans heldur að minka, hvernig sem á því stóð. Anna talaði ekki mikið um guð við mann sinn, en hún talaði oft um manninn sinn við 'guð. Jón var úti á kvöldin að gömlum vanda; en þegar Anna var búin að koma börnunum í rúmið, þá kraup hún við rúm- stokkinn og bað hátt fyrir þeim og manni sínum. Eitt kvöld þegar Anna var að þessari kvöldbæn sinni, þá kom Jón alt í einu inn, varpaði sér á kné við hlið hennar og sagði með mikilli geðshræringu: „Nú get eg ekki lengur spyrnt á rnóti bfoddunum. — Eg ætlaði áðan að fara niður á „glötunarstaðinn“ og fá mór „snaps", en þá var mér alveg eins og eg heyrði þig vera að biðja fyrir mór, eg reyndi að reka þetta frá mér eins og ein- hvern hugarburð, en mór var það ómögulegt. —Eg hefi annars oft. heyrt bænir þínar á næturnar þegar þú hélzt eg svæfi, og eg liefi engan frið haft fyrir þeim, þegar eg hefi verið að fá mér vín, þótt það aldrei væri eins áþreifanlegt og núna. Þegar eg kom hórna að húsinu, var eg að hugsa um að snúa við aftur og reyndi til að hlæja að, hvað eg væri hjátrúarfull- ur, en samt varð það úr, að eg læddist upp til að heyra hvort þú værir að biðja. J’ú varst að byrja bænina, þegar eg kom, en svo þegar eg heyrði hvað þú baðst innilega fyrir mór og kallaðir mig vesalinginn elsku manninn þinn, þá gat ekki leng- ur staðið kyr. Nú finn eg að bænir þínir hafa sigrað. Eg

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.