Muninn

Árgangur

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 5

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 5
Við duttum nýlega um þessa aldamótamynd, og nú biðjum við ykkur, lesendur, að upplýsa ok kur um, hverjir þetta eru. Ritstj Jóhann eða Sæmundur Jóhann Hannesson, sem nú er að leggja drög að stofnun tilraunaskóla í Reykjavík, var hér á ferð fyrir helgi og kom í heimsókn á kennarastofuna. Þeir, sem vitað hafa hver var á ferð, hafa sennilega búizt við því, að hann væri kominn til að tala á sal, en svo var þó ekki. Þrátt fyrir það að þeim mönnum, sem koma á sal, fari nú ört fækkandi, þá er þó einn maður, sem kemur á hverju ári, nefnilega Sæmund ur á Sjónarhæð. Eftir hverju skyldi skólameistari fara í vali þeirra manna, sem tala á sal? Olga Jónsdóttir. S.L.É.M. FUNDIR var haldinn í MH um síðustu helgi. Tók þar við störfum ný stjórn LÍM. Ýmis málefni voru rædd og yfirveguð eins og t. d. fjármál sambandsins, og bar öllum saman um, að fastar tekjur þess yrðu að auk ast vegna meiri útgjalda, t. d. í sambandi við fjölgun stjórn- arfunda o. fl. (Sjá ályktanir landsþings). Komu þar fram ýmsar tillögur til úrbóta, sem ekki verða ræddar hér. Ákveð ið var að stuðla að útgáfu Barnings, þó ýmis vandkvæði reyndust á því, en höfuðborg- armenn athuga væntanlega málið nánar. Skipaður var fulltrúi í fíkni lyfjanefnd ÆSÍ, og varð fyrir valinu Rafn Jónsson, vegna góðra sambanda (þó ekki dóp isti). Menn reyndust heldur sárir Magnúsi Torfa fyrir þag mælsku, og var framkvæmda- ráði, sem kosið var á fundin- um, falið að spjalla um málin við ráðherra. Þannig er þá framkvæmda- ráð hinnar nýju stjórnar skip- að: Jón Ármann, MR, forseti. Björn Birnir, MH, ritari. Rafn Jónsson, MT, gjaldk. Lifi LÍM. BG. SfSOFAND! **. 4% 4% 4*4 4*41*4 >*’. 4*4 4*4 X Kæri Sísofandi. í hvert sinn, er ég lít hina undurfögru byggingu Mennta- skólans á Akureyri, fyllist ég í senn lotningu og stolti vegna virðuleika hússins og fram- sýni þeirra, er það byggðu. Ó, þvílíkt minnismerki um stór- hug aldamótakynslóðarinnar! Þau verðmæti, sem geymd eru innan veggja hússins, eru ó- metanleg og þau verður að umgangast af hinni mestu nær gætni. Því miður hef ég grun um að þeir sem starfa í hús- inu geri sér eklci grein fyrir því, hvar þeir eru staddir. Það yrði öðru vísi upplitið á þeim, ef þeir vöknuðu einhvern morguninn og sæju hið aldna hús brunnið til grunna. Hugs- ið ykkur það áfall, sem and- legt líf íslendinga yrði fyrir og öll þau tár, sem mundu vera felld. Þetta er aldin bygging, sem brynni upp til agna á svipstundu, ef þar yrði eldur laus, og þá yrði of seint að byrgja brunninn. Ég efast um, kæru lesendur, að þið vitið, hve gífurleg hættan er. I hús- inu starfa nefnilega nokkrir menn, sem hafa eingöngu það markmið að brenna húsið og drepa um leið öll þau mestu stórmenni, sem eiga að erfa landið. í suðurenda hússins eru hýbýli nokkur, er kallast í daglegu tali kennarastofa. Þar koma saman nokkrum sinnum á dag helztu þrælar nautnadeildar Frímúrararegl- unnar á Akureyri. — Þessir menn eru stórhættulegir og það sem verra er, lúmskir með afbrigðum. Þið haldið kann- ski, að það sé tilviljun að þeir stunda þessa iðju sína í frí- mínútum, nei, sko, það er að- albrellan. Eldurinn á nefni- lega að koma upp í byrjun kennslustundar og fá að breið ast út meðan ringulreiðin er sem mest og engin von á skipu legri björgun. Eins og allir vita, eru engir brunakaðlar á efri hæðinni, og þó svo væri, kunna engir að nota þá. Hlýt- ur að teljast óeðlilegt, að einn af beztu starfsmönnum skól- ans, sem er háskólamenntað- ur í brunavörnum, skuli lát- inn starfa að gæzlu óstýrilátra unglinga, sem eru þar að auki þó nolckuð drykkfelldir. Það er augljóst, að í þessu máli er skynsemin elcki látin ráða. Nauðsynlega vantar kennslu í þessari grein og er það skilyrðislaus krafa, að áð urnefndur maður hætti nú- verandi starfi sínu og taki upp fulla kennsla í þessari grein og bílaklapp sem valgrein. Að vísu er eitthvað til, sem heitir viðvörunarkerfi, en það er vit anlega aðeins til að auka móð ursýki nemenda, ef svo líklega skyldi fara, að eldur yrði laus. Þegar eldur verður laus og breiðist út frá suðurenda skól ans, ryðjast allir í átt til út- göngudyra í algjöru skipulags- leysi og allar leiðir stíflast, auk þess sem áreiðanlega fjöl margir troðast undir og kremj ast til bana undir skóhæl hús- manna. Auk þess mun áreið- anlega fjöldi manns skerast al varlega á glerbrotum, en í raun og veru skiptir þetta engu máli, því að öll súpan mun án nokkurs efa bíða þarna píslarvættisdauða. Það er aðeins tímaspursmál, hve- nær atburður þessi verður að óbreyttu ástandi. Vér nemendur verðum því að grípa í taumana og stöðva þessa samvizkulausu reykspú andi nautnaseggi í ætlunar- verki þeirra með viðeigandi ráðstöfunum. P. S. í frönsku stjórnarbylt- ingunni voru allir þjóðhættu- legir andstæðingar hinnar sig- ursælu byltingar hálshöggvn- ir. Ein taugaveikluð úr 4. B. Húsmóðir á Syðri-Brekkunni skrifar: Hr. ritstjóri (ef nota má það starfsheiti). Ég fékk fyrir nokkru skóla- blað Menntaskólans okkar hér á Akureyri í hendur. Og það verð ég að segja, að mér brá ónotalega við. Annað eins og því um líkt hef ég bara aldrei séð. Og ég, sem hélt að þetta væri virðuleg mennta- stofnun, þar sem hin unga æska þessa lands lærir hagnýt fræði og andleg vísindi eins og hann séra Birgir sagði, að mig minnir, en er þó eklci skotið fyrir loku að mér hafi misheyrzt eins og gengur, þeir eru hver öðrum spámannlegri í stólnum, blessaðir prestarnir okkar. En ég ætlaði, ef ég man rétt, að tala um skóla- blaðið. Ég hef aldrei á minni lífs- fæddri æfi lesið annað eins Guðlast. Þar er svo úthúðað Guðskristni og góðum siðum af þvílíku kommúnistaofstæki að mig rekur ekki minni til að hafa séð annan eins klám- fenginn óþverra á prenti fyrr. Guð fyrirgefi mér orðbragð ið. Helvíti er þessum mönnum of gott, eins og skáldið sagði. Svo reynir ritstjórinn að af- saka allan þennan lygaþvætt- ing með „mistökum í prent- smiðju“. En það sem stakk úr mér augun, strax og ég sá blaðið, var kommusetningin. Og er nú ekki um annað meira tal- að hér á Syðri-Brekkunni. — Annað sem vekur furðu góðs lesanda, er misþyrming á aug- lýsingum virðulegra og vel- stæðra fyrirtækja, þar sem þessir tötrum vöfðu ræflar reyna að fá vinnu, þegar þar að kemur. Á blaðsíðu 3 er grein um eitthvað þjóðfrelsisklíkustand í Vítanam og 11 ára ammæli. Vinkonu minni varð að orði (og mér líka). Hvenær varð 11 ára mmæli að merkiamm- æli? Já, hvenær? Til að kóróna alla hringa- vitleysuna er svo einhver „jólasaga" á baksíðunni. Þar ægir saman klámi og kynþátta fordómum, svo mér alveg blöskraði. Og þetta kalla þess ir piltar jólasögu. Vegna annarra forseldra. sem eiga börn í þessum skóla, vil ég benda á að þetta blað hét Minnsti-Muninn. Oð þeg- ar það er svona uppfyllt af klámfengnum soravaldi komm únistaofstækis, hvers má þá vænta, ef þessir menn gefa út eitthvað, sem heitir Stærsti Muninn. Er hér verðugt verk- að vinna fyrir hin nýstofnuðu Hagsmunasamtök Norðlend- inga, og er ekki að efa, að hin mikla baráttublað formanns þessara samtaka mun gegna miklu hlutverki í því sam- bandi. Svar: Kæra frú Guðmunz. Vér þökkum yður fyrir hið ágæta bréf yðar. Það er, eins og frægur rithöfundur sagði: „Þjóðlegur fróðleikur.11 — Það er öllum blöðum mikill styrkur að eiga sér tryggan, en gagnrýnan lesendahóp, — sem drengilega og af trúfesti ritar blaði sínu bréf, ef eitt- hvað er, sem miður fer. Hitt er svo annað mál, að þú ert ekki í þeim hópi, helvítis tæf- an þín. Það er ekki til svo smátt eða lítilvægt atriði í þessu blaði, að þú rangtúlkir það ekki, kennir til kláms og guðlasts o. s. frv. — Það má svo sem sjá af öllu þínu orð- bragði og kjaftæði, hvaða „baráttublað“ þú hefur lesið. 5 LITLI-MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.