Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1950, Side 7

Muninn - 01.03.1950, Side 7
M U N I N N 47 blossa upp, hann stígur dansinn eins og tilfinningarnar bjóða honum, hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Einmitt slíkir tímar hafa fóstrað list, ódauðlega list, þar sem frumleiki mannssálarinnar birtist oss. Þetta er ekkert einsdæmi um ísland. Renaissance-tíminn á Ítalíu er hlið- stæður. Rituðu menn ekki sögurnar um hinar fornu hetjur sem mótvægi gegn aldarhættinum, eins og Snorri Eddu sína? Eru ekki bókmenntir þessa tíma nokkurs konar íslenzkar renaissance- bókmenntir? Eitt helzta einkenni íslenzkra bók- mennta á þessum tíma er skírlífi. Er óhugsandi, að jsað stafi af andúð á óskírlífi og lausung aldarinnar? Slíkt heljarmenni sem Snorri hlýtur að hafa áhrif á samtíðarmenn sína. Hann reit Eddu sem mótvægi gegn nýjum áhrifum, hún er langfrumleg- asta rit þessa tíma. Hlaut hún ekki að liafa áhrif? Skáld allra alda hafa stælt. hvert annað. Ríkti ekki andi Snorra á þessum tíma? Er ekki þorri bókmennta vorra frá Sturlungaölcl skrifaður sem mót- vægi gegn siðspillingunn, óforsjáln- inni og lausunginni, sem ríkti? Þó að mér finnist andúð á aldar- hætti Sturlungatímabilsins víða rík|a í bókmenntum aldarinnar, þá gætir víða nýrra áhrifa frá riddarahugsjón- um Suðurlanda. Sturla Þórðarson sveipar nafna sinn og frænda, goðann á Sauðafelli, róman- tískri töfrablæju riddaramennskunnar með þessum línum um Sauðafellsför: „Þeir sögðu honum tíðindin. Sturla spurði, hvárt þeir gerðu ekki Solveigu; þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis." Þetta kemur víða fram í sögunum, einkum hinum yngri. Njála og Laxdæla endurspegla báð- ar áhrif hinna suðrænu riddarahug- sjóna. En þær gátu verið skrifaðar gegn aldarhættinum fyrir því. Höfundar fornbókmennta vorra horfðu á dauðadans þjóðveldisins, Jjeir sáu mannlífið í sinni ægilegustu nekt, þeir hlutu að verða fyrir áhrif- um, og ])au birtast okkur í sögunum. Hinar beztu sögur vorar eru skrif- aðar af mannþekkingu. Með einni setningu er sálarástandi manna lýst, í fáum orðum lesum vér langvinnt liugarstríð. Yfirleitt eru sögurnar skrifaðar frá sjónarmiði höfðingja. Ekkert er eðli- legra. Öldin var öld glæsilegra höfð- ingja, öld hnignandi mikilleika. Það er þessi hnignun, þessi ofsalega tign ljótleikans, sem mér finnst ein- kenna Sturlungaöld öllu framar. Síðari áhrif Sturlungaaldar á bók- menntir fara minnkandi. Ahrif Snorra urðu að vísu langæ, miklir menn marka jafnan djúp spor. Seinni tíma höfundar hafa sótt yrk- isefni í þetta tímabil, ort um einstaka menn og atburði. Matthías Jochumsson, Indriði Ein- arsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson hafa allir ort um per- sónur þessa tíma. Davíð Stefánsson segir í kvæði um Guðmund góða: „og þú ert biskup. . . . böðull þinnar tignar í augum allra Jreirra, sem borga skatta, bera höfðingsnafn." Aldarháttur Sturlungaaldarinnar var sorafenginn. En yfir honum ríkti samt tign, tign hins æðandi storms. En öldin var, eins og biskupinn, böðull sinnar tignar. Og eftir storm- inn færðist kyrrstaða og deyfð logns- ins yfir þjóðina. ÞANKAR Rósir, rauðar rósir brosa i sólskiríi. Fölhvítar rósir fylla vitin rósailm. Smárinn vaggar sólhvitum kolli, en jörðin undir er iðjagrœn. Gráttu ekki, góði, þótt kunnirðu ei stœrðfraði. Bráðum kemur kennarinn, hann bitur þig varla. Úti er vofið, vorið fyllir allt bliðu. Farðu út á eftir og andaðu að þér vorinu. T. LANDSLAG Mér þykir leitt, hér liggur hraunið kjurt, og löngun hef ég til að komast burt. En sþurning tiðum vaknar: veiztu hvurt þú vilt þá fara, og hvað þá tekur við? Ég veit það ekki, og ekki heldur þið. Jú til er laut og lyngi vaxin börð, svo la?igt. i burtu, þangað höldum við. Nei, það má ekki, það er friðuð jörð. Erlendur J ó n s s o n. L.JÓÐ Á vetrarkveldum vó™ðs löngum vorið um þig láttu aieyma, það, sem veitir von og sælu, v'mamál i sérhvert hjarta. Glamþar úti glóhvit mjöllin, gumar inni menntvef sþinna, einn ég eiri ei andans fræðum aleinn sit og dreymir sólskin. Vorsins barn, i vetrarbruna veikist, um það má ég hugsa, veit ég þó, að sól og sumar senn ég lit, ef aðeins þreyi. Er það ei von ég vorið lofi, vekur það ei fegurð alla, veitir það ei værð og hlýju, vakna ekki i þvi frjómögn lifsins? Sérðu vin nú vaknar eldur, vorsins glit um flóann skína. Finnurðu ekki fögnuð lífsins flæða imi i sálu þma? T. í frönsku eru tvö lík orð, jamhe (áótleggur) ogjambon (svínsflesk). Fyr- ir nokkru kom fyrir í VI. bekk %ine trariche de jambon fsneið af svíns- fleski). Maður nokkur þýddi það sneið úr mannsfæti. SÖKUM MARGVÍSLEGRA erfiðleika, annríkis og veikinda ritstjórnarinnar, er „MUNINN“ síðbúinn að þessu sinni, og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. — Næsta blað, tvöfalt að stærð, kemur vænt- anlega út um miðjan apríl. Ritstjórnin. iS^^xSx^íJkSxíxíXíx^xSxSxS^xSxí^^xÍ^^^^xÍx®

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.