Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 7

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 7
svo kom hún með mér eins og skot. Karlinn og kerlingin voru sofnuð og Anna systir útí bæ. Svo þetta var sko allt í lagi. Við gengum inn og settumst við eina borðið, sem var laust. Ég leit í kringum mig og horfði á fólkið borða kínversk grjón. Menn kepptust við, dæstu og stundu og bólgnuðu út. Þjónn kom hlaupandi og bugtaði sig. Hann var kófsveittur. Björn, minn góði vinur, mælti: Serviteur, færið oss tvöfaldan skammt af kínverskum grjón- um. Þjónninn fór með það sama til þess að færa okkur þessa fjörefnaríku fæðu. Hér var lífið í fullum 2;anaíi. Menn komu, menn fóru, og rakst hver á annan. Það er lífsins saga. En surnir báðust líka af- sökunar og skömmuðust sín. Þeir vissu, að Guð gæfi þeim medalíu fyrir. Menn töluðu og þeir hlógu, sumir blístruðu eða þá köll- uðu, uppá tilbreytingu frá kliðnum. Sumir ræddu lífsins vandamál og aðrir slógu fram bröndurum og hlógu síðan að þeim. En drýgstir af öllum voru þeir, sem höfðu áhuga fyrir gjörðunr náunga síns; og það er lofsvert. Þjónninn kom að vörrnu spori með fat og diska, setti á borðið framan við okkur og fékk okkur prjóna. Síðan hljóp hann braut. A fatinu voru kínversk grjón, og svo mjög hafði vinur minn útlistað töframátt þeirra og hollustu, að vatnið kom fram í munninn á mér, þótt ég hefði aldrei bragðað slíkan kost áður. Fyrst fékk ég mér dálítinn slatta á diskinn og stakk prjóninum í grjónahrúg- una, en það tolldi ekkert á honum. Vissu- lega roðnaði ég svolítið, en lét á engu bera, dró upp vasaklútinn og þurrkaði mér um liendurnar, en athugaði á meðan gaumgæfi- lega, hvernig Björn, vinur minn, beitti prjóninum. Þar eð Björn hafði bæði sigrað andann, persónuleikann og prjón, þá hlaut ég að geta sigrað prjón. Þegar ég hafði kom- ið vasaklútnum á sinn stað, hóf ég því aftur tilraunir með prjóninn, mjög nákvæmar og vandasamar, og tókst að koma einu grjóni upp í mig. Brátt hafði ég náð leikni og ör- yggi í allri meðferð prjónsins og hámaði í mig grjónin. Aðferðinni er mjög erfitt að lýsa, enda flókin. Ég lauk við skammtinn og fékk mér aftur á diskinn. Fiðringur fór um lioldið og fögnuður sálina. Sá er fær í flestan sjó, er neytir slíkrar fæðu. Kvöldið rann braut frá samræðum okkar um heims- ins mál, stjórnmál og konur og mörgum skömmtum af kínverskum grjónum. Það var orðið áliðið, þegar við komum okkur saman um að ljúka máltíðinni og halda heimleiðis. Enn hírndu strákarnir undir veggnum, ámátlegri en fyrr. Hún er ekki fædd í gær, hún Gunna Jósa- fats, sagði sá ógreiddi, um leið og við fórum framhjá. Snemma morguninn eftir vaknaði ég og hafði slæman verk í vinstra herðablaðinu. Ég bylti mér sitt á hvað, en sársaukinn minnkaði ekki. Ég staulaðist því framúr og hringdi í doktorinn. Og hvað hafði ég upp úr því? Jú, nti sit ég hér, Jónatan Jónatans, vesæll maður, og rná ekki borða kínversk grjón. Án þeirra verð ég að lifa lífinu eftirleiðis, í eymd og angri. Það er mín raunasaga. h. SJÁLFSM ORÐ Þín vegna ég þjáist daga og nætur. Þín vegna ég lít ei glaða stund. Þín vegna minn þanki ei hlær né grætur. Þig ég elska, fagra, ljósa sprund. En þitt er valdið; athöfn þín og orð, sem endurskin frá spegli þinnar sálar stjórna mínum gerðum. Gömul morð ég grufla upp, og skotið lífi kálar. — nemo. M U N I N N 59

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.