Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1993, Blaðsíða 16

Muninn - 01.04.1993, Blaðsíða 16
steinvegginn. Námsbækurnar standa yfir honum. Það er fundur. Eftir stutt en árangursrík fundahöld er ákveðið að veita letingjanum eftirminnilega ráðningu. Námsbækurnar sem vel þekkja til í bókahillunni fá hana til að ganga í uppreisnarherinn. Bókahillan fær svo mestan hluta húsgagnanna til þess að ganga í þennan einstaka her. Það eru aðeins tölvan og víðómsgræjurnar sem standa hlutlausar. Enda hafa þessir hlutir hlotið langbestu meðferðina sökum þess hve dýrir þeir voru. Þegar ungi maðurinn opnar augirn sér hann að hann er umkringdur námsbókum. Nefmæltri röddu er sagt: „Þú verður að læra meira." Því næst hefja allar bækurnar upp raust sína á sama tíma: „Rektor Sveinbjörn Egilsson, PEREAT. Fabrizius konnte den hellen Morgenhimmel nicht mehr sehen. Whatever goes upon two legs is an enemy. Veit-a hinn, er vætki veit." Allar þessar raddir og fleiri til blandast saman í einn hrærigraut sem er hreint óþolandi. Hann finnur og sér að hann er bundinn bæði á höndum . og fótum með millistykkjum. Eftir smástund hefur hann fengið meira en nóg af öllum þessum röddum. Honum finnst hausinn á sér vera að springa. Með erfiðismunum tekst honum að rísa á fætur. Hann bítur í handfangið á hurðinni og dregur það niður. Síðan dregur hann það að sér en ekkert gerist. Hurðin er læst. Hann öskrar af öllum lífs- og sálarkröftum á hjálp. Um fimmtán mínútum seinna hættir hann ekki aðeins vegna þess að hann hefur misst röddina heldur líka vegna þess að nú man hann að hann er einn heima. Bækurnar sem enn höfðu ekki þagnað hættu nú ein af annarri en fóru þess í stað að hlæja eins og þær áttuðu sig á því að sigur þeirra yrði algjör. Hann sér að sögubókin er að hvísla einhverju að þýskubókinni. Hann lítur í átt að þakglugganum. „Auðvitað!" hrópar hann og hoppar af stað. Þýskubókin rennir sér fagmannlega fyrir lappir hans og hann fellur fram fyrir sig. An þess að geta neitt aðhafst sér hann rúmgaflinn nálgast óðfluga. Gagrtaugað lendir á köldu stáhnu. Þar sem hann liggur hálfmeðvitundarlaus og dofinn heyrir hann sem í fjarska þegar sögubókin spyr þýskubókina hvort ekki hefði verið gaman að fella hann. Aftur rís hann á fætur þó að nú sé það mun erfiðara. Hann reynir að opna þakgluggann með tönnunum en allt sem hann hefur upp úr því er að brjóta tvær framtennur. Hann beygir sig í hnjánum og hoppar af alefli upp á móti rúðunni. Hann skellur með hvirfihnn í miðja rúðuna og hún lætur undan. Illa skorinn á höfði lætur hann sig faha aftur á bak í rúmið. Hann getur ekki meira, hann þarfnast hvíldar. ✓ I svefnrofunum heyrir hann óþolandi suð. Hann opnar augað, suðið berst frá matarleifunum í ruslakörfunni. Upp úr ruslakörfunni kemur stærðar fluga. Hún flýgur að honum og sest á andht hans. Með hendurnar bundnar getur hann ekkert gert. „Hvaðan kemur þessi helvítis fluga um miðjan vetur?" Bölvar hann og hristir höfuðið af veikum mætti. Bækumar og húsgögnin fylgjast spennt með. Flugan skríður að skaddaða auganu. Hann hristir höfuðið en getur með engu móti losnað við hana. Aðeins eitt kemst að í huga hans, hann verður að losna við fluguna áður en hún verpir í augntóftina. Með því að beita síðustu kröftum sínum tekst honum að losa hendur sínar. Hann finnur fluguna ofan í augntóftinni, kremur hana og fleygir líkinu út um brotinn gluggann. Með skelfingarsvip horfir hann á norðanvindinn sveifla stóm glerbroti 16 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.