Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 19

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 19
UM DAGINN OG VEGINN Spuming dagsins. Spurning dagsins verður að þessu sinni: Teljið þér breytinga þörf á leyfisfyrirkomu- laginu hér í heimavistinni? Þessari spurningu svara umsjónarmenn vistanna. Snorri Þorgeirsson, Norðurvistum: „Fyr- irkomulag það, sem hefur verið á lokunar- tíma og leyfum hér í heimavistinni, er að mörgu leyti úr sér gengið og hlýtur að breytast innan tíðar. Mín skoðun er þessi, í fáurn orðum: Bíóleyfin, sem gefin hafa verið til kl. 23, eiga að framlengjast til kl. 23.30. Þá eru langflestar kvikmyndir búnar og því hægt að loka vistinni umsvifalaust, en á því hefur verið misbrestur. Heimavist- inni á að loka kl. 23.30 frá og með 1. apríl eða að nrinnsta kosti frá því að kennslu lýk- ur og til skólaslita. Er þetta mjög nauðsyn- legt, og veit ég, að í þessu efni mæli ég fyrir munn margra.“ Þorbjörn Á. Friðriksson, Suðurvistum. „Mér þykir núverandi fyrirkomulag allvel viðunandi, en þó vildi ég gjarna, að tvær breytingar yrðu þar á: Að vikuleyfin verði lengd til kl. 23.30, og að hætt verði að Joka vistunum um nætur eftir að kennslu lýkur á vorin.‘ Laufey Vilhjálmsdóttir og Engilráð M. Sigurðardóttir, Kvennavistum og Jötun- Iieimum: „Okkur finnst ekki ástæða til að breyta að svo stöddu fyrirkomulagi því, sem nú er haft um lokunartíma vistanna. En þegar setustofan er fullgerð, verða miklar breytingar á hag okkar vistarbúa, og væri þá æskilegt, að leyfi yrðu framlengd um eina klukkustund alla virka daga, þ. e. a. s. til kl. 23.00. Getur þá sérhver farið á bíó, þegar Jionum bezt lrentar. Einnig mætti lengja helgarleyfin til t. d. miðnættis.“ Atli Dagbjartsson, Ásgarði: „Ég fæ ekki séð, að fyrirkomulagi á kvöldleyfum úr vist- unum verði öðruvísi hagað en nri er, svo að vel fari. Ef vistirnar væru opnar fram til 23 á lrverju kvöldi, væri vonlaust að fá svefn- frið fyrr en um miðnætti. Vistarbúar mundu yfirleitt ekki sækja kvikmyndahús- in meira en nú er, og það, sem við losnuð- um við með þessu móti, væri leyfisrexið, og enginn aðstöðumunur yrði fyrir bekkja- deildirnar að fara á bíó, en í þess stað yrð- um við að þola óróa og umstang í vistun- um á þeim tíma, sem við ætturn að vera sofandi. Okkur veitir ekkert af því að vera komin í bólið kl. 23. Surnir tala um að skella vikuleyfunum saman í eitt langt um helgar. Þeir vilja fá að skemmta sér ærlega í bænum einu sinni í viku. Við eigum ekki að þurfa að sækja aðrar skemmtanir en þær, senr við bjóðum hvert öðru liér í skólanunr. Hér á okkur að lærast að vera glöð yfir því að vera glöð og skemnrta okkur sanran. Nei, engar lneytingar. Meðalvegurinn er Jrezt sneiddur, eins og er. Það er ágætt að geta farið tvisvar í viku á bíó, aðrar skemmtanir þurfunr við ekki að sækja í bænum.“ Brynjúlfur Sæmundsson, Loftsölum: „Ég tel ekki, að lrægt sé að Jrreyta nriklu til bóta lrvað viðvíkur lokunartíma og Jeyfum í heimavistinni. Raunar býst ég við, að margir séu óánægðir með að vera lokaðir inni kl. 22, og má þó við það una yfir háveturinn, en það getur nánast orðið óþolandi í góðri tíð á vorin, og finnst mér, að alveg væri ólrætt að loka þá hálftínra síðar. Einnig væri það ágætt að hafa opið tii kl. 23 á sunnudags- kvöldum, auk laugardagskvöldanna." Rögnvaldur Hannesson, Miðgaiði: “Nú- verandi fyrirkomulag vistarleyfa hefur stað- ið óbreytt í allmörg ár. í fyrstu voru ein- ungis leyfi á laugardagskvöldunr og öðrunr kvöldum fyrir frídaga, en með tilkomu kvikmyndahúsanna og annarra skenrmti- staða tóku nemendur að leyfa sér dægra- styttingar utan veggja skólans í æ ríkara m u N i n n 71

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.