Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1961, Side 8

Muninn - 01.03.1961, Side 8
KONGULLOIN 1 horninu við fataskápinn stóð köngulló. Ég segi stóð, því að það var nákvæmlega það, senr hún gerði; hún skreið ekki eða sat, eins og við hefði mátt búast af slíkri veru, hún stóð á löngum köngullóarfótum grafkyrr og virtist lilusta. Ég sá hana alla leið úr rúminu, hún var á stærð við barns- hönd, og ég gat virt hana mjög nákvæmlega fyrir mér í skímu náttlampans, sem ég aldrei slökkti á. Ekkert á henni hreyfðist hið minnsta; hún stóð á Ijósmáluðu gólf- inu, næstum eins og krakki lrefði krassað þarna að gamni sínu. Hún gat verið eitruð, ég þekkti ekki skordýr í Afríku og gat því ekki varazt þau, en hataði þau af öllu hjarta. Fyrir utan netvarinn gluggann kváðu stöðugt við hin mörgu hljóð hitabeltisnæt- urinnar. Það, senr ég hafði haldið fyrstu nóttina, að væri ljónsöskur og því legið titr- andi af hræðslu heila eilífð, hafði reynzt vera froskasöngur frá nálægri tjörn, senr aldrei þagnaði alla nóttina, frenrur en ískur- suð flugnanna í runnunum við svalirnar, auk þess mjúkt fótatak svörtu þjónanna á stéttinni utan við dyrnar, fiðrildi, senr köst- uðu sér á netið fyrir glugganum, alls konar hvískur og skrjáf, sem heyrðist, þegar eðl- urnar skutust gegnum grasið. Nú orðið þekkti ég flest þessi næturlrljóð og óttaðist þau ekki lengur. Fyrsta nótt mín í Afríku lrafði verið barátta við óstjórnlega hræðslu, endalaus röð klukkustunda, sem snigluðust áfram, meðan ég sat í lrnipri í miðju rúnr- inu í ofsaheitu herberginu, stöðugt viðbú- inn að verjast þeim endalausa straunr sporð- dreka og snáka, sem ínryndun nrín kallaði franr, eftir að ég lrafði séð litla, gráa eðlu skríða á veggnum og feitan frosk hoppa yfir fótinn á mér rétt við dyrnar. Að lokunr lrafði ég svarið Afríku ævarandi lratur, eins og maður hatar það eitt, sem ekki er hægt að verja sig fyrir. Þannig orka fyrstu kynnin við þessa dularfullu heimsálfu á flesta Evrópubúa, það er ekki fyrr en seinna, sem kemur í ljós, að Afríka lrefur hertekið þig, að þú átt ekki afturkvæmt. Nú var ég ann- ars orðin svo hugrökk, að ég var hætt að hrista öll rúmfötin á kvöldin í leit að sporð- drekum, þótt ég færi enn mjög varlega í skóna á morgnana. Ég lá grafkyrr og starði á köngullóna. Á náttborðinu nrínu stóð sprauta með skor- dýraeitri, en ég áræddi ekki að nota hana, ég hafði þá hjákátlegu tilfinningu, að köng- ullóin myndi ráðast á mig, ef ég hreyfði mig. Mér fannst illgirnin streyma út frá lienni, grimmdin og drápgirnin, sem fylltu þetta litla kvikindi, hana langaði í blóð. Frammi á ganginum voru tveir þjónar að tala lágt saman. Köngullóin byrjaði að skríða. Fyrst að- eins tvo, þrjá þumlunga, stanzaði og virtist hlusta að nýju. Ég hef aldrei trúað því, að köngullær geti heyrt nokkurn skapaðan hlut, og því tortryggt söguna um köngulló Beethovens, sem alltaf kom til að hlusta á hann leika á píanóið, þegar hann var dreng- ur. En þessi köngulló hafði allan svip þess, sem hefur numið staðar, til þess að hlusta, bíður ákveðins hljóðs, eða reynir að glöggva sig á þeim, sem þegar berast. Svo skreið hún áfram. Nær rúminu. Furðulegt, hvað maður getur stundum þráð mannlegan félagsskap. Ég hefði aðeins þurft að kalla, til þess að einhver þjónanna kæmi, en ég hafði einu sinni beðið einn þeirra að ná eðlu undan skrifborðinu mínu og á eftir heyrt hann segja hlæjandi við annan þjón: „Það var sú frá Grænlandi eða Noregi, hún má ekki sjá neitt skríða." Og ég hafði líka séð, hvernig hann kom eðl- unni út nreð sóp, hvernig hún skauzt, krain- in og limlest, út í myrkrið til að deyja. Ég hataði dráp og líkamlegan sársauka. Senni- lega þó sársaukann meira en nokkuð annað. 60 MUKINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.