Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 11
MUNINN 17 mina“, „Bibbidi babbidi boo“ ogönn- nr slík. Dægurlagahljómsveit sú. sem nú ber mest á, er hljómsveit Victors Silvester, sem kunn er gegnum B.B.C. Mjög greinir á um, hvort telja skuli dægurlögin jazz eða ekki. Enginn dónt- ur skal á það lagður, bt ort er rétt, en þau eru að minnsta kosti mikið skyld hon um. Enn ein tegund, sem mikið ber á, er svo nefnd „swingmusic". Þar ber mest á litlum hljómsveitum með fjórum til sex mönnum. Einna frægastur á því sviði er hinn gamli, góði Benny Good- man, sem flestir kannast \ ið. Góðar plötur af þessari tegund eru t. d. „Out of Nowhere“, sem Coleman Hawkins leikur. Á síðari árum (eftir 1942) kemur svo enn fram ný tegund, en það er svo- kallað „be-bop". Þessi tegund er mjög frábrugðin þeim, er að framan grein- ir, og má svo heita, að hún sé gerbreyt- ing. Samanbörið \ ið annan jazz mætti einna helzt líkja henni við „abstract"- stefnur þær, sem nú vaða rnjög uppi í listaheiminum. I ,,be-boþ“ eru t. d. áherzlur gerbreyttar frá því, sem áður var, auk þess sem hljómakerfið er allt miklu flóknara. Hér eru einkum not- aðar litlar Idjómsveitir (tæplega stærri en með átta mönnum), og algengastar eru Ijögurra til sex manna hljómsveit- ir. Framúrskarandi á þessu sviði er George Shearing, sem nú er orðinn þekktur hér á landi af plötum. I hljómsveit hans er ekkert blásturs- hljóðfæri, og er það eitt mjög mikil breyting frá því, sem áður var. Þekkt- ar plötur með honum eru t. d.: „Sep- tember in the Rain“ og „As long as there is Music". Bæði þessi lög leikur M.A.-hljómsveitin, og má heyra þau hjá henni. Að lokum kemur svo tillaga til þeirra, sem áhuga hafa á jazzi. Gætum við ekki stofnað til samtaka, sem yrðu okkur bæði til skemmtunar og auk þess fræðandi. í fyrra og hitteðfyrra voru slík samtök hér í skólanum um klassiska tónlist, og gætu Jressi samtök, sem hér er getið, verið hliðstæð þeim. Við gætum fengið útvarpsgrammofón skólans að láni, og plötur mætti ýmist fá að láni, eða hver og einn kæmi með j)að, sem hann hefir yfir að ráða, því að búast má við, að flestir jazzunnend- ur eigi nokkuð af plötum. tfox. » Um skíðamennt1 Sú var tíðin, og Jrað fyrir ekki mörg- um árum, að hér í skólanum ríkti mik- i 11 áhugi á skíðaíþróttinni. Þá eignuð- umst \ ið okkar eigin skíðaskála, Út- garð. Þetta átak var leyst fyrir sérstak- an áhuga nemenda, og skíðaíþrótliiv fékk byr undir báða vængi. Virðist mér mesta blómaskeiðið hennar hafa staðið kringum árið 1940 og næstu ár á eftir. Hafði Jxí skólinn mörgum snjöllum skíðamönnum á að skipa. Skólamót voru háð í fjórum höfuð- greinum íþróttarinnar með ágætri þátttöku. Nemendur M. A. tóku þátt í Stórhríðar- og Akureyrarmótum með góðum árangri. Og síðast en ekki sízt, fimustu skíðamennirnir voru sendir á landsmót skíðamanna, og þar juku J^eir hróður skólans með vaskri frammistöðu. Nú finnst mér sem ský hafi clregið fyrir sólu. Síðustu árin hala skólamót ekki verið háð nema í göngu. Að vísu var gangan í fyrra fjölmenn, en nem- endur komu gjörsamlega óæfðir í hana, nema sigurvegarinn, annars- bekkinour, sem með áhuga og dugn- aði skaut efribekkingum ref fyrir rass og krækti sér í fyrsta sæti. Það eru of mörg dæmi Jtess, að nem- endur komi ekki á skíði, nema Jtegar farnar eru hópferðir upp í Útgarð. Handknattleikur og blak lilir góðu lífi innan skólans, en skíðaíþróttinni er minni gaumur gefinn. Gildi skíðaíþróttarinnar er óyggj- andi. Hún stendur innanhússæfingum framar að því leyti, að hún er stund- uð úti í ferskum svala vetrarloftsins. Hún veitir snerpu, en jafnframt mýkt og eykur viðbragðsflýti og snarræði. Skólanemendur! Verjum helgum og öðrum hentugum tómstundum í vetur til að fara á skíði. Sýnum, að við séurn Jress megnug að lyfta Jressari göf- ugu líkamsmennt í þann virðulega sess, sem hún áður skipaði. Að vísu getum \ið ekki búizt við miklum árangri fyrst í stað, en framfarirnar koma fljótt í ljós, og hálfnað er verk ]rá hafið er. Eff. Hvíldin hæfir vinnunni, eins og augnalokin augunum. IMUNINN | öskar öllum lesendum sinum, S nœr og fjær, gleðilegra jóla og g farsæls komandi árs. X GETRAUN V N L M D Ö R F A N U F R U N N R A F RFU M GÖ R Ö N N F M 1. U f ])essu margföldunardæmi á að linna út, hvaða tölustaf á að setja í staðinn fyrir hvern bókstaf, sVo að margföldunin sé rétt. Síðan á að raða bókstöfunum eftir tölugildi Jreirra frá 0—9 og ])á á að koma út orð, sem á vel við ]:>etta dæmi. Ef stafurinn D er gefinn jafn og 7, [)á er auðvelt að finna lausn getraunarinnar. Hvert er orðið? Það var i stjörnufræðitima. Kennarinn hafði fengið nemanda einn sér til aðstoðar við að reikna dæmi. Eftir miklar vangaveltur olt til- O O færingar komust Jreir félagar að þeirri niðurstöðu, að 28.5° hlytu að vera minni en óþekkta stæiðin, li. ,Arið skulum sjá, hvað er ]>á li?" Nemandinn hélt uppteknum hætti og sagði sem minnst. Meira að segja kennarinn hljóðnaði, hann klóraði sér í höfðinu og virtist þurfa ósköpin öll að hugsa. Eftir langa og vandi'æðalega þögn birti yfir ásjónu hans, og á andlitinu ljómaði barnslegt sigurbros,. Hann leit ánægjuaugum út í bekkinn (og a. m. k. mér fannst hann segja sig sjálfan sig: „Takk fyrir, það er gott“), en við okkur sagði liann: „Þið sjáið það, eða er ekki svo? Fi er náttúrlega stærra en 28.5°.“. Eastaðu ekki matinn, j)ótt lystina vanti. Það, sem Jrú ert, sér Jjú ekki; það, sem Jrú sér, er ])inn eigin skuggi. — R. Tagore.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.