Muninn - 01.01.1969, Qupperneq 8
Það var nótt. Utan af hafinu kotn storm-
urinn og bar með sér svört, tætingsleg ský
in yfir borgina. Stjörnurnar, sem aðeins
()ðru hvoru komu í ljós á milli skýjanna,
horfðu áhugalausar á fjötruð skipin á ísi-
lagðri höfninni. Þarna lágu þau bundin
hvert við annað, og gátu ekkert aðhafst
annað en að benda ásakandi möstrum sín-
um á stjörnurnar, eins og allt væri þetta
þeim að kenna. En stjörnurnar virtu þau
ekki viðlits.
Úr kjallara einum við norðurenda hafn-
arinnar barst glaumur frá drykkju. Rvðgað
járnskilti, sem hékk út yfir strætið og sveifl-
aðist til í næðingnum, sýndi, að þetta var
krá. Gidleitt útiljós lýsti nokkra metra út
í myrkrið og uppeftir hrörlegri húshliðinni.
Ilúsin við götuna voru öll eins, þau hímdu
þarna í frostinu og héldu dauðahaldi í
hvert annað eins og þau væru aðframkomin
af kulda. Kaldir, svartir reykháfarnir bentu
á stjörnurnar með sömu ásökun og skipin.
Þær horfðu jafn áhugalaust á móti.
Hávaðinn frá kránni jókst allt í einu,
J^egar dyrnar opnnðust og út kom hópur
skvaldrandi og hlæjandi manna. Það marr-
aði í snjónum undan óstyrkum fótum
Jjeirra, þegar Jjeir héldu niður götuna. Þeir
voru að fara heim. Flestir þeirra áttu heima
þarna í nágrenninu og hópurinn þynntist
því fljótt. Óreglnleg röð flöktandi ljósa í
■óhreinum gluggum sýndi hvar |)eir höfðu
stanzað og kvatt félaga sína með háværum
hlátrum og hrópum í myrkrinu. Að síðustu
voru aðeins tveir eftir. Þeir voru hættir að
hlæja og gengu nú þöglir með hendur í
vösum. Andardráttur þeirra varð að frost-
nálum, sem vindurinn tætti jafnskjótt í
burtu.
Loks var hann aleinn.
Hann gekk álútur og hlustaði á marrið
í snjónum. Þetta var þreytulegur maður.
Nokkurra daga gamlir skeggbroddar undir-
strikuðu fölt andlitið. Hann var í her-
mannafrakka og berhöfðaðnr. Vaxandi gol-
an lék sér að ósnyrtilegu hárinu. Hann var
að velta því fyrir sér hvernig Jretta mundi
verða. Nú var langur tími liðinn síðan hann
strauk frá vígstöðvunum. Hann mundi ekki
nákvæmlega hversu langur, en hann mundi
eftir þjáningafullri dvölinni í hernum.
Hann hafði að vísu eignazt Jrar nokkra vini
en það fór allt á sama veg. Einhvern daginn
vorn J)eir horfnir eða lágu allt í einu svo
undarlega hljóðir við hlið hans. Hann hafði
dreymt brostin augu J)eirra á nóttunni.
Loks Jioldi hann þetta ekki lengur. Hann
vildi komast heim, heim til hinna raun-
verulegu vina sinna, vina, sem ekki hurfu
allt í einu, heldur voru þarna, [tegar hann
þurfti á þeim að halda. Svo komst hann
heim, en þá var allt breytt. Þeir voru allir
farnir, sumir í herinn, aðrir eitthvert ann-
að. Enginn þekkti hann lengur, fólkið var
orðið svo undarlegt. Það virtist hugsa um
Jjað eitt að græða peninga á stríðinu eða J)á
að gleyma Jrví, ef til vill hvorttveggja.
Hann liafði drukkið. Þegar hann drakk,
gat liann hlegið og gleymt eins og hinir,
en eftirá heltók einmanaleikinn hann. Þessi
einmanaleiki hafði smám saman snúizt upp
í örvæntingu, sem aldrei yfirgaf liann, held-
ur jókst nteð hverjum degi. En í nótt var
liann algjörlega tilfinningalaus. Engin
örvænting, engin hugsun, ekkert nema
nokkrar óljósar ntinningar og enn óljósari
grunur um hvað framundan var. Hann
\ issi varla hvert hann var að fara, eitthvað,
52 MUNINN