Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 4
36 MUNINX hafði verið voncl við hann. Honum var fróun í því að hugsa sér hana gráta. Hann snýtti sér. Svo þagði hann. Telpan færði sig nær honum. — Jói minn, ég var bara að stríða þér. Þú ert miklu, miklu betri en Nonni í Koti. Ljúf kennd helltist yfir hann. Blóð- ið söng í hlustum Iians. Hann vildi ekki hætta að vera reiður. Hann varð enn þyngri á brúnina. Augun næstum sukku í andlitið. Hún skyldi vorkennast. Hún yrði að halda, að hann væri reiður. — Þú ert miklu, miklu betri. Aldrei hefði liann sleppt mér. Hann langaði til að brosa. Mikið, að hún kunni að meta ridd- araskap hans. Hún settist, tók strá og tuggði það. Hann leit upp. Þau litust í augu. Stundum skilja menn hvor annan eitt andartak. Svo er það búið. Þau þögðu áfram. — Meiddi ég þig ekki? Hún seildist til og strauk yfir nefið á honum. — O nei, tautaði hann. Hann liallaði sér aftur á bak og horfði upp í Ijósblátt hvollið. Hvaða þræðir og hnoðrar svifu fyrir augun- um, þegar maður opnaði þau? Hann lokaði augunum. Það varð allt svart. Hvað bjó í öllu þessu myrkri? Svo varð allt uppljóm- að, blik og stjörnur. Hvað skyldi hún vera að hugsa? Ef menn gætu vitað, livað aðrir hugsa. Honum leið vel. Hann heyrði óljóst suðið í flugunum. Heimurinn var baðaður í sólskini. Þó fannst honum hann einn, aleinn, en honum leið vel. Hvað skyldi taka við utan við allt þetta bláa, þetta endalausa, ljósbláa hvolf? — Hvað eigum við að gera? spurði telpan. Eigum við að syngja? Hann svaraði ekki, hann heyrði naumast. Hann horfði út í ljósbláan geiminn. Flugurnar suðuðu, og sólin skein. Þýzka i VI. beklt. ,,Er kam mit ihr in Streit.“ (Hann lenti í deilu við hana.) Þýðing: „Hann hitti hana í stræt- inu.“ Frá I. M. A. Blakmót f.M. A. 1949-50 Hinni árlegu hlakkeppni Í.M.A. á milli bekkjanna er nú fyrir nokkru lokið. Að þessu sinni tóku 10 bekks- agnir þátt í mótinu, auk liðs frá kenn- arastofunni. 6. M og 2. A sendu engin lið, en 1. bekkur var sameinaður. Áhorfendur voru fjölmargir, eink- um þau kviild, er lærileður vorir sýndu listir sínar, og skemmtu sér hið bezta. Mótið fór í alla staði vel fram, þó að nokkur ágreiningur hafi orðið um einstaka leiki mótsins, einkum um fyrri leikinn á milli 5. M og 6. S og 4. M og (i. S, sem 4. M kærði, en kæran var ekki tekin til greina. Blakmeistarar Í.M.A. 1949—1950 urðu 5. bekkingar M og hlutu 16 (-)- 2) stig. I liðinu voru þessir menn: Jón Ben. Ásmundsson (fyrirliði), Jón Sv. Arnþórsson, Jón Eriðriksson, Ingólfur Guðmundsson, Helgi Hjálmsson, Árni Einarsson, Ágúst Þorleifsson. No. 2 varð 6. bekkur S með 16 (-f- 0) stig, en tapaði l'yrir 5. M í úrslitaleik. 3.-4. varð 5. S með 14 stig 3.-4. - 4. M - 14 - 5. - 4. S - 10 - 6. _ 3. A - 8 - 7. - 3. C - 6 - 8. - 3. B - 4 - 9. _ 2. B - 2 - 10. - 1. b. - 0 - Þar sem kennararnir léku sem gestir í mótinu, voru leikir þeirra ekki reikn- aðir til stiga. Þeir kepptu aðeins við gagnhæðadeild og blakmeistarana. Þeir unnu 1. og 2. bekk, en töpuðu eftir harða og tvísýna keppni fyrir öll- um deildum 3. bekkjar. Við blakmeist- arana spiluðu þeir svo 5 „game“, sém joeir töpuðu reyndar. Hér á eftir skal svo farið fáeinum orðum um einstök lið og liðsmenn þeirra. 5. behkur M. Liðið í heild var, að mínum dómi, heilsteyptasta og bezta liðið, sem fram kom á J:>essu móti, og var því vel að sigrinum komið. Árni var bezti maður liðsins, og er hann tvímælalaust bezti varnarleikmaður skólans. Ágúst gaf örugglega upp, og er einnig sterkur varnarmaður. Helgi spilaði bæði í sókn og vörn, og er hann betri í vörninni. Jón Arnjrórsson lék aftur fyrstu leikina og stóð sig vel, en vegna forfalla varð hann að hætta. í hans stað kom Jón Friðriksson, og reyndist liann hinn nýtasti framspil- ari. Ingólfur lék frammi á miðju og stóð sig mjög vel. Laumaði hann olt lúmskum knöttum niður á milli andstæðinganna. Jón Ben. er mjög snjall framspilari, og reyndust hinir leiftursnöggu og þrælföstu knettir hans andstæðingunum óþægir viður- eignar. 6. S. Liðið var í heild allgott, Joó að sigrar Jiess liafi meira verið af „grís“ en tækni, að mér fannst. Einstaklingar eru góðir, einkum Sverrir, sem er kött- ur liðugur, fljótur að hugsa og sjá hina veiku. En væri liann svo sem tommu hærri eða tveim, þá hefði hann getað notið sín betur. Bjarni getur verið al- skæður, en er oft ískyggilega nærri netinu. Lilliendahl er öruggur aftur og „reddar" oft hinum ótrúlegustu knöttum. — Fyrirliði liðsins var Sverr- ir Haraldsson. 5. S. Þetta lið tók, að mínu áliti, mestum framförum af öllum liðunum, sem í Joessu móti kepptu. Ingi var sá bezti í liðinu, og er hann að verða einn skæðasti miðframvörður í skólan- um. Vörnin var góð með Knút í miðju og Sigga og Bjössa á köntunum. Björg- uðu Jjeir oft hinum hættulegustu knöttum, einkum Bjössi, sem einnig er öruggur að gefa upp. Spái eg, að Jietta lið verði a. m. k. einum nær meistaratigninni á næsta móti. — Fyrir- liði liðsins var Ingi Kristinsson. 4. M. Idðið í heild var ekki nógu samstillt, enda í því þrír nýliðar og æfingaleysi. Framlínan var ágæt, með Axel í miðju, en hann var máttarstoð liðsins, enda bezti miðframvörður skólans. Árni og Óskar voru á köntun- um frammi. Óskar getur verið góður, hefir bæði stærð og tækni til þess, en er of latur. Árni er nýliði, en mjög efnilegnr. Vöfnin var lin, að Óla

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.