Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 10
Himinninn var grár og hvergi sást til
sólar, köld golan strauk um vanga
barnanna sem sátu í sandkassanum og
léku sér. Þau voru klædd í pollagalla og
gúmmístígvél. Horinn rann úr nösunum
á þeim, en þau sleiktu eða sugu hann
jafnóðum. Lítill strákur setti lúku af
sandi upp í sig, hann fann hvernig
sandkomin blönduðust saman við
munnvatnið og hvernig marraði í þeim
þegar hann bruddi þau. Litla telpan sem
sat á móti honum tók skófluna sem hann
hafði verið með og fór að grafa holu.
Skóflan hans! Hann varð svo reiður að
hann öskraði og tók aðra lúku af sandi
og henti framan í litlu telpuna. Fyrst
gretti hún sig og neri á sér augun, svo
rak hún upp gól sem heyrðist alla leið til
Kína.
Kínverjarnir horfðu til himins. Þeir
héldu að gólið kæmi frá dreka sem
ætlaði að éta þá með húð og hári, en
þegar þeir sáu ekkert sneru þeir sér aftur
að störfum sínum.
Ætlaði hún aldrei að hætta þessu væli?
Hann horfði reiður á hana. Hún var
eldrauð í framan og tárin streymdu eins
og lækir niður kinnarnar. Þegar þau
runnu niður að munnvikunum rak hún
út úr sér tunguna og sleikti þau. Hún
nuddaði á sér augun, þetta var svo sárt,
sandkornin stungu hana í augun eins og
hnífar. Hún hafði líka fengið sand upp í
sig. Hvers vegna kom enginn og
huggaði hana? Hún þagnaði smástund á
meðan hún var að hugsa sig um. Svo leit
hún illilega á strákinn, hún ætlaði að
hefna sín. Þetta skyldi hann sko fá
borgað. Þá kom hún auga á veginn sem
hann hafði gert og vörubílinn. Allt í einu
stóð hún upp, sparkaði í bílinn hans og
eyðilagði veginn. Svo sneri hún sér við
og hljóp grenjandi heim.
Strákurinn varð hissa. Hvað gekk að
henni? Af hverju eyðilagði hún veginn
hans? Þetta var allt henni sjálfri að
kenna, hún hafði tekið skófluna hans!
Hann horfði á eftir henni þegar hún
hljóp vælandi í áttina að gula húsinu.
Inn að klaga í mömmu auðvitað! Hann
ætlaði sko aldeilis ekki að láta skamma
sig núna. Svo að hann reis á fætur,
horfði kuldalega á gula húsið og fór
heim. Hann skyldi hefna fyrir veginn
seinna - þegar þau væru ein.
Fiðurflétta
veínaöarvöruverslun Umboðið á Akureyri
Sunnuhlíð - Sími: 27177 Ráðhústorgi5 • Símar 96-22244 & 96-23600
10
MUNINN