Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1949, Side 3

Muninn - 01.11.1949, Side 3
M U N I N N 3 hvert sem betur mátti. Ég liafði aldrei farið til grasa áður, og þótti mér þetta liin mesta skemmtun og ævintýri. Grösin uxu þarna í stórum breið- um, og það hækkaði óðum í hvítu lér- eftspokunum okkar. Mest gaman var áð tína, þar sem grösin voru stórgerð- ust og þéttust. Þá var hægt að taka hverja lófafyllina af annari án minnstu fyrirhafnar og stinga þeim í pokann. Dalurinn var svo friðsæll og fagur, ekkert rauf kyrrðina annað en lækja- niðurinn og glaðlegt tal samferðafólks- ins. Ég hlustaði á samtalið og falrn til þess með ánægju, hve það fór fram á allt annan hátt en niðri í byggðinni. Hér var eins og öllum áhyggjum og ásökunum hefði verið sópað burt og þær væru ekki lengur til, en i þessum kyrra dal gæti ekkert þrifizt nema gleði og eining. Hér í dalnum höfðu áður verið sel, eins og nafnið bendir til. Mér varð hugsað til selstúlknanna og óskaði af öllu hjarta, að ég væri í þeirra sporum. Það hlaut að liafa verið dásamlegt að verja sumrinu hér efra langt frá ysi og þysi hins venjulega lífs. Stúlkurnar höfðu mjólkað kýr og kindur og búið til osta og smjör. Þær ltöfðu gert verk, sem þeim hefir ef til vill fundizt dauð- leiðinleg og hlakkað til að vera sem fyrst lausar við. En þessi sömu verk eru í augum mínunr svo dásamleg, því að tíminn hefir máð af þeim ójöfnur hversdagslífsins, og sögur og kvæði liafa sveipað þau ævintýraljóma. Ég var í þungum þönkum og veitti því ekki athygli, að ég var komin tölu- vert ft á hinu fólkinu og sá það hvorki né heyrði. En mér féll einveran vel, og hugur- inn reikaði svo víða. Mér komu í hug Ásta og Haraldur í „Skugga-Sveini“. Þessa stundina fannst mér, að það rnundi einungis gaman að vera úti- legumaður. Þó að hann væri ófrjáls í byggðinni, var hann þó svo frjáls með- al fjallanna. Mér flugu ekki í hug allir þeir erfiðleikar og þær hörmungar, sem útilegumenn áttu við að búa, og ég óskaði, að ég væri í sporum Ástu. Þei, þei! Ég heyrði allt í einu ltófa- dyn og sá mann koma þeysandi á hvít- um hesti sunnan dalinn. Útilegumað- ur, laust niður í huga mínum. Hjart- að í mér stöðvaðist augnablik, en fór svo aftur að slá með miklum liraða, og ég fann hvernig roðinn hljóp fram í kinnar mínar. Mér fannst í svipinn draumar mínir vera orðnir veruleiki. En þegar „útilegumaðurinn" kom nær, sá ég, að þetta var Ásgeir. Ásgeir í blárri skyrtu, fráhnepptri í hálsinn, og með ljósa liárið allt í óreiðu fram yfir hlæjandi augun. Hann stöðvaði hestinn, stökk af baki og fleygði sér niður í lyngið, þar sem ég kraup. Ég starði á hann með opinn munn og heit í vöngum, því að ég var naum- ast búin að átta mig á því, að hann væri ekki útilegumaður. Þá fór Ásgeir að hlæja. „Þú ert svo skrýtin á svipinn, Þóra,“ sagði hann. „Þú gerðir mér svo bilt við. Ég hélt, að þú værir útilegumaður,“ sagði ég glettnislega. „Gerði ég þér bilt við?