Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1993, Side 12

Muninn - 01.04.1993, Side 12
MORFÍS Þann 11. febrúar var dregið í undanúrslitum Mælsku- & rökræðukeppni framhaldsskólanna á íslandi. Okkar hlutskipti var að etja kappi við M.R. á útivelli. Samkvæmt hefð höfnuðum við einhverju af því sem okkur var boðið, að þessu sinni einum dómara og umræðuefninu, en það var: „Er stúdentsprófið einskis virði?" Eftir talsvert strangar samningaviðræður og dálitla taugaspennu var ákveðið að við skyldum mæla gegn því að maðurinn væri góður í eðli sínu. Þá fór af stað hefðbundinn undirbúningur og voru málin krufin til mergjar sem aldrei fyrr. * Eg ætia ekki að tíunda hér framvindu mála þessa viku, enda ekki á nokkum mann leggjandi að lesa um öll þau misgáfulegu gullkorn sem vom látin falla á þeim tíma og er þá engu orði ofaukið. Og þar kom að stóri dagurinn rann upp. Keppnin var haldin í húsakynnum Verslunarskólans og er skemmst frá því að segja að við töpuðum. Það var þó bót í máli að við áttum ræðumann kvöldsins, Jón Óttar Birgisson. Vonbrigðin vom náttúrulega mikil, og ekki laust við að menn þyrftu tíma til að jafna sig. Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag, en það er ljóst að betur má ef duga skal. Að lokum við ég fyrir hönd liðsins þakka Tryggva Gíslasyni skóla- meistara, Kristjáni Kristjánssyni, Hrútafjarðarprenti, stuðningsliðinu góða, svo og öllum öðrum sem greiddu götu okkar á einhvern hátt. F.h. MFH, Steinþór Heiðarsson. 12 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.