Muninn

Árgangur

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 10

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 10
Af erlendum vettvangi Framhald af bls. 6. að gera þessum ásökunum skil — það er margbúið að gera, — en vér viljum lýsa yfir undr un vorri á því, að þær skuli endurteknar þarna í blaðinu, eftir að ritstjóri Munins hafði útskýrt málin fyrir Gunni. og ÓH á sal og sýnt fram á að ásakanir þeirra sunnanmanna væru út í hött. Þá viljum vér einnig minna á hinar „óform- legu umræður, sem voru ekki síður athyglisverðar en fund- uirnn“, eins og segir í And- ríki. — í þessu sambandi er Hælisbréf — ins. Nú er hins vegar tæki- færið aftur komið, og því kem ég þessari hugmynd á fram- færi. Það er skoðun mín, að skrif í skólablaðið um skólann hafi verið full lítil. Það er augljós þörf og nauðsyn að t. d. skil- greina nám og ræða um stöðu nemenda og kennara. Taka til athugunar stjórnunarkerfi skólanna. Svara spurningum um, hvaða tilgangi námið í sinni núverandi mynd þjóni og hverra grundvallarsjónar- miða eigi að gæta í kennsl- unni. Það þarf að taka til gaumgæfilegrar athugunar hugtakið menntun og m. a. svara spurningunni um, hvort menntun sé námsbókalestur og staðreyndaítroðsla eins og sumir virðast halda, eða hvort menntun sé fyrst og fremst innri fágun og manngæska. — Miklu fleiri spurningar þyrfti að ræða og leita svara við (sjá t. d. spurningapunkt- ana hér í blaðinu). Raunar er of veikt til orða tekið að segja það nauðsyn að menn almennt ræði og gagnrýni skólakerfið og þjóð- félagið. — Það er beinlínis skylda hvers og eins. Slcylda okkar sem þegna í ,,lýðræðis“ þjóðfélagi. Ég talaði um, að kennarar ættu að taka þátt í þessum al- mennu umræðum. Ég hygg, að það sé þeim mikill hagur (og gagnkvæmt fyrir nemendur) að auka þannig skilning milli þessara stétta, sem eiga að starfa í sameiningu að sameig inlegu verkefni. Auk þess sem nánari tengsl og náttúrulegri, ættu að nást milli allra. Frjóar umræður um skóla- kerfið gætu síðan leitt til úr- bóta í skólanum (eða grund- vallarbreytinga) öllum til hags bóta. Hvað sem því líður. — Aldrei skaðar það einn né neinn að ræða málin. Raunar ætti skólastjórnin að gefa frí í nokkrum tímum og standa að og skipuleggja svona umræður. gaman að rifja upp orð H. S. Trumans: „Óprúttnir lýð- skrumarar í flokki repúblik- ana hafa logið upp hrikaleg- ustu gróusögu aldarinnar um að demókratar séu veikir fyr- ir kommúnistum Áður en skilizt er við þessar ásak- anir er rétt að fram komi, að Gunnlaugur Stefánsson ætti manna gerst að vita, að blaða menn LM revndu ekki síður að fá fram sjónarmið brott- hlaupsmanna en annarra ,því „þjarma varð að GS til að fá hann ofan af þeirri vitleysu að vilja ekki hafa viðtal við L-M“ M. ö. o.: brotthlaups- manna L-M sem óráðshjal og lýsum yfir, að það hefur aldrei verið um ritskoðun að ræða— og verður aldrei. - - ÁGÆT MANN- LÝSING - EIN- STÆÐ TILLITS- SEMI Ólafur Hauksson skrifar á- gæta grein um „Stórkostlegt fræðslukerfi rauðliða í MA“. HÖfðu menn af henni skemmt an nokkra, t. d. þessi snjalla mannlýsing: „Mér var sýndur einn l.-bekkingur, sem var sérlega vel heppnaður. Hann gat gjammað frammí í samtöl- um, verið óðamála og sett fram rök og hrakið önnur. Að vísu var hann svolítið fullur, ball MA-inga framundan, og því flaumósa, en hávær samt.