Muninn - 01.04.1993, Page 21
HVAÐ GETUR KRISTIN
TRÚ CERT FYRIR MI<1?
Ég ætla nú eftir besta skilningi að
greina frá hvað kristin trú er samkvæmt
Biblíunni, hvað hún er að gera fyrir
menn í dag og hvað hún getur einnig
gert fyrir þig í dag. Þetta er þó skrifað
fyrir það fólk sem viðurkennir að það er
ekki fullkomið og er leitandi eftir
lífsfyllingu. Því fólki sem telur sig
fullkomið og einskis ábótavant er
vinsamlega ráðlagt að lesa ekki þessa
grein. Kristin trú höfðar ekki fdl þess
nema hugarfarsbreyting verði á. Jesús
sagðist nefnilega vera kominn til að kalla
syndara, ekki réttláta.
Meirihluti íslensku þjóðarinnar
tilheyrir Lúthersku kirkjunni og telst því
kristinn. En hvað er það að vera
kristinn? Er það að tilheyra kristinni
kirkju eða söfnuði? Er það að skírast í
vatni, að fara í messu reglulega og fara
með Faðirvorið á hverju kvöldi, að vera
löghlýðinn borgari eða að vera
fullkominn og syndga aldrei?
Samkvæmt Biblíunni getur allt af
ofangreindu, nema hið síðastnefnda,
einkennt kristinn mann, en ekkert af
þessu gerir mann að kristnum
einstaklingi.
En hvernig verður maður þá
kristinn? „Því af náð eruð þér hólpnir
orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að
þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á
verkum, enginn skal geta miklast af því."
Út frá þessum ritningarstað má sjá að
ekki er hægt að vinna sig inn í himnaríki
heldur er fyrirgefning syndanna gjöf
Guðs.
Hvemig tökum við þá á móti þessari
gjöf? „En öllum þeim sem tóku við
honum (Jesúm) gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans."
Maður tekur við Jesú Kristi með því að
trúa og játa því að hann sé sonur Guðs,
að hann hafi dáið á krossi fyrir syndir
alls mannkyns, þar á meðal mínar syndir,
og með því að biðja hann um að koma
inn í hjarta sitt, gefa sér trú og gerast
Drottinn lífs síns. Aðeins þegar maður
hefur tekið við Jesú sem persónulegum
frelsara sínum og fest trú sína á hann, er
maður hólpið barn Guðs.
Sé þessi trú á fórnardauða Krists
sönn og einlæg mun Guð vegna hennar
gefa manni fullvissu um að maður fari til
himnaríkis og opna skilning manns á sér.
Vegna hennar fær maður aðgang að þeim
leyndardómum, hamingju, friði,
kærleika og gleði, sem aðeins almáttugur
Guð getur veitt; ekki bara í hinum
komandi heimi heldur einnig þessum.
Þó þurfa allir menn annaðhvort að
taka við Jesú Kristi, sem er hjálpræði
Guðs, eða afneita honum. Guð elskar
alla menn jafnt, bæði morðingjann og
prestinn. Hann gaf öllum mönnum von
með því að deyja í stað allra. En bæði
morðinginn og presturinn þurfa að iðrast
Framhald á blaðsíðu 23
MUNINN
21