“ spurði hann blíðlega og tók annarri hendinni um herðar mér. Og þá varð ég svo undarlega mátt- laus. Ég vissi ekki, fyrr en ég hafði hneigt höfuðið niður á öxl Iians. En hann sneri andliti mínu að sér og kyssti mig. „Ó, Ásgeir, það gæti einhver séð til okkar," sagði ég, þegar ég rankaði við mér. Hann sleppti mér samstundis þegjandi, steig á bak hestinum, brosti í kveðjuskyni og þeysti í burtu. En enginn sá okkur til allrar ltanr- ingju. Enginn, sem gæti saurgað þetta dásamlega augnablik með ljótum orð- um og alls konar ímyndunum. Þetta var fyrsti og síðasti kossinn okkar Ásgeirs. Við höfum ekki sézt síðan þetta sumar og því ekki notið meiri sælu saman né heldur varpað skugga á þennan atburð nreð nánari kynnum. Þessi stutta sælustund í fjalladaln- um er því grópuð í hjarta mitt eins og skínandi og skuggalaus perla, sem aldr- ei mun glata Ijóma sínum vegna þess, að ekkert skeði síðar, sem flekkað gæti hana. Þessi minning er eins og tært og soralaust vín, sem ég mun bergja á síð- ar mér til lniggunar í andstreymi og Ijótleika lífsins. Minning um sumar og sól, þrár og drauma, sem var krýnd með hlýjum vinarkossi. R ÚNA. Skákþáttur Taflfélag M. A. var endurreist 20. okt. í stjórn voru kosnir eftirtaldir menn: Sigurður Helgason, iörmaður; Þorsteinn Jónsson, Hrólfur Ásvalds- son og Ottó Jónsson meðstjórnendur. I félagið hafa nú gengið í kringum 60 manns. Mætti sú tala gjarnan vera hærri, og er rétt að benda mönnum á, að kunnátta á undirstöðuatriðum skáklistarinnar er ekki skilyrði fyrir inngöngu í félagið. Stjórnin mun sjá um að leiðbeina þeim, sem þess óska, í byrjunaratriðum skáklistarinnar. — Félagið á nú 15—18 töfl, en það er of lítið. Varð því að afla fjár til kaupa á nýjum _töflum, og valdi stjórnin þá leið að gera meðlimum félagsins skylt að greiða kr. 3,00 í ársgjald. Ennþá hefir ekki verið tekin nein ákvörðun um tilhögun starfseminnar í vetur, en reynt verður að koma á föstum skák- fundum einu sinni til tvisvar í viku. Stjórnin hefir einnig í hyggju að efna til keppni sem oftast, bæði innan skól- ans og við lelög eða einstaklinga utan hans. Má geta þess, að rneðan félagið stóð í hvað mestum blóma, á árunum 1930—40, háði það nokkrum sinnum símskákkeppni við ýmis skákfélög úti á landi og stóð sig yfirleitt vel, auk þess sem fjölskákir við merka rnenn fóru fram næstum hvern vetur. Ætti það að geta orðið mönnum nokkur hvatning til að sækja nú taflfundi vel í vetur, ef unnt verður að koma á slík- um kappmótum. Eins og mönnunr er kunnugt, liafa íslenzkir skákmenn staðið sig mjög vel í viðureign við skákmenn annarra þjóða, og hefir frammistaða þeirra slegið á strengi þjóðarstolts í hjörtum allra sannra íslendinga. Og því sæmir æðstu menntastofnun norðanlands ekki annað en leggja rækt við þessa göfugu íjrrótt. Að vísu er Jrað svo, að skák er bæði erfið og tímafrek, ef góð- ur árangur á að nást. En hún er líka þroskandi. Góður skákmaður })arf ekki aðeins að kunna skil helztu sókn- ar- og varnarleika og hafa gliiggt auga fyrir stöðu sinna manna, heldur verð- ur Iiann að vera sálfræðingur á sinn hátt. Góð Jrekking á skapgerð and- stæðingsins er þeim skákmanni mikils virði, sem kann að færa sér hana í nyt.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.