Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 11

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 11
taug, hver fruma í líkama hans, sál hans, var í spurningunni. „Já,“ svaraði hún lágt. „Já!“ hún hafði blá, yndisleg augu. „Já!“ hún elskaði hann. „Já.‘ „Eftir þrjár vikur kem ég aftur af sjón- um, og þá verðum við alltaf saman.“ „Þarftu að fara?“ Hún var óróleg og hélt fast utan um hann. „Já, en ég kem aftur. í raun og veru fer ég ekki frá þér. Þú ert hluti af mér, og ég er hluti af þér. Það er þannig, af því að við elskumst. Þegar ég fer, þá ferð þú. Hvar sem ég er, þar ert þú. Það er guð, sem segir það. Og við skiljum það núna. Það er ástin. Þess vegna get ég farið, af því að þú ert í mér, og ég er í þér, og ekkert getur skilið okkur sundur. Skil- urðu við hvað ég á?“ „Ég veit það ekki. En ég veit, að þú elsk- ar mig.“ „Allt líf er ást. Allt, sem lifir. Þessi jörð, sem við iiggjum á, er fósturjörðin okkar. Finnurðu, hvernig hún heldur utan um þig? Hvernig hún þrýstir jrér að sér. Svo undurblítt. Eins og móðir þín, Jregar þú varst barn. Við erum börn þessarar jarðar. Jörðin elskar mig, elskar þig. Allt.“ Þegar kólnaði um kvöldið, gengu þau burt. Tvö saman. Piltur og stúlka. Tvö saman. Eitt. Þ. Geirsson. LEIÐRÉTTING í öðru tölublaði Munins í ár birtist verð- launabotn Óttars Einarssonar við fyrripart, sem „slegið var upp“ á skemmtun Munins í haust. Því miður misritaðist botninn, en réttur er hann svona: Stoðar ekki boð né bann, beitt er þekking Amorslista. Blaðið biður höfund velvirðingar. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNUMÓTIÐ Knattspyrnumót í. M. A. fór fram í októ- ber og nóvember, og ber að Jrakka knatt- spyrnunefnd fyrir, hve mótið gekk vel fyrir sig, en það rná kallast fátítt, að móti þessu sé lokið fyrir jól. Að þessu sinni var keppt í tveimur riðl- um, í fyrri riðli ,léku miðskóladeild og III. bekkur. III. bekkur sigraði með yfirburð- um í þeim riðli og öðlaðist því réttindi til að leika í seinni riðlinum, eða með efri bekkjunum. Allir efri bekkirmr sendu eitt lið hver, nema fjórði, sem sendi tvö lið. Keppni í efri riðli lauk með sigri A-liðs ijórða bekkjar, aðrir urðu sjöttu-bekkingar, J^á fimmti bekkur, f jórðu urðu þriðju bekk- ingar, en B-lið fjórða bekkjar rak lestina með eitt stig. Leikirnir í mótinu voru nokkuð góðir, 'en þó báru leikir milli fjórða og sjötta bekkjar af, en þeir bekkir léku tvo leiki til úrslita, hinn fyrri varð jafntefli, en þann síðari unnu fjórðu bekkingar með tveirn mörkum gegn einu, eftir hörkuspennandi leik, sem hefði eins getað lokið nreð sigri sjötta bekkjar, en það sem bjargaði sigri fjórða bekkjar var það, að vörn þeirra reyndist sterkari en sjötta, en annars eru liðin mjög jöfn. Um liðin er annars Jretta að segja: Fjórði bekkur B-lið: í þessu liði léku piltar, sem allir eru liðtækir í knattspyrnu en vantaði algjörlega hörkuna, þeir náðu jafntefli við fimmta bekk, og má það teljast gott. Fjórði bekkur sýndi enn og sannaði hve mikill íþróttaandi er ríkjandi í bekkn um með Jrví að senda tvö lið. Fimmti bekkur: Lið J^etta var ósamstillt og ójafnt og var að margra áliti slakasta lið riðilsins. III. bekkur: Lið þetta á góða einstak- linga, og liðið gæti orðið gott með meiri M U N 1 N N 63

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.