Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 6
KINVERSK GRJON
Prédikarinn: Allt er hégómi.
Lesendur góðir! Það er skrifað svo margt
fagurt og ljóðrænt í blaðið okkar, að mér
finnst það varla saka, þótt þessar línur fái
að fljóta með.
Ég, Jónatan Jónatans, hef frá mörgu að
segja, og saga mín er ákaflega sorgleg; Ég
má vart líta svo á hana, að ég fái tára bund-
izt, og ég veit, að þið munuð samhryggjast
mér af öllu ykkar göfuga hjarta.
En hlustið á mína sögu.
Ég, Jónatan, stóð fyrir utan glugga neð-
ariega á Blóðgötu, og það var hellirigning.
Svo sannarlega. Þetta bölvað regn hafði
þegar gert mig hundblautan. Það er mjög
átakanlegt að standa fyrir utan búðar-
glugga, eftir að búið er að loka og vera
drepvotur, og það í febrúar. En í gluggan-
um voru spánverskir hundar. Og kærastan
mín, hún Gunna Jósafats, elskaði spán-
verska hunda af öllu ríki sínu, af öllum
mætti sínum og af allri dýrð sinni. Amen.
Heill sé þér, meistari! heyrðist sagt
dimmri röddu fyrir aftan mig. Ertu með á
Steingrímsstöð?
Þetta var Björn kommúnisti, minn góði
vinur. Hann var maður stundarinnar, mað-
ur heimsins. Auk þess bar hann yfirskegg
og passíuhár.
Hvað er það nú? spurði ég eins og kona.
Vini mínum þótti svarið fávíslegt, en lét
á engu bera og skellti í góm. Hún er heitin
í höfuðið á honum Steina verkfræðingi; er
hérna í Rónagötunni, nr. 10. Það fást þar
kínversk grjón. Höfðingjamatur. Þeirra er
ekki liægt að vera án.
Ég er bara alveg skítblankur, sagði ég.
Kæri vinur, ég splæsi á þig. Þú mátt til
með að eta kínversk grjón. Hver sem er
getur orðið listamaður á því: Skáld, málari,
stjórnmálamaður. Það er eins og rússnesk-
ur vodka með tékkneskum kavíar. Það er
heldur betra en að híma liérna, eins og stóð-
meri í rigningunni. Á hvað ertu að glápa,
maður? Komdu.
Ég er að horfa á spánverska hunda, sagði
ég um leið og ég sneri baki í búðarkomp-
una. Ég er nefnilega trúlofaður, eða það
lield ég.
Við vorum þegar komnir af stað. Ég tók
eftir því, að það var dottinn dálítill partur
neðan af horninu á frakkanum hans. En
hvað gerði það til. Björn kommúnisti var
ekki einn af þeim, sem bera persónuna í
klæðaburðinum. Við eigum ekki að vera
að troða því uppá okkur, sem ekki vill
fylgja okkur, var hann vanur að segja.
Við borðum kínversk grjón fyrir hjóna-
bandinu og ykkur. Heill sé ykkur báðum,
hjónaleysunum.
Brátt blasti við stór auglýsing, sem var
máluð á gangstéttina:
kinversk grjón
fjörefnarík nærandi
holl ungu fólki
hér er stöð steingríms
Eftir strætinu komu tveir menn og héldu
.auglýsingaspjaldi á milli sín. Þetta var mjög
hrífandi sjón, og mér fannst sem ég væri
ekki lengur blautur.
Tæknin í auglýsingunum stendur fram-
ar hverju einasta elektricitets-verki. Hún er
hinn stóri punktur í hámenningunni, sagði
Björn.
Undir veggnum hímdu tveir hlykkjóttir
slánar á kynþroskaldrinum. Annar þeirra
sagði, . . . . og hvað heldurðu, að hún hafi
þá sagt, maður? Það var sá ógreiddi.
Eins og ég viti eitthvað um það, sagði sá
með glóðaraugað. Hún hefur sennilega sagt
þér að fara til fjandans.
Nei, ekki aldeilis. Hún sagði: Ó, je minn
góður, hvað þú ert agalega mikið krútt. Og
58 MUKINN