Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 2
42 M U N I N N ingarnar, sem standa í Víggirðinga- garðinum svonefnda. Á hæðinni, sem Péturskirkjan stend- ur á, liggur elzti borgarhlutinn. Um- hverfis hana standa enn að mestu hin- ar gömlu víggirðingar borgarinnar, en eru nú vaxnar vafningsviði. Setja þær mjög sérkennilegan svip á umhverfið og eru mikil prýði. Örskammt frá torginu Place du Bourg de Four, uppi á hæðinni, stend- ur alþjóða stúdentagarðurinn, þar sem ég var svo heppinn að fá að dveljast þau tvö sumur, sem ég var í þessari borg. Það, sem einkum hvatti mig til þess að fara til Genf, var tæki- færið, sem mér bauðst til þess að nota sumarfríið til þess að læra svolítið í hinu frábæra máli, frönskunni, og kynnast um leið mér áður ókunnum hJuta þessa kynlega lands, sem byggt er af fjórum þjóðum, sem allar halda máli sínu og menningu, óáreitt af hinum. — Háskólinn í Genf heldur námskeið í frönsku yfir sumarmánuð- ina fyrir alla, sem vilja. Safnast því fólk af allra ólíkasta tagi þangað til þess að sækja þau. Á stúdentagarðinum voru um fjörutíu íbúar, og stundum kom það fyrir, að við, sem sátum við sama borð, vorum af 10—12 þjóðernum. Eins og ég sagði, voru námskeið þessi fyrir hvern, sem er, og voru menn því mjög misjafnlega undirbúnir. Kunnu sumir þó nokkuð en aðrir nær ekkert, svo að mörgum varð heldur orðfátt, er þeir áttu að fara að skýra franskan texta á frönsku í fyrsta sinn. Kennslan stóð yfir til hádegis, en síðari hluta dagsins fóru flestir niður á baðstað með bækur sínar og lásu þar. — Á laugardögum var ekkí kennt, og not- uðu því flestir helgina til þess að fara í lengri eða skemmri ferðalög um ná- grennið, ýmist í Sviss eða Frakklandi. Einkum var það vinsælt ferðalag að ganga á Saléve því að víðsýni er þaðan frábærlega mikið yfir Genfarvatnið, norður til Júrafjalla og austur til Mont Blanc. — Við Genfarvatn er ákaf- lega fallegt, einkum þegar líður á haustið og vínberjaklasarnir ætla að sliga vínviðinn undan þunga sínum og skógurinn tekur á sig hina undursam- legustu liti. Enginn, sem hefir kynnst þessari friðsælu og fallegu borg, mun nokkru sinni gleyma henni. HUGLEIÐINGAR Ef þú, lesandi góður, leggur ein- hvern tíma leið þína inn í hið glæsta veitingahús við mynni gilsins síðari hluta dags, þá mun það varla bregðast, að augum þínum mæti hugþekk sýn. J kringum raðir af hvítklæddum borð- um situr fólk að kaffidrykkju. Þetta er snyrtilegt fólk, vel klætt og ánægju- legt ásýndum. Kaffilykt og tóbakssterkja blanda andrúmsloftið og mynda indæla ang- an, æsandi og róandi í senn. Glamur af matarílátum rennur saman við lágværan samræðukliðinn, en dökkklæddar seljur og svifléttar ganga um beina. I lofti loga rafkyndlar, en gólfið blikar sem vatn á heiðum vordegi. Þarna er ungt og fjörugt fólk. Þessi gæfulegi æskuskari er jafn sérkenn- andi fyrir þennan stað og gamalmenn- in eru sérkennandi fyrir húsið hið efra með turnunum tveim. Æska og elli hafa víst aldrei átt samleið, en oft mun skammt á milli. Þarna er ætíð friður og ró. Réttvís- in fær furðusjaldan tækifæri til að seilast með járnhramma sína hingað inn. „Hvað