Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 22
Hæstvirti herra sálfræðingur skólablaðs
Menntaskólans á Akureyri, Munins.
(Það má anda núna. Innskot ritstjómar).
Mér finnst afskaplega leitt að ónáða
yður með lítilfjörlegu vandamáli mínu,
en nú er svo komið að ég sé mér því
miður ekki annað fært en að brjóta odd
af oflæti mínu og fá að njóta góðs af
víðkunnri ráðsnilld yðar og hæfileikum
(smeðj). Reyndar kýs ég að rita bréf
þetta undir dulnefni til að hlífa
viðkvæmum sálum og ættingjmn
mínum, þar sem þeirra biði annars
óbætanlegt sálartjón (snökt). Og hugsið
yður, kæri sálfræðingur, hvers konar
ófremdarástand ríkti í vom landi ef allar
geðdeildir fylltust af ættingum mínum.
(Þunglyndi í hæsta flokki).
Með kærri fyrirfram þökk fyrir birtingu
og góð ráð.
Bólu-Hjálmar.
P.S. Þú ferð ekkert með þetta lengra. Ef þú
segir frá, titturinn þinn skaltu hljóta verra af.
En ég er sem sagt með stóra röndótta
graftrarbólu á broddnum.......
nefbroddnum. Ég hef reynt að fara huldu
höfði, en vegna gífurlegra vinsælda og
Valentínó-takta hefur það reynst mér best að
nota til þess gert getnaðarvarnagúmmí á
grýlukertið. En þar sem útgjöld mín vegna
þessa eru orðin svo mikil, sá ég mér ekki
annað fært en að hafa samband við þig, þó
ég viti svo sem vel að það hefur ekkert upp á
sig.
Þú þama Bólu-hjálmur, hjálmar eða
hvað sem það annars er.
A
I fyrsta lagi, hvem djö... (ritskoðað)
ertu að ónáða mig með þessu
„vandamáli" yðar ef þér finnst það svona
ómerkilegt. Og ómerkilegt er það, varla
þess virði að birta það. En vegna
yfimáttúrulegrar góðmennsku minnar
og fádæma hæfileika mun ég leitast við
að verða þér að einhverju liði.
✓
I þínu tilfelli (ég veit vel hver þú ert,
og ég get sagt þér að Valentínó-taktarnir
bmgðust þér í það skiptið) mundi ég
ráðleggja þér að brjóta af þér grýlukertið,
merkikertið þitt, og láta græða á þig
gogginn af Gunnsa vini mínum.
Dr. Tönn.
P.S. Svínka þakkar fyrir síðustu helgi.
Kæri sáli!
Eg á í virkilegum vandræðum og
vantar hjálp þína sem fyrst. Þannig er að
ég held að konan mín haldi fram hjá mér
með skattinnheimtumanninum. Þetta
byrjaði á því að hún hætti að vilja svíkja
undan skatti, síðan fór ég að finna
smokka með jarðarberjabragði út tun allt
hús. Grtmur minn staðfestist svo er ég
fann svohljóðandi bréf inn á milli
reikninganna: „Elskan mín! Ég get ekki
22
MUNINN