Muninn

Årgang

Muninn - 01.01.1969, Side 26

Muninn - 01.01.1969, Side 26
 en því í ósköpunum ... Ég stóð við gluggann og beið. Ég hafði beðið lengi. Framan af ganginum heyrðist lágur kliður. Ég vissi, að krakkarnir voru að masa saman, áhyggjulaus og án vitundar um, hvað gerast myndi. En ég vissi það, og ég gat ekkert gert. Hvað myndu krakkarnir segja, ef ég færi fram á ganginn og hrópaði: „Krakkar, vitið þið ekki, að það-brýzt út þriðja heimsstyrjöldin á hádegi í dag?“ Nei, það var alveg vonlaust, þau myndu alls ekki trúa mér og halda, að ég væri orðin alveg snarvitlaus. Og hvernig gat ég líka ætlast til þess, að þau tryðu mér, þegar ég trúði mér varla sjálf? Hvaðan hafði ég þá fáránlegu hugmynd, að yfir vofði heims- styrjöld? Ég vissi það ekki, en þrátt fyrir það var ég alveg sannfærð um, að það væri einmitt það, sem ég væri að bíða eftir. Sekúnduvísirinn tifaði áfram. Augu mín Reituðu ósjálfrátt til norðurs, og um mig læsti sig sá grunur, að einmitt einhvers staðar þar yrði sprengingin. Sprenging. Og hún svona rétt fyrir jólin. Mér fannst það alveg voðalegt. Húsin á brekkunni fyrir norðan heimavistina voru öll horfin, en mér fannst það ekki skipta neinu máli. Og þótt komið væri franr í miðjan desember, þá var jörðin ennþá græn, og gulir flekkir voru í döggvotu grasinu. Ég beið ennþá, en svo vissi ég, að ég þyrfti ekki að bíða lengur, því allt í einu gerðist það: Ég lieyrði drunur í fjarska, og mér fannst gólf- ið titra undir fótum mínum. Ég starði í norðurátt. Fyrst sá ég gráleitan reykjar- mökk, sem steig hægt upp í loftið, breiddi úr sér og varð dimmfjólublár á litinn. Það dimntdi þar sem hann lá yfir sjóndeildar- hringnum. Sprengingin hafði orðið í haf- inu fyrir norðan Eyjafjörðinn, svo ekki liði á löngu, áður en geislavirkt rykið næði inn yfir landið. Á sömu stundu sá ég hvar stór bifreið renndi upp að heimavistinni og út úr henni stigu allmargir menn. Ég sá það á stígvélunum, hverjir þetta voru. Þeir 70 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.