Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 10
16 MUNINN Dálítið um jazzinn Um aldamótin 1900 kom fram ný stefna í tónlist í suðurríkjnm Banda- ríkja Norður-Ameríku. Þetta var jazz- inn, sem þarna var að ryðja sér til rúms. l'pphafsmenn hans voru negr- arnir, afkomendur svörtu þrælanna í Bandaríkjunum. Það var því ekki undarlegt, þótt hann yrði ekkert (>ska- barn, og menningin gæfi honum ljótt auga. Síðan liann kom fyrst l'ram, eru nú liðin rúm 50 ár, en eins og gefur að skilja, hefir hann breytzt mjög og þróazt á þeim tíma. Þróunarsaga hans myndi þess vegna taka of mikið rúm hér, og skal því ekki farið út í hana, auk þess sem hana er að finna víðast hvar, þar sem nokkuð er ritað um jazz. Eins og áður var drepið á, hefir jazzinn lengst af ekki átt upp á pall- borðið hjá flestum siðmenntuðum mönnum. Þetta slæma álit, sem hann hefir á sér, stafar að nokkru leyti af því, að sagt er, að í samanburði \ ið klassiska tónlist sé hann ekki neitt í neinu, og að nokkru leyti af þeim af- leita misskilningi, að hann sé ekki byggður upp eftir þeim reglum, sem tónlist á að vera byggð. Ber þá fyrst að gæta þess, að samanburður á jazz.i og klassiskri tónlist á ekki nokkurn rétt á sér, Jrví að þótt hvort tveggja sé byggt upp af' tónum, er ætlunarverkið sitt með hvorri tegund, og túlkunin allt önnur. I fáum orðum sagt, er jazz- inn fyrir danssalina, en klassiska tón- listin fyrir ,,konsert“-salina. \'arðandi Gvendur," segja þær og hlæja að láta- látunum í honum. Svefngalsinn virðist einnig hlaup- inn í Jjær. Þær tala um jrað, þegar hann setti anda í glas og Jónínu gerði svo illt, að hún spjó!! Skipið hefir lokið við að landa, og brátt eru kassarnir tómir. \ú k(jma harðsperrurnar og aðrir fylgiliskar fyrstu söltunarinnar í ljós. A Pollin- um er „Vestfirðingur", flugbátur „Loftleiða h.f.“ að hefja sig til flugs með ísfirzku handknattleiksstúlkurn- ar, er halda heim að löknu kveðju- samsæti. Lincla. þá skoðun, að jazzinn sé ekki byggður upp samkvæmt settum reglum tón- fræðinnar, er Jrað að segja, að slíka skoðun ættu menn alls ekki að láta í tjós, enda þótt hún væri fyrir hendi, því að hún ber vott um, að þann hæfi- leika að heyra, hvort tveir tónar hljóma eða ekki, vanti gjörsamlega. Þó er þessari skoðun bót mælandi al einni ástæðu, en |>að er vegna þess, að í jazzinum ber mjög á svonefndum „improviseringum“, en Jrað er (sam- kvæmt orðabók Freysteins) það, sem gert er undirbúningslaust. Þar hefir jazzleikarinn óbundnar hendur að nokkru leyti. Þar er honum ætlað að búa til nýtt lag, el svo mætti segja, þó með þeim skilyrðum, að laglínan, sem hann býr til, verður að fylgja sama grunnlagi og lagið, sem verið er að leika. Þetta verður auðskilið, ef það er borið saman við Jjað, að \ið getum fengið tvær lausnir úr annarrar gráðu líkingu, og báðar geta staðizt. Svarar Jí;í önnur lausnin til upphaflegu lag- línunnar, en hin til þeirrar, sem jazz- leikarinn býr til. Það, sem gefið er í dæminu, samsvarar grunnlaginu eða hljómunum í laginu. Þessar ,,impro\ iseringar" koma oft og tíðum eins og skollinn úr sauðar- leggnum, öllum, senr Jjessu eru lítt kunnugir, alveg á óvart. Þá hætta menn að fylgjast með, skella allri skuldinni á jazzleikarann og segja, að Jætta sé ósköp einfalt, „hann leiki bara falskt“. Annað mál er hitt, að fyrir kemur, að jazzleikarar, sem auðvitað eru misjafnlega góðir, víkja svolítið frá því, sem Jreim er gefið í laginu, ann- aðhvort vegna klaufaskapar eða til að gera útkomuna fallegri. Hvað túlkun jazzins snertir, er það að segja, að hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig, hvaða á- hrif jazzinn helir á hann. Mjög er á lolt haldið þeirri skoðun, að hann túlki hinar lægri hvatir mannsins, Jrað er að segja kynhvatirnar. Þetta kann að vera rétt svo langt, sem Jrað nær, þar sem jazzinn er nær eingiingu notaður til að dansa eftir, en dansinum fylgir alltaf hitt kynið. Aðrir álíta, að hann sé ýmist æsandi eða róandi, eftir því í hvaða mynd hann birtist, fyrir hvaða hvatir sent vera skal. Á uppvaxtarárum sínum hefir jazz- inn Jrurft að ganga gegnum erliða raun. Þarna'hefir liann henzt manna á milli, eins og bolti í blaki, og oft sætt misjafnri meðferð. Hefir þá farið með hann eins og boltann, að menn hafa séð ýmsar aðferðir til að koma honum sína réttu leið. Við það hafa komið fram mismunandi tegundir af honum. Ein af fyrstu tegundunum var „Dixieland“-jazzinn, og hefir honum skotið upp alltaf (iðru hverju fram til vorra tíma. Yfir Jressari tegund hvílir einhver fjörugur og léttur blær, ör\- andi í flestum tilfellum, en þó ein- stöku sinnum dálítið dapurlegur (blues). í góðri „Dixieland“-hljóm- sveit þurfa helzt að vera ljögur blást- urshljóðfæri eða fleiri og þrjú til fjög- ur „rythma“-hljóðfæri. „Dixieland“- jazzinn byggist einkurn upp af áður- nelndum „improviseringum", en er að því leyti frábrugðinn öðrum jazzi, að öll blásturshIjóðfærin „improvis- era" í einu. Þetta linnst mörgum oft og tíðum verða hálfgerður hrærigraut- ur, en til Jzess að skilja þetta betur, verðum við að breyta annarrar gráðu líkingunni okkar í líkingu af fjórðu gráðu. Ef einhverjir hafa áhuga á að kynnast Jressari tegund, má benda á, að góðar „Dixieland“-plötur, leiknar af Muggy Spanier, hafa flutzt hingað að undanförnu og eru vafalaust víða til í einkaeign. Önnur algengasta tegund jazzins er hin svonefndu dægurlög. I j)eim ber rneira á hreinum laglínum með rödd- um, en „improviseringar“ eru Jrar aðallega í „sóló“. I þessari tegund jazzins geta verið hljómsveitir, allt frá fjögurra manna og upp í svo stórar sem stærstar gerast og með alls konar hljóðfæraskipan. Dægurlögin eru, eins og nafnið bendir til, lög, sem einkum eru ætluð deginum í dag. Á morgun geta Jrau verið farin, og önnur komin í staðinn. Þetta eru yfirleitt létt lög, sem auðvelt og lljótlegt er að læra. Meðan þau ganga yfir, eru jrau á hvers manns vörum, en deyja svo fyrir fullt og allt. I dægurlagahljómsveitum ber talsvert á söngvurum. Dæmi um dæg- urlög eru lög eins og t. d. „Wilhel-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.