Muninn

Årgang

Muninn - 01.01.1969, Side 12

Muninn - 01.01.1969, Side 12
um fullveldisárið 1918, einkanlega full- veldissamningana, sem gerðir voru það ár. Erindið var einkar fróðlegt og skemmtilegt, enda er Gísli mjög fróður um þessi efni og kom út bók eftir hann fyrir jólin um árið 1918. Kennsla féll niður daginn eftir vegna undirbúnings fyrir árshátíðina og þann dag kom Muninn út, fróðlegur og skemmtilegur að vanda. Árshátíðin hófst svo að kvöldi laugar- dagsins 30. nóv. í borðsal heimavistarinnar. Björn Þórarinsson, inspektor scholae, setti samkomuna og stjórnaði henni. Undir borð- um flutti Sigurður jakobsson minni Is- lands, Erlingur Sigurðsson minni skólans, Guðrún Pálsdóttir minni karla og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, minni kvenna. I lok borðhaldsins ávarpaði skólameistari nem- endur og gesti, en Guðmundi Karli var orð- fátt. Dansað var nú í fyrsta sinn í Raunvís- indahúsinu, en setustofur og þ. u. 1. voru í gamla skólanum. Hljómsveitin Þögnin lék lyrir dansi, og í heild má segja að hátíðin hafi tekizt mjög vel. Föstudaginn 6. des. talaði Jón Jónsson fiskifræðingur á Sal um störf fiskifræðinga og hafrannsóknir. — Sama dag sýndi kvik- myndaklúbburinn tékknesku myndina „Rómansa fyrir trompet“ og er hún ein sú bezta, sem klúbburinn hefur sýnt í vetur. Á laugardagskvöldið var setustofuball og bar Jrað Iielzt til tíðinda þar, að tvær stúlk- ur úr G.A. sýndu go-go-dans, og er jiað með dapurlegri skemmtiatriðum, sem hér hafa sézt í langan tíma. Tónlistardeild hélt kynningu að kvöldi fimmtudagsins 12. des. á sönglögum Schu- berts og Schumanns, og var kynningin ágæt, en afar fámenn. Kvöldið eftir voru kynntar nokkrar ís- lenzkar bækur á vegum bókmenntadeildar, og á laugardagskvöldið hélt 4. bekkur jóla- ballið í Raunvísindahúsinu, og komu Jrar fram jólasveinar og gengið var í kringum jólatré. O’Hara lék fyrir dansi. Hin árlega jólakvöldvaka Hugins fór fram í Raunvísindahúsinu á mánudags- kvöldið. Séra Birgir Snæbjiirnsson flutti jólahugvekju, Trausti Jónsson og Kristján Sigurbjarnarson fluttu gamanþætti, 24 M.A. félagar sungu undir stjórn Sigurðar D. Franzssonar, og þrír vitringar svöruðu nokkrum spurningum, sem fyrir Jiá voru lagðar. Jólaleyfið var svo gefið þriðjudaginn 19. des. Skólameistari flutti ávarp og árnaði nemendum gleðilegra jóla og sunginn var jólasálmur. Rafmagnslaust var meðan á at- höfninni stóð og varð hún hálfu hátíðlegri lyrir bragðið. Og lýkur hér annál að sinni. Jón Guðni. Nafn / a raunvísindahúsié Eins og flestir nemendur hafa eflaust fundið er orðið raunvísinda- hús afar óhentugt nafn, bæði langt og ólipurt í munni. Muninn hefur því ákveðið að auglýsa eftir tillögum frá nemend- um um nafn á þetta ágæta hús. Nafnið verður að sameina Jiað að vera fallegt íslenzkt nafn, fara vel í munni og vera svo virðulegt sem hæfir þvílíkri stofnun. Tillögum má skila í Huginskassa á miðgangi eða til ritnefndar. Til greina kemur að veita verðlaun fyrir snjallar tillögur. Ritnefnd. 56 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.