veldur?" myndi kannske einhverjum verða á að spyrja. Er æska vorrar aldar svona gersneydd öllum breyzkleikum forfeðra sinna, eða eru hér einhverjar hömlur að veiki? Ef til vill kemur hér hvort tveggja til greina að einhverju leyti, en við skulum láta það Hggja á milli hluta. Einn kunningi minn heimsótti mig fyrir nokkrum dögum, og bar þá ýmis- legt á góma hjá okkur. Ég skal taka það fram strax, að hann er í eðli sínu ákaflega aðfinnslusamur, en reynslan hefir þó jafnan sýnt mér, að aðfinnslur hans eru sjaldan ástæðulausar. Þegar við höfðum komið okkur þægilega fyr- ir í hægindastólunum að lokinni kaffi- drykkju og tendrað vindlingana, ræskti vinur minn sig og blés blásvört- um reykjarmekki út í loftið og sagði: ,,Já, já, mér ofbýður veröldin í dag með öllum hennar hrikalegu dásemd- um." Hann þagnar andartak og starir hugsandi fram fyrir sig. Byrjunin hjá honum boðar gott, það þekki ég af fyrri reynslu. Nú er honum mikið niðri fyrir, þess vegna þegi ég. Brátt heldur hann áfram: „Ég ætlaði að fá mér kaffi áðan, en kaffihúsið var fullt, alveg troðfullt. Ég furðaði mig á því, hvað þessu fólki getur þótt kaffið þarna gott, og þó er eins og það renni ekki beinlínis ljúflega niður, stundum virðist það taka margar klukkustund- ir. Þetta er annars undarlegur hópur. Hvers vegna er hann þarna á hverjum degi? Hann ætti þó vissulega að hafa öðrum plöggum að sinna. Það er svo ónáttúrlegt, að sprotar nýgræðingsins skuli teygja sig úr sólskininu í skugg- ann, — eða finnst þér það ekki?" Ég kinkaði kolli til samþykkis. Og enn heldur hann áfram: „Þessa fólks bíða þó vissulega aðrar ábyrgðarmeiri at- hafnir í framtíðinni en það nú virðist helzt leggja stund á. Eða eru þetta ekki komandi brautryðj endur og leiðtogar- Ja, — ef ekki þetta fólk, hvaða fólk bá? Eða er það mögulegt, að þessar mann- eskjur öðlist nægilegan þroska og vits- muni yfir rjúkandi kaffi og vindling- um einu saman? Ef til vill. Tímarnir eru breyttir. Framfarir hafa orðið á öllu og í öllu milli himins og jarðar, mannskepnan hefir ekki orðið útund- an. En eingöngu kaffi og vindlingar — nei, það getur ekki verið nóg. Velferð afkomenda vorra byggist á andlegum þroska og hæfni þessa fólks, þess vegna eigum við þá kröfu til þess, að það haldi sig einhvers staðar annars staðar en þarna, svo framarlega, að ekki sé reiknað með, að þetta séu allt húsvana og vegvilltir flækingar. — En það eru til stoltir sveinar og meyjar í þessum skara, sem eru sér þess meðvitandi, að þeim eru ýmsir vegir færir, sem öðrum verður hrösult á. Það er vel búið, að hafa tíma og fleira til að sitja yfir korg og eimyrju hálfan daginn, eða svo virð- ist sumum. Að vísu hafa ýmsir bjart- sýnismenn haldið því fram, að hægt sé að sitja við þessar kræsingar hálfah daginn fyrir aðeins svolítið á aðra krónu, ef vel sé á haldið, en það er nú sama. Þetta þykir samt fínt, að minnsta kosti gera það ekki allir. Sumir virðast reyndar þrífast sæmilega á þessu fóðri, andlega, en ég held það sé blekking, það hlýtur að vera blekking. Þó hefir heyrzt, að oft sé spaklega mælt, þegar

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.