Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 3
MUNINN
21
Skemmtiför VI
I blíðskaparveðri laugardaginn 6.
október sl., kl. 13.30 eftir íslenzkum
sumartíma, renndu tvær stórar far-
þegabifreiðar frá Menntaskólanum á
á Akureyri. Þær voru hlaðnar ungu
fólki, sjöttabekkingum, sem bugðust
með 3l/, dags ferðalagi suður um land
hrinda af sér þreytu og leiða eftir erf-
iði við að skerpa skilningarvitin með
lestri og undir tilbreytingarlausum
yfirheyrslum lærfeðranna í næstum
fjóra daga.
Hending ein nrun hafa ráðið, hvern-
ig menn skipuðust í bifreiðarnar, en
brátt kom í ljós, að í þeim var um
tvo allólíka hópa að ræða, og virtist
belzt ríkja rómantik í öðrurn, en í hin-
um raunsæi.
Hinn síðarnefndi tók þegar foryst-
una, sem leiddi af sjálfu sér, þar eð í
honum voru bæði fararstjórinn, Stein-
dór Steindórsson, og „inspector sco-
lae“.
Brátt var söngur hafinn, en daufar
voru undirtektir til að byrja með, og
söknuðu menn þá innilega söngva-
gyðjunnar Þóreyjar og driffjaðrarinn-
ar Dagfríðar. — En maður kemur í
manns stað. — Nýir söngkraftar voru
uppgötvaðir, svo sem þeirra Elsu og
Gunna Bald, og er komið var vestur
í Öxnadal söng liver sem betur gat,
og skar sig þá vel úr hljómfögur og
þýð rödd Friðriks Stefánssonar.
Er að Silfrastöðum í Skagafirði kom,
sást úti maður á móbrúnum jakka, og
liugðu menn þar vera bóndann, Jó-
hann Lárus Jóhannesson, vildu heilsa
upp á hann, og var nú farið út úr
bifreiðunum. Kom í ljós, að hér var
um vitlausan mann að ræða, og var
þá látið nægja að taka myndir af
staðnum, en á rneðan notuðu nokkr-
ar stúlkur tækifærið, hlupu bak við
hól og bundu skóþveng sinn. — En
Jóhann var látinn í friði vera.
Næst var staðnæmzt á Blönduósi,
og fékk Nína að skreppa lieim, en
hitt fólkið tæmdi brauðbúð kauptúns-
ins, og birgðu margir sig upp með
vínarbrauðum og slíku hnossgæti, því
að nú var langur akstur fyrir hönd-
um, þar sem næsti áfangastaður var
Borgarnes.
Mestur hluti þeirrar leiðar var far-
. bekkjar 1951
inn í rökkri eða þoku og myrkri, en
ekkert af því náði inn fyrir veggi bif-
reiðanna, að minnsta kosti í fyrri bif-
reiðinni. Skemmtu menn sér vel við
söng og kveðskap, orðaleiki og frá-
sagnir, kryddaðar hnyttnum bröndur-
um, en efni til glaðværðar l)rást aldrei
þar, sem Steindór Steindórsson var. —
Hljótt fór um það, hvað gerðist í liinni
bifreiðinni þennan tíma, en vitað er,
að skammt frá Hreðavatni var róman-
tiskri ró manna fremur liarkalega rask-
að, er bifreiðin fór lítillega út af veg-
inum í því, er hún vék einum of
mikið fyrir annarri. Þurfti að sækja
bifreið til Hreðavatns til að koma
henni upp á veginn, svo að nokkur
töf varð, sem leiddi til þess, að fyrri
hópurinn liafði þegar satt sig á hóteli
Borgarness, og var ótti tekinn að grípa
menn, er bifreiðin renndi í lilað.
Heyrðust þá raddir einhverra, er fyr-
ir voru, að gott ættu þeir, sem nú
ættu eftir að gæða sér á krásunum. —
Gist var í skólahúsi Borgarness, nýju
og mjög reisulegu húsi, sem í alla staði
fullnægði kröfum hinna tignu gesta.
