Muninn - 01.04.1993, Page 19
leiða misskilning sem fram hefur komið,
að hinn harðgifti nítján vetra
fjölskyldnfaðir Filip (ath. prentvillu í
síðasta tölublaði þar sem ritað var
„Phihp" að engilsaxneskum hætti í stað
„Filip" að portúgölskum hætti) hafi verið
viðriðinn neyslu karnabisefna (með „k"
að íslenskum hætti, en ekki „c" að
engilsaxneskum hætti). Hvílík fjarstæða.
Eins og alhr vita sem Filip kynntust, var
þetta ákaflega ljúfur maður, og gaman að
„buha í honum,"
svo að ég noti
orð félaga míns í
íbúð 533, sem
uppnefndur var
lygakúkur og
AUabalh
títtnefndum
annál.
Þó að hótelið
okkar væri ekki
nema hálfbyggt,
fór því fjarri að
byggingarfram-
kvæmdir héldu fyrir okkur vöku, enda
hófust hamarshöggin aldrei fyrr en kl. 7
á morgnana, þegar allir voru löngu
komnir á fætur. Ekki olli það heldur
neinum óþægindum að hótehð skyldi
standa við hraðbraut, enda var búið að
byggja brú yfir götuna í öryggisskyni
(sbr.: „For your own safety: Do not cross
the street - use the bridge"). Og þó svo
að einhverjir hafi slasað sig á því að
ganga yfir blessaða brúna, er það á
engan hátt brúnni sjálfri að kenna.
Enn er eftir að minnast á einn
aðalkostinn við hótehð okkar, en það var
hin stóra og glæsilega sundlaug, þar sem
sólar naut allan guðslangan daginn. Þar
var tilvalið að fá sér sundsprett
eldsnemma á morgnana, áður en haldið
var út að skokka um götur Praia da
Rocha, og endað niðri á strönd. Ströndin
var, vel á minnst, frábær, og sjórinn ávallt
hlýr og notalegur. Þar var margt hægt að
gera sér til dundurs, og er því engin
furða að halur einn og snót ein sem
nafngreind voru í næstsíðasta tölublaði
hafi séð ástæðu til að eyða þar þremur
vikum, í stað þess að liggja í þynnku
uppi á hótelherbergi alla daga. Sem
dæmi má nefna að hægt var að leika
strandarbolta („beach bah"), sem er
einkar uppbyggileg íþrótt, eða leigja sér
hjólabát til að þjálfa fæturna. Alhörðustu
ofurhugarnir brugðu sér jafnvel á
svokahaðan bananabát, og duttu sumir
oftar í sjóinn en aðrir (þá er ég ekkert
endilega að tala um Ragnhildi frekar en
aðra).
Það hefur greinhega farið fram hjá
annálsriturum sökum „viðhalds
vökvajafnvægis" að um það bil
fjórðungur hópsins fór dag einn í mikla
MUNINN
19