Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1993, Page 7

Muninn - 01.04.1993, Page 7
Klukkan er farin að nálgast hálf níu og mannfjöldi einn ógurlegur hefur komið sér makindalega fyrir í Gryfjunni í ✓ V.M.A. A sviðið streyma svo tveir menn og hefja upp raust sína. Umræðuefni þeirra er setning Listadaga M.A. og V.M.A. sem skulu hefjast þetta kvöld. Að masi þeirra loknu leikur K.K.-band, öllum til mikillar gleði. Svona hljóðar í Drottins nafni upphaf þeirrar hstahátíðar sem M.A. og V.M.A. efndu til 2.-11. mars 1993. Þar var margt til skemmtunar gert og dagskráin var mjög fjölbreytt. Það væri óðs manns æði að þreyta ykkur með því að segja frá öllum atriðunum. Því ætla ég að segja ykkur frá því helsta. Eftir mjög vel heppnaða K.K. tónleika skal nefna stjórnmálakappræður þann 4. mars þar sem Halldór Blöndal og Steingrímur J. Sigfússon leiddu saman hesta sína. Fjölmennt var mjög og umræðurnar líflegar, fróðlegar og skemmtilegar. Þegar þessum sama degi var farið að halla var haldið bingó eitt brjálæðislegt. Þar voru stórglæsilegir vinningar og enn glæsilegri stjórnendur. Spennan var sannfærandi á köflum og var þetta mikil skemmtun fyrir þá sem tóku þátt. Að degi næsta kvölds var Kristín Þorsteinsdóttir miðill með fyrirlestur um dulspeki og lét svo fljóta með nokkrar skyggnilýsingar í lokin. Að kvöldi 7. mars var haldin í 1929 alveg ofsaleg karókíkeppni. Þar komu fram maður og konur, misfölsk eins og gengur, en allir skemmtu sér konunglega. Sigurvegari var Jóna Fanney Svavarsdóttir úr M.A., Sunna Bjarkadóttir úr M.A. fékk verðlaun fyrir bestu framkomuna en V.M.A. fékk verðlaun fyrir bestu heildina. En mesta athygli vakti náttúrulega undirritaður, kynnir kvöldsins sem kyrjaði kostulega með frændkvendi sínu Sommernæts úr ✓ Grís. Aður en hin eiginlega keppni hófst var kvikmyndin "SSL 25" eftir Óskar Jónasson sýnd og höfundurinn rabbaði htillega við gesti. Þetta var án efa eitt af allra skemmtilegustu atriðunum á Listadögum. Þriðjudaginn 9. mars var fólki aftur beint í 1929 en nú til að sjá uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu "Ríta gengur menntaveginn." Það var stórkostleg skemmtun og þeir sem á horfðu gengu út með bros á vör. Fimmtudaginn 11. mars kepptu íþróttamenn skólanna í hinum ýmsu greinum og héldu spennu í áhorfendum, til að byrja með...... Engin féllu * Islandsmetin nema þá helst í stigamun. Þegar tók að rökkva á ný voru haldnir rokktónleikar í Gryfjunni. Þar komu fram hljómsveitimar „Afsakið tilvem okkar" og „Stjánar" úr M.A., „Frantic" úr V.M.A. og „Hún andar" framdi einnig hávaða. Þetta var skemmtileg uppákoma og stóðu allar sveitimar sig með prýði. Að öllu þessu loknu var fretað upp nokkmm rakettum og þar með var hátíðin búin. MUNINN 7

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.