Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 18

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 18
Hann er núna að skrifa um íslenzkar mat- jurtir. Skarl: Það ætti að leggja niður lögregl- una. He. Eg ætla að taka eiturlyf og vera spámaður í hvítri skykkju, he, standa á einhverju götuhorni á kassa og spá. Þá kemur allt fólkið hlaupandi til mín, öll vistin, líka þessi svarta, lie. Ég verð með körfu undir hendinni með fimm marhnúta og tvö rúnstykki og metta allan mannfjöld- ann, líka þessa svörtu. Spá, spá, he, spá. Ummi: Hvað með stúlkurnar i skólan- um? Skarl: Þær eru allt of ásalegar. Ummi (veit ekki hvaðan veðrið stendur á sigj: Hvað er nú það? Skarl: Svona, eins og kálfur með eyrun fram, og stór augu og óskaplega glaðlegur, he, he. Eða eins og doggarnir á Egilsstöð- um. You are the most expensive dog Eve ever seen my dear dog. Germ: Þær eru allt of heimskar. Þær geta kannski lært dönsku og náttúrufræði en . . . . Skarl (grípur framí): Hún er nú gáfuð þessi stóra í vinnubuxunum með stóru gler- augun. Germ: Láttu ástina ekki blinda þig, Stebbi minn. Skarl: Uss, þær verða allar eins. Gleiðar og feitar kellingar með ilsig og rauðar og þrútnar hendur, brenndar af gufu upp úr grautarpottum. Stefán steypir sér kollhnís og hlær brjál- æðislega. Germ:Bráðum stingur hann höfðinu of- an í ruslakörfuna. Hann byrjar venjulega svona. Ummi: Ég hefi sannfrétt að þú hafir skrifað smásögu í samkeppnina en ekki sent hana. Er það satt, Stefán? Skarl: He. UM HEILDSALANN HÁLFDÁN. Eitt sinn var lítill heildsali. sem var svo lítill að hann var eiginlega bara smásali. Og hann söng er hann hélt úr landi. Svo leið og beið. Hann hafði alltaf með sér tóbaksflösku og rotaði fólk með henni, þegar hann var reiður. Þessi smásali var sælkeri mikill og át sykurleðju á morgnana. Konan hans var tvær álnir danskar á hæð og fjögnr ferfet. Ég sá sykurleðju sæta, tra, la, la og svipur minn varð liýr, tra, la, la. Hún á útlit mitt að bæta, tra, la, la, svo ei ég verði rýr. Lag: Áfram kristmenn krossmenn. Smásalinn gekk alltaf á uppreimuðum hnöllum með skaflaskeifu neðan á og spændi npp stofugólfið. Hann sat á þingi fyrir íhaldið. Mundi Fribbó hét hann og bjó í sex hæða blokk og átti hana alla. Uppi á lofti bjó gamall maður. Þangað var enginn stigi, bara lúga. Mundi kastaði alltaf beinurn upp á loft til hans. ÞAÐAN. Ummi (sér að klukkan er langt gengin í þrjú): Eigum við ekki að slá botn í þetta? Germ: ]ú, jú sko, slá botn í þetta. Allt í lagi, allt í lagi. Úti er byrjað að rigna. Húsin sofa allt í kringum okkur. Kirkjuklukkan slær hálf þrjú og Ummi skríður heim á leið með stenógrömmin, kompurnar og hljóðritin. Sig. Enska hjá 4.—C. Jón ísleifsson: „Take your elbows of your table.“ Ragnar: „Þarna á að vera off en ekki of.“ Jón: „Það hlýtur að vera vegna þess að þú ert offíseri." 62 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.