— Aður en gengið var til náða, fóru
hinir lróðleiksfúsustu út og skoðuðu
staðinn og næsta umhverfi. Brá þá
fyrir myndleiftrum úr fornum sög-
um. Þeir sáu fyrir sér Skalla-Grím
hlaupandi á eftir Brák út í utanvert
Digranes (Borgarnes), þar til hún
hljóp út af bjarginu á sund, og Skalla-
Grím kasta eftir henni steini miklum
og setja milli herða henni. Þeir sáu
haug Skalla-Gríms og minntust þess,
að hjá honum hafði lagt verið liestur
hans, vopn hans og smíðatól, og síð-
ar, er Egill reið með lík Böðvars, son-
ar síns, út að haugnum og lagði það
hjá Skalla-Grími. —
Næsta morgun fengu menn sér
smáhressingu á hótelinu, en síðan var
haldið, þar sem leið liggur, um Lund-
arreykjadal og Uxahryggi, en er á þá
kom, hafði skollið á versta veður,
hvassviðri og rigning, svo að naumast
var liægt að fara út úr bifreiðunum
til þess að komast í sæluhús þar og
narta í nesti það, sem haft hafði verið
með. — Því næst var komið niður á
Þingvelli og þaðan ekið að Ljósafossi
og mannvirki þar skoðuð. Var þá enn
hellirigning og hvasst, svo að álitið
var, að lítið myndi verða garnan að
aka mikið lengra jrann daginn. Var
Kerið í Grímsnesi skoðað og ekið nið-
ur á Selfoss, en síðan haldið til Hvera-
gerðis og búið um sig í seli Mennta-
skólans í Reykjavík.
Var komið þangað um 5-leytið á
sunnudaginn. — Þótti mönnum mikið
koma til þess glæsibrags, er þar var á
öllu, sjóðbita í húsinu og allra þæg-
inda og gátu ekki varizt að bera hann
saman við litla skálann Útgarð í Gler-
árdal. — Strax var settur upp matur,
súpa og kjöt, er sjóða þurlti í einum
fjórum eða fimm pottum, stórum og
smáum. Gekk suðan hægt, en menn
áttu erfitt með að festa sig við nokkra
leiki á meðan, því að maginn og mat-
urinn voru þá helztu hugðarefnin.
Þó fóru nokkrir að spila og aðrir að
tygja sig til í herbergjum sínum, því
að ferðabúningar og ómálað kvenfólk
virtist tæplega eiga heima í djúpum
stólum þessa slots. — Vel gekk að
skipta matnum niður, og eftir máltíð-
ina kvað Steindór sig varla hafa bragð-
að ljúffengari mat um dagana, og tóku
margir undir það.
Allir komust í himnaskap, og menn
fundu hjá sér ákafa löngun til að velta
sér um stund í volgu og miklu vatni
í sundlaug staðarins og síðan að fá að
aka ofurlítið um í bifreiðurtum. —
Selið tæmdist næstum af fólki. Eftir
voru aðeins helztu bridgegarparnir:
Toggi, Guðmundur Þorsteinsson o. fl.
Spiluðu þeir af mesta fjöri fram eftir
kvöldi, fengu sér tesopa og röbbuðu.
— Steindór gerðist nú órór út af fólk-
inu, en brátt kom allstór hópur af því,
og var þá strax byrjað að dansa, — og
nokkru seinna kornu þeir, sem eftir
voru. Höfðu líka bætzt í hópinn fjórir
piltar úr 6. bekk Menntaskólans í
Reykjavík, er leyfi höfðu fengið til að
dveljast þarna um nóttina. Var haldið
áfram að dansa og skemmta sér um
stund, en síðan gengið til náða, — en
áður gat Þóra Davíðs glatt stúlkurnar
með því, að halda ætti dansleik í
M. R. næsta kvöld og yrði ferðahópn-
um boðið þangað.
Á mánudagsmorgun var veðurútlit
ekki sem verst. Öðru hvoru birti upp
með glaðasólskini, en skúrir eða skúra-
leiðingar voru á milli.
Fyrst var ekið suður í Þorlákshöfn,
(Framhald á 26. síðu.)