Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 2

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 2
20 MUNINN Um málakennslu og málanám Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að málakennslu í framhaldsskól- um vorum er yfirleitt eigi á þann hátt hagað sem æskilegt væri. Þrátt fyrir gagngerar umbætur á skipulags- málum skólanna á síðustu árurn, hefir láðst að koma kennslunni sjálfri í við- unandi horf. Rannsóknir síðari ára á þeim vettvangi hafa leitt svo margt og merkilegt í Ijós, að furðulegt má heita, að umbætur þær, sent þær gefa tilefni til, skuli ekki þegar hafa verið gerðar nema að litlu leyti. Er sökin án efa verulega kennaranna sjálfra, en þó mun hið afmarkaða og einskorðaða námsefni, sem víðast hvar mun kraf- izt, að farið sé yfir með góðu eða illu á ákveðnum tíma, öllu fremur skera kennurunum stakk. Mega þeir lítt unr frjálst höfuð strjúka fyrir reglugjörð- um og fyrirmælum og gætu vart hag- að kennslu sinni að eigin geðþótta, þótt vildu. Hver og einn hamast á nemendum sínum, að þeir ljúki settu námsefni, þótt allt sé komið í eindaga. Ætla mætti, að mikið væri lært með slíku kappí, en það er síður en svo: AUt er glundroði og fátt til frambúð- ar. Þá er nemendum þyngt úr Iiófi með fjölda námsgreina, sem grautað er í og lirært í flýti, svo að úr verður hreinn kaos. Virðist svo sem einkunn- arorð skólanna nú mætti skrá non rnultum sed mulla, sem eru öfugmæli við hið latneska spakyrði. En látum þó vera, þótt víða sé kom- ið við í skólalærdómi vorurn, ef ár- angur væri í samræmi við fyrirhöfn. En þar er almennt pottur brotinn. Er þar fyrst og fremst um að kenna úrelt- um kennsluháttum, sem aftur stafa af þrjózku og þröngsýni kennsluyfirvald- anna. Hætt mun og við, að hinum eldri og vanabundnari lærifeðrum gætist lítt að róttækum breytingum, jafnvel þótt þeir sæju að til bóta væru. Hinum yngri og frjálslyndari kennur- um er aftur á móti núverandi ástand í þessum málum að nokkru sjálfskapar- víti. Væri þeim að engu vorkunn, þótt þeir leituðu nýbreytni eftir því, sem föng væru á, og reyndu að hafa áhrif á starfsbræður sína til hins sarna. Væri þá skamrnt til tillagna um æskilegar umbætur, er í lög væru leiddar. Óvíða eru kennsluaðferðir í ísl. framhaldsskólum svo úreltar sem í kennslu tungumála. Er óþarft að lýsa þeim aðferðum, þar sem öllum við- komandi eru þær að „góðu“ kunnar. Er það tilfinnanlegast í byrjenda- kennslu, og gætir þar hins alranga skilnings, að þar skuli sömu aðferð viðhafa og hjá þeim, sem lengra eru komnir. Því grundvallaratriði er gleyrnt, sem liafa ber hugfast í allri málakennslu, að barnið lærir málið eins og það er talað af þeim, senr það hefir samneyti við. Hvort sem það er mállýzka eða þjóðtunga lærir það full- komlega hið mælta mál, svo að það getur fyllilega skilið og gert sig skilj- anlegt í tali. Lestur og skrift málsins lærir það eftir að hafa lært að tala. Af þessunt orsökum er það álit margra, að því líkari sem kennslustofan er heimili, því frekar ættu nemendur að geta aflað sér staðgóðrar þekkingar í eriendu máli á tiltölulega skömmum tíma. En auðvitað er það augljóst, að kennslustofa, þar sem kennari kennir nokkrar stundir í viku ef til vill um 30 nemendum, sem þegar hugsa á máli, sem þeir kunna, getur aldrei gegnt hlutverki lieimilis, þar sem „kennararnir" eru fleiri og hugir barnanna eru óháðari hugmyndum og lærðum merkingum orða. Barnið lærir móðurmál sitt á fullkomlega eðlilegan og náttúrlegan hátt. Þess vegna ber að forðast, sem unnt er, all- ar þær aðferðir, sem brjóta í bága við þá reglu. Nauðsynlegt er því að gera frekari grein fyrir, hvernig barnið lær- ir að tala. a) Nöfn hluta, verknaða og eigin- leika eru lærð þannig, að þau eru beint tengd við það, sem þau eru tákn fyrir. Það, sem haft er á höfðinu er hattur, hröð hreyfing fótanna er að hlaupa, viss litur er rauðxir. Barnið þarf ekki að hugsa um annað orð ná- kvæmlega sömu merkingar. Hattur er ekki þýðing annars orðs. Enda þótt því sé ruglað í byrjun saman við orð- ið húfa, þá þýðir barnið ekki hattur = húfa. Það tengir saman hlut og heiti. b) Barnið lærir orðin með hjálp heyrnarinnar. Það tengir hlut o. s. frv. við hljóð, eitt eða fleiri, en ekki við mynd ritaðs hljóðs í huganum. c) Enda þótt nöfn séu í fyrstu lærð ein sér, þá heyrir barnið þau sjaldan notuð þannig og lærir því fljótlega að nota þau í tengslum við önnur orð. Mismunandi umhverfi getur valdið miklum mun í orðaforða, en orð- tengslin haldast jöfn. Sveitadrengur þekkir og notar fjölda orða, sem eru framandi dreng í fiskiþorpi og vice versa. Báðir tala samt hið sameiginlega móðunnál reiprennandi. d) Barnið aflar sér mjög mikils orðaforða í sambandi við verknaði. Það horfir á e-ð, bendir á það, hleyp- ur að því, leikur sér að því o. s. frv. Það er ekki um neina þýðingu að ræða. e) Barninu skjátlast hvað eftir ann- að og gerir ótal rnistök, en er stöðugt leiðrétt af þeim, sem það hefir sam- neyti við. f) Barnið er æ og ævinlega háð vægri neyðingu. Því liggja margar óskir á hjarta, sem verður að tjá í orðum, ef þeim á að vera fullnægt. g) Á meðan barnið lærir að tala, er enginn skortur á kennurum. Allir, sem það hefir samneyti við, og allt, sem það sér í kringum sig, hjálpar því að læra málið. Tíminn er ótakmarkaður, það lær- ir svo lengi, sem það vakir, en ekki nokkrar stundir í viku, og ekki er b í- dögum til að dreifa. h) Seint og snemrna rifjar barnið upp það, sem það hefir lært. Það teng- ir sömu hljóðin sömu hlutunum og heyrir sömu orðtengslin. Slík upprifj- un varir allt þar til tengsl hluta og hugmynda við viðeigandi hljóð verða fullkomlega ósjálfráð og ómeðvituð. i) Lærdómurinn er fullur marg- breytni og aldrei þreytandi, í raun og veru lærir barnið, þegar það leikur sér, og leikfélagar þess eru á meðal kenn- aranna. j) Það mál, sem barnið lærir, er lif- andi mál, hið notagilda mál dagsins í dag. Það lærir að lesa og skrifa á grundvelli hins talaða máls. Af framangreindu er augljóst rétt- mæti hinna svonefndu nátúruaðferða (Framhald á 23. síðu.)

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.