Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 5

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 5
PISTILLINSPECTORS Nú þegar öskunni hefur verið sópað úr aminum og nýju spreki komið fyrir sýnist mér vera tími til að rita minn fullnaðarpistil. Fyrst af öllu vil ég þakka fyrir mig og mína og óska nýrri stjóm til hamingju með kjörið. Ég vona að nýja stjómin verði eins gagnleg og gæfurík og sú fyrri. Þó vil ég minna á það að árangur og velgengni em ekki sjálfsagðir hlutir. Fólk verður að leggja sig fram og vera tilbúið til að eyða allri sinni orku og öllum sínum tíma án þess að fá minnstu þakkir fyrir. Það að vera í stjórn skólafélagsins er ekki þakklátt starf, frekar en það var þakklátt að vera Jesús Kristur. Þó sýnist mér við öll komast lifandi frá þessari baráttu en við höfum gengið píslagöngu og fórnað ýmsu fyrir málstaðinn - fyrir ykkur. Þrátt fyrir þetta er ég þakklátur þeim sem kusu mig í fyrra og gáfu mér kost á því að starfa þetta því þó svo að stjómim skólafélagsins hafi oft verið erfið, þá var þetta mjög gaman og þroskandi og hópurinn sem ég vann með var stórkostlegur. Við verðiun samt alltaf að hafa í huga þá staðreynd að félagslífið er meira en stjóm skólafélagsins. Félagslífið er nefnilega allir þeir sem koma því við á einhvern hátt, þá auðvitað helst nemendurnir. Ykkur vil ég þakka öllum fyrir samstarfið. Starfsfólk skólans á einnig þakkir skildar, hjálpsemi þess kom mér svo sannarlega á óvart. Að öllum öðmm ólöstuðum vil ég nefna Skúla Flosason sem var alltaf til taks á hvaða tíma sólarhringsins sem var, og var oft sem einn úr stjóminni. Hér með hætti ég þessari lofmglu minni. Reikningsskil em hagstæð og það sem áður voru glóðir einar em nú myndarlegur bálköstur. Takk fyrir mig, Ómar Örn Magnússoyi, 4.F MUNINN 5

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.