Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1993, Page 20

Muninn - 01.04.1993, Page 20
og merkilega menrtingarferð til nágrannaríkisms Spánar, nánar tiltekið til borgarinnar Sevilla í Andalúsíuhéraði. Tilgangur ferðarinnar var að sjálfsögðu sá að berja augum heimssýninguna miklu EXPO '92. Lagt var af stað árla morguns (sem kom ekki að sök því að auðvitað höfðu allir farið snemma að sofa kvöldið áður) og komið heim síðla nætur. Var ferð þessi hin fróðlegasta og besta. Einnig hefur gleymst að geta þess að nokkuð margir fóru í skoðunarferð til hins sögufræga bæjar Sagres, og einnig skruppu sumir til Lagos á nautaat, en portúgölsk nautaöt eru nokkuð frábrugðin þeim spænsku, og ku vera að þeim hin mesta og besta skemmtun fyrir ofbeldishneigða. Þá brugðu nokkrir fílhraustir ungir menn sér á hákarlaveiðar, og veiddu marga, marga hákarla, en af því að þeir eru svo miklir dýravinir slepptu þeir þeim aftur og komu tómhentir í land. Margt fleira má nefna sem fólk gerði sér allsgáð til dundurs, t.d. voru famar skemmti- og kreditkortaferðir m.a. til Albufeira, Faro og Lissabon. Og vel á minnst, hvemig var eiginlega ástand annálsritara þegar við millilentum í Lissabon? Fórum við ekki í stórskemmtilega skoðunarferð um þessa hreinu og fallegu blómstrandi borg, í boði hins merka fyrirtækis EFACEC sem gaf öllum hópnum penna, svo að örugglega yrði unnt að rita annál ferðarinnar? Já, þessi fríði og heilbrigði hópur gerði sér svo sannarlega margt til skemmtunar, annað en að innbyrða etanól og stunda kynlíf, þó svo að þetta tvennt sé oftnefndum annálsritumm augljóslega efst í huga. Það er út í hött að halda því fram að enginn hafi séð neitt nema Botelha bar, Bacchus, Farmers Pub, Bartender, Cocktails & Dreams, Hera Pub, Dropann, Quarterdeck, Taffy's Bar, Man of Aran, Jackpot, Graffitie, Babilone, Sjallann, Discovery og Katedral. Fæstir stigu nokkm sinni fæti sínum inn á þessa ómenningarstaði. Eg vil að lokum minna á að á heimleiðinni eyddi rjóminn af hópnum þremur dögum í Lundúnum, og hagaði sér þar eins og sönnum heimsborgumm sæmir, fóru í leikhús, skoðunarferðir, á söfn, út að borða, o.s.frv. Aðrir létu sér nægja að skjótast inn í miðborgina á meðan þeir biðu eftir flugvélinni til * Islands, hrifsa Levi's buxur og geisladiska úr hillum verslananna, og flýta sér svo aftur út á flugvöll. Eg vona að eftir lestur þessa greinarkorns verði 3. bekkingum nokkuð hughægra og einhverjir foreldrar losni úr öndunarvél. Ég vil að lokum mæla með hinu frábæra hóteli Clube Praia da Rocha við alla þá sem í framtíðinni eiga eftir að heimsækja hið undurfagra Algarvehérað í Suður-Portúgal. Anna I. Pétursdóttir, 4.T 20 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.