“ - Vel má kenna gripinn af þessari lýsingu, — en þessir „nokkrir forustumenn vinstri manna“, heimildarmenn ÓH um fræðslukerfið, hafa senni- lega verið fullir líka, ef rétt er eftir haft. Annað og bráð- skemmtilegt atriði er að finna í frásögn af fundinum. Þar segir svo: „Gunnlaugur kom nú með fyrirspurn, og bað Einar að útskýra „framatot- ið“.“ „Einar kvaðst hafa heyrt um það, en gæti ekki rætt þetta nánar.“ Menn fá ósjálf- rátt á tilfinninguna, að ógn- þrungin vitneskja búi að baki svona setningar. Og ýmsir hafa enn ekki fyrirgefið Ein- ari þá einstæðu tillitssemi „að ræða þetta ekki nánar.“ - - RÉTTUR ER SETTUR Hér er þess enginn kostur að fara ýtarlega út í einstök atriði í frásögninni af fund- inum. Vitum vér þó, að ýmsir telja þar hallað réttu máli á stöku stað. Álit vort er það, að frásögnin sé almennt nokk uð góð, — meiri nákvæmni þótt æskileg væri, tæki mikið rúm. Menn eru yfirleitt sam- mála um að þessi frægi fund- ur hafi engu breytt. I ljós kom að Gunnl. Stef. hafði góðan talanda, en var ekki rökfast- ur að sama skapi. Auk þess sýnist oss hann vera haldinn þeim leiða kvilla að vera rót- tækur í orði en afturhaldssam ur í verki. A. m. k. kom mönn um undarlega fyrir sjónir, að Gunnlaugur ítrekaði oft, að hann væri andvígur herset- unni en leikur samt peð á taflborði íhaldsins með því að gera afar vafasama og íhalds- sama skilgreiningu á hlutverki LÍM-þings að sinni, þ. e. að LÍM-þing eigi að vera sérhags munakór, en eigi ekki að fást við samhagsmunamál nem- enda og annarra þegna þjóð- félagsins, eins og brottvísun erlends hers frá íslandi. — Menn eins og Gunnlaugur, sem segjast vera andyígir her- setunni, ættu að hafa skilið samhengið í þjóðfrelsisbaráttu þessarar þjóðar. A. m. k. gera greinarmun á sögulegu mikil- vægi baráttunnar gegn herset- unni umfram vandamál varð- andi sorphreinsun á Seltjarn- arnesi, ef einhver eru. Allt frá upphafi hafa náms- menn staðið framarlega í þjóð frelsisbaráttunni, og þeir eru þess ekki varbúnari nú en áð- ur, að láta til sín taka. I þessari baráttu, hvorki getur sannur sJÁLFSTÆÐIS- MAÐUR, né vill, láta íhaldið hasla sér völl. Þjóðfrelsisbar- áttuna verður að heyja alls staðar: í saumaklúbbum, skól- um og samtökum. Slík barátta hefur aldrei verið háð á ann- an veg með góðuin árangri. Þessi einföldu sannindi verður Gunnl. Stef. að skilja og aðrir brotthlaupsmenn, sem flestir kepptust við að Iýsa yf- ir stuðningi við brottför hers- ins, ef þeir eru heilir í sinni afstöðu og vilja að aðrir taki mark á þeim. Og því fyrr sem þeir taka upp rétt vinnubrögð, því betra og því meiri fengur yrði að heimsóknum þeirra norður til skrafs og ráðagerða. Nú er orðið langt mál út af litlu blaði — oft er hætt við því. Að lokum þetta: Ef einhver MT-ingur vill leið- rétta sitt hvað í þessu skrifi er honum hvort tveggja vel- komið, að skreppa norður, ellegar hripa nokkrar línur á pappír og birta í þessu blaði. Þ. Ásm. Þjóðmála- fræðsla — Framhald af bls. 12. hlýtur að teljast. Hófu þeir hið mesta útburðarvæl, blésu út kommagrýluna og létu ófrið lega. Þjóðmáladeildin varð, að þeirra dómi, mesti bölvaldur skólans. Þeir töldu afleiðingar hennar vera: I fyrsta lagi væri hún völd stóraukinnar sundr- ungar innan skólans og í öðru lagi sköpuð væri aðstaða fyrir þjófa, kommúnista og önnur slík hrottamenni. Það er skylda okkar sem á- byrgra þjóðfélagsþegna að taka afstöðu til pólitískra vandamála, sem og við mörg gerum. Að vísu hefur verið reynt að koma í veg fyrir allt slíkt, en ekki tekizt. Þjóðfé- lagsleg virkni okkar hefur stór aukist. Sú gagnrýni, sem við höfum látið frá okkur, hefur því miður oft verið af van- efnum gerð og stundum leitt til meiri misklíðar en ástæða var til. Það verður því vart séð, að aukin þekking á vanda málum samfélagsins valdi meiri sundrungu en nú er. Líklegra verður að telja áhrif- in þveröfug. Enginn áróður var rekinn í nafni deildarinnar. Hitt er hins vegar rétt, að meðlimir hennar gerðu sig seka um slíkt athæfi. En ég vona, að hægri menn ætli ekki að koma fram sem boðberar skerðingar á per sónufrelsi. Á þjófnaðinn, sem þeir nefndu svo, eyði ég ekki orðum. Skref var stigið, sem hefði í sjálfu sér verið ágætt, ef það hefði ekki-verið stigið aftur á bak. Á aðalfundi síðastliðins vetrar var þjóðmáladeild lögð niður, á áðurgreindum for- sendum hægri manna. Jafn- framt var starfsvið málfunda- deildar aukið, skyldi hún eftir breytinguna sjá bæði um þjóð málafræðslu og auka mælsku nemenda. Árangur þessa er auðsær. Starfið hefur verið sáralítið. Stjórn deildarinnar á áreiðanlega einhverja sök á þessari lágdeyðu, en hitt er eins víst, að deildinni hefur verið fært í hendur alltof yfir- gripsmikið verkefni. Þessi verkefni eru það stór, að alls ekki er hægt að ætlast til að ein deild sinni þeim, sem eðli legt og vert væri. Nú líður að aðalfundi. Þá kemur tækifæri til að bæta það, sem svo mjög var úr lagi fært á síðastliðnu skólaári. Lifið heil. S.R.Í. Heimavistar- mál — Framhald af bls. 1. lægja skilrúmið ‘„Meyjarhaft- ið“) væri verið að gera heima- vistina að hóruhúsi. Þótt fram angreind rök verði vafalaust af flestum léttvæg fundin, mætti kannski spyrja kvenfólk ið, hvort svona hugsunarhátt- ur sé heilbrigður. Og er skóla- meistari ef til vill að gefa í skyn, að vistarbúar séu óþrosk aðri en hinir, sem utan vistar búa? ' Persónulegt öryggi fyrir- finnst tæplega á vist. Hús- bóndi hefur lykla að öllum hurðum og hirzlum og getur vaðið í þær eftir eigin geð- þótta. Auk þess ganga sömu lyklarnir að mörgum þeirra skápa, sem eiga að vera traust ar hirzlur fyrir peninga og per sónulegar eigur manna. - - LEIÐIR TIL ÚRBÖTA Hingað til hafa vistarbúar haft lítil sem engin áhrif á stjórnun vistarinnar. Nauð- synlegt er, að húsbóndi heima vistar haldi reglulega fundi, eða viðræður í einhverri mynd með vistarbúum, þar sem þeir fái tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum og sjónarmiðum. Hið svonefnda vistarráð, sem á, ásamt húsbónda, að fjalla um hin ýmsu agabrot, er hreinn skrípaleikur, senni- lega til að friða óánægða vist- arbúa. Vistarbúar hljóta að krefjast þess að fá sjálfir að kjósa vistarráð, sem hefur hlutdeild í stjórnun vistarinn- ar og er jafnframt dómstóll vistarbúa í agabrotum, því er það ekki hrein svívirða, að allri vistinni skuli vera stjónr- að af einum manni, án þess að vistarbúar fái svo mikið sem tækifæri til gagnrýni? VISTARBÚAR! Samein- umst um það að knýja fram breytingar á núverandi skipu- lagi, sem er algjörlega óviðun- andi! Starfshópur um vistarmál. menn voru ekki til viðtals, þegar allt var farið í háaloft. Framhald af bls. 5. l|j pramvegis skoðum vér allar vegna 1. des. undirbúnings-gj ásakanir um óráðvendni blaða LITLI-MUNINN - 